Horfa á vegina í uppsveitum Árnessýslu hrynja Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2018 19:30 Vegir í Uppsveitum Árnessýslu eru meira og minna að breytast í malarvegi vegna mikils álags á þeim samkvæmt umferðarsérfræðingi. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur fengið sig fullsadda af ástandi vegamál í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bauð þingmönnum Suðurkjördæmis, starfsmönnum Vegagerðarinnar og nokkrum öðrum gestum í rútuferð um vegi í Uppsveitum Árnessýslu í dag til að kynna þeim hörmulegt ástand veganna. Sveitarstjórn þrýstir nú á stjórnvöld um úrbætur enda allir búnir að fá sig fullsadda af ástandinu.Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður, Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Vísir/Magnús Hlynur„Við horfum á vegina hrynja og þeir eru bara að verð ónýtir sem er mjög slæmt, bæði öryggis og ferðamennskunnar vegna og íbúanna sem keyra hér um vegina í uppsveitum“, segir Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Hún segir vegina slæma landkynningu fyrir ferðamenn. „Ég held að það hljóti að vera, ég get ekki ímyndað mér nokkuð annað, ekki nema að þetta þyki einhver ævintýramennska að fara hérna um vegina hjá okkur“. En hvað er hægt að gera í þessari stöðu? „Það eina sem ég sé að það sé bara sett aukið fjármagn í að gera þessa vegi þannig að þeir séu keyrandi og mönnum bjóðandi“, segir Valgerður.Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur segir vegina í uppsveitum Árnessýslu breytast smátt og smátt í malarvegi vegna mikils álags á þeim. Rútubílstjóri dagsins var Hugrún Jóhannsdóttir.Vísir/Magnús HlynurSvanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar segir að nokkrir vegir verði teknir í gegn í sumar, m.a. Laugarvatnsvegurinn og Reykjavegurinn sem er malarvegur í dag. Stoppað var á nokkrum stöðum þar sem lélegir og hálf ónýtir vegir voru sýndir. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur þekkir veg til vegamála í uppsveitum Árnessýslu. „Þetta er eiginlega að breytast í malarvegi aftur, fyrir utan það að það eru hættulegar holur í þessu. Ástandið er orðið mjög alvarlegt upp á það að gera að það verður svo dýrt að laga þetta ef við hleypum þessum skemmdum lengra en orðið er. Fyrir utan það að þetta er ekki boðlegt fyrir þessa nýju atvinnugrein okkar, ferðaþjónustuna, að bjóða upp á vegi af þessari gerð, þetta myndi hvergi vera haft upp á borðinu annars staðar,“ segir Ólafur. Samgöngur Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira
Vegir í Uppsveitum Árnessýslu eru meira og minna að breytast í malarvegi vegna mikils álags á þeim samkvæmt umferðarsérfræðingi. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur fengið sig fullsadda af ástandi vegamál í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bauð þingmönnum Suðurkjördæmis, starfsmönnum Vegagerðarinnar og nokkrum öðrum gestum í rútuferð um vegi í Uppsveitum Árnessýslu í dag til að kynna þeim hörmulegt ástand veganna. Sveitarstjórn þrýstir nú á stjórnvöld um úrbætur enda allir búnir að fá sig fullsadda af ástandinu.Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður, Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Vísir/Magnús Hlynur„Við horfum á vegina hrynja og þeir eru bara að verð ónýtir sem er mjög slæmt, bæði öryggis og ferðamennskunnar vegna og íbúanna sem keyra hér um vegina í uppsveitum“, segir Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Hún segir vegina slæma landkynningu fyrir ferðamenn. „Ég held að það hljóti að vera, ég get ekki ímyndað mér nokkuð annað, ekki nema að þetta þyki einhver ævintýramennska að fara hérna um vegina hjá okkur“. En hvað er hægt að gera í þessari stöðu? „Það eina sem ég sé að það sé bara sett aukið fjármagn í að gera þessa vegi þannig að þeir séu keyrandi og mönnum bjóðandi“, segir Valgerður.Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur segir vegina í uppsveitum Árnessýslu breytast smátt og smátt í malarvegi vegna mikils álags á þeim. Rútubílstjóri dagsins var Hugrún Jóhannsdóttir.Vísir/Magnús HlynurSvanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar segir að nokkrir vegir verði teknir í gegn í sumar, m.a. Laugarvatnsvegurinn og Reykjavegurinn sem er malarvegur í dag. Stoppað var á nokkrum stöðum þar sem lélegir og hálf ónýtir vegir voru sýndir. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur þekkir veg til vegamála í uppsveitum Árnessýslu. „Þetta er eiginlega að breytast í malarvegi aftur, fyrir utan það að það eru hættulegar holur í þessu. Ástandið er orðið mjög alvarlegt upp á það að gera að það verður svo dýrt að laga þetta ef við hleypum þessum skemmdum lengra en orðið er. Fyrir utan það að þetta er ekki boðlegt fyrir þessa nýju atvinnugrein okkar, ferðaþjónustuna, að bjóða upp á vegi af þessari gerð, þetta myndi hvergi vera haft upp á borðinu annars staðar,“ segir Ólafur.
Samgöngur Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira