Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. mars 2018 00:30 A-listinn fékk 519 atkvæði en B-listi Sólveigar Önnu 2099 atkvæði. Vísir/Ernir Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins með 80 prósent greiddra atkvæða. Niðurstöður lágu fyrir nú um miðnætti. A-listinn fékk 519 atkvæði en B-listi Sólveigar Önnu 2099 atkvæði. Kosningin stóð yfir í tvo daga og lauk kosningunni klukkan 20 í kvöld. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig í viðtali við Vísi um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Í fyrsta sinn í sögu félagsins börðust tveir listar um hylli kjósenda. Ingvar Vigur Halldórsson var formannsefni A-listans, en Sólveig Anna var formannsefni B-listans. Óhætt er að segja að nokkuð föst skot hafi gengið á milli fylkinganna tveggja í kosningabaráttunni. Frambjóðendur A-listans hafa meðal annars gagnrýnt stuðning einstaklinga í sósíalistaflokknum við B-lista Sólveigar en á móti hafa frambjóðendur B-listans sagt ójafnræði ríkja í baráttunni og að núverandi stjórn Eflingar standi ótvírætt með A-listanum.Sjá einnig: Sólveig í skýjunum með sigurinn en mætir á leikskólann í fyrramálið Í gær greindi Vísir frá yffirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýstu því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, reyndi að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á að kjósa A-listann. Í yfirlýsingu í gærkvöldi sagði Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar, að þeir starfsmenn sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað hafi ekki kannast við atvikið. Þeir sem voru með Sólveigu Önnu á lista og taka sæti í stjórn Eflingar eru Magdalena Kwiatkowska hjá Café Paris, Aðalgeir Björnsson, tækjastjóri hjá Eimskip, Anna Marta Marjankowska hjá Náttúru þrif, Daníel Örn Arnarsson hjá Kerfi fyrirtækjaþjónustu, Guðmundur Jónatan Baldursson, bílstjóri hjá Snæland Grímsson, Jamie Mcquilkin hjá Resource International ehf. og Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður búsetuþjónustu Reykjavíkurborgar. Á kjörskrá voru 16.578 félagsmenn og af þeim greiddu 2.618 atkvæði. B listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur fékk 2099 atkvæði. A listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 519 atkvæði. Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru 4. Kjaramál Tengdar fréttir Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins með 80 prósent greiddra atkvæða. Niðurstöður lágu fyrir nú um miðnætti. A-listinn fékk 519 atkvæði en B-listi Sólveigar Önnu 2099 atkvæði. Kosningin stóð yfir í tvo daga og lauk kosningunni klukkan 20 í kvöld. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig í viðtali við Vísi um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Í fyrsta sinn í sögu félagsins börðust tveir listar um hylli kjósenda. Ingvar Vigur Halldórsson var formannsefni A-listans, en Sólveig Anna var formannsefni B-listans. Óhætt er að segja að nokkuð föst skot hafi gengið á milli fylkinganna tveggja í kosningabaráttunni. Frambjóðendur A-listans hafa meðal annars gagnrýnt stuðning einstaklinga í sósíalistaflokknum við B-lista Sólveigar en á móti hafa frambjóðendur B-listans sagt ójafnræði ríkja í baráttunni og að núverandi stjórn Eflingar standi ótvírætt með A-listanum.Sjá einnig: Sólveig í skýjunum með sigurinn en mætir á leikskólann í fyrramálið Í gær greindi Vísir frá yffirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýstu því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, reyndi að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á að kjósa A-listann. Í yfirlýsingu í gærkvöldi sagði Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar, að þeir starfsmenn sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað hafi ekki kannast við atvikið. Þeir sem voru með Sólveigu Önnu á lista og taka sæti í stjórn Eflingar eru Magdalena Kwiatkowska hjá Café Paris, Aðalgeir Björnsson, tækjastjóri hjá Eimskip, Anna Marta Marjankowska hjá Náttúru þrif, Daníel Örn Arnarsson hjá Kerfi fyrirtækjaþjónustu, Guðmundur Jónatan Baldursson, bílstjóri hjá Snæland Grímsson, Jamie Mcquilkin hjá Resource International ehf. og Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður búsetuþjónustu Reykjavíkurborgar. Á kjörskrá voru 16.578 félagsmenn og af þeim greiddu 2.618 atkvæði. B listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur fékk 2099 atkvæði. A listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 519 atkvæði. Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru 4.
Kjaramál Tengdar fréttir Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00
Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00
Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31