Tilfinningar eru ekki „our choice“ Hulda Vigdísardóttir skrifar 5. mars 2018 13:23 Laugardalshöllin er troðfull af fólki. Klukkan er hálfátta og ekki nema rétt rúmir tveir tímar í að Evróvisjón-fari Íslands 2018 verði krýndur. Þúsundum íslenskra fána er veifað fram og aftur og augljóst að hér halda allir með sama liðinu; Íslandi. Áður en útsending hefst syngja Gunni og Felix nokkur gömul Evróvisjón-lög og vinkona mín heitir því að mæta á alla tónleika með þeim í framtíðinni, enda mikill aðdáandi þeirra síðan þeir voru aðalstjörnur Stundarinnar okkar. Lítill sex ára gutti í sætinu við hliðina á mér skemmtir sér ekki síður vel. Hann getur vart setið kyrr og iðar allur af spenningi, enda búinn að bíða og bíða í mörg ár eftir þessu kvöldi; eða svo segir hann og leggur sérstaka áherslu á lýsingarorðið mörg. Hann stekkur upp á stól þegar Aron Hannes og hans félagar stíga á svið og syngur íslenska textann með ensku útgáfunni. Skælbrosandi veifar hann fána og trampar niður fótum í takt við lagið. Ég reyni að forða hvítu kápunni minni en sé að vinstri hliðin hefur þegar fengið smart Nike-skómynstur í stærð þrjátíu. Ég spái samt ekki í það því gleði litla kútsins hrífur mig með inn í óumflýjanlega sæluvímu sem aðeins stigmagnast þegar Dagur kemur inn á sviðið með stormsveip. Þegar allir keppendur hafa flutt sín lög tekur við spennuþrungin bið og símreikningar landsmanna hækka til muna. Litli sex ára guttinn fær líka að kjósa og tryggir þar Aroni þrjú stig sem og Heimilistónum og Degi hvort sitt stigið. Hann fylgist fullur eftirvæntingar með stigagjöfum dómara en smátt og smátt virðist slokkna á gleðiglampanum í augum hans og það blikar á tár í augnkrókum. Aron Hannes lendir í þriðja sæti og ljóst að hann verður ekki fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Litli fjörkálfurinn er miður sín og horfir stúrinn niður á gólf. Meðan á auglýsingum stendur reynir móðir hans að lífga hann við og fyrr en varir gera allir í kring slíkt hið sama. Svíarnir fyrir framan reyna að hughreysta hann með alls kyns sprelli og lítil stelpa spyr hvort hann vilji Haribo-hlaup. Skömmu seinna hefst einvígið og glæsilegir keppendur stíga á svið en drengurinn er enn niðurlútur. Móðirin virðist svo viss á sínu að í örvæntingu sinni lofar hún drengnum að Dagur vinni og loks tekur hann gleði sína á ný, enda hafði hann jú haldið smávegis með honum líka. Sú gleði varir þó stutt því aftur bregðast niðurstöður kosninga honum. Mamma hans hafði rangt fyrir sér og Dagur lendir í öðru sæti. Í miklum tilfinningastormi er engu líkara en hjartað hafi verið rifið úr litla sessunaut mínum en síðan að keppnin hófst hefur stormurinn fleygt honum fram og aftur, upp og niður allan tilfinningaskalann. Ég er ekki frá því að mér sé farið að þykja hálfpartinn vænt um þennan gutta, sem ég þekkti ekki fyrr í kvöld og er greinilega ekki ein um það því athygli Svíanna beinist sömuleiðis öll að honum. Eftir að Ari flytur sigurlagið og útsendingu lýkur, tínast áhorfendur heim, misglaðir í bragði. Líkt og hjá litla drengnum, vann mitt uppáhalds lag ekki en þjóðin hefur gert upp hug sinn og lagið Our Choice stendur undir nafni. Því verður víst ekki breytt og kannski best að taka litla strákinn til fyrirmyndar, því þrátt fyrir átakanlegt kvöld gekk hann nokkuð sáttur út úr Höllinni. Þegar heim er komið, kíki ég á Netið og stenst ekki freistinguna að lesa #12stig-tíst frá því í kvöld. Eins og við er að búast, er fólk misánægt með úrslitin en umræðan virðist þó að miklu leyti snúast um tilfinningahlaðið viðtal við Ara og hvort það eitt og sér hafi í raun tryggt honum sigur. Hversu mikið sem til er í því, getur þátttaka í Söngvakeppninni eflaust verið einn stór tilfinningarússíbani þar sem vonir, væntingar og vonbrigði ráða för frá upphafi til enda. Þjóðfélagið er enn svolítið litað af þeim hugsunarhætti að karlmenn eigi ekki að sýna tilfinningar en sem betur fer virðist það þó vera að breytast. Enginn á að þurfa að bæla niður tilfinningar, hvorki nítján ára flytjandi í sjónvarpsviðtali né sex ára gutti úti í sal. Ari er flottur söngvari með mikla útgeislun og þó svo að ég hafi ekki kosið að senda lag hans út til Portúgals í maí, á hann eflaust eftir að standa sig með prýði. Hann er hann mörgu leyti flott fyrirmynd og ég óska sigurvegARAnum innilega til hamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Laugardalshöllin er troðfull af fólki. Klukkan er hálfátta og ekki nema rétt rúmir tveir tímar í að Evróvisjón-fari Íslands 2018 verði krýndur. Þúsundum íslenskra fána er veifað fram og aftur og augljóst að hér halda allir með sama liðinu; Íslandi. Áður en útsending hefst syngja Gunni og Felix nokkur gömul Evróvisjón-lög og vinkona mín heitir því að mæta á alla tónleika með þeim í framtíðinni, enda mikill aðdáandi þeirra síðan þeir voru aðalstjörnur Stundarinnar okkar. Lítill sex ára gutti í sætinu við hliðina á mér skemmtir sér ekki síður vel. Hann getur vart setið kyrr og iðar allur af spenningi, enda búinn að bíða og bíða í mörg ár eftir þessu kvöldi; eða svo segir hann og leggur sérstaka áherslu á lýsingarorðið mörg. Hann stekkur upp á stól þegar Aron Hannes og hans félagar stíga á svið og syngur íslenska textann með ensku útgáfunni. Skælbrosandi veifar hann fána og trampar niður fótum í takt við lagið. Ég reyni að forða hvítu kápunni minni en sé að vinstri hliðin hefur þegar fengið smart Nike-skómynstur í stærð þrjátíu. Ég spái samt ekki í það því gleði litla kútsins hrífur mig með inn í óumflýjanlega sæluvímu sem aðeins stigmagnast þegar Dagur kemur inn á sviðið með stormsveip. Þegar allir keppendur hafa flutt sín lög tekur við spennuþrungin bið og símreikningar landsmanna hækka til muna. Litli sex ára guttinn fær líka að kjósa og tryggir þar Aroni þrjú stig sem og Heimilistónum og Degi hvort sitt stigið. Hann fylgist fullur eftirvæntingar með stigagjöfum dómara en smátt og smátt virðist slokkna á gleðiglampanum í augum hans og það blikar á tár í augnkrókum. Aron Hannes lendir í þriðja sæti og ljóst að hann verður ekki fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Litli fjörkálfurinn er miður sín og horfir stúrinn niður á gólf. Meðan á auglýsingum stendur reynir móðir hans að lífga hann við og fyrr en varir gera allir í kring slíkt hið sama. Svíarnir fyrir framan reyna að hughreysta hann með alls kyns sprelli og lítil stelpa spyr hvort hann vilji Haribo-hlaup. Skömmu seinna hefst einvígið og glæsilegir keppendur stíga á svið en drengurinn er enn niðurlútur. Móðirin virðist svo viss á sínu að í örvæntingu sinni lofar hún drengnum að Dagur vinni og loks tekur hann gleði sína á ný, enda hafði hann jú haldið smávegis með honum líka. Sú gleði varir þó stutt því aftur bregðast niðurstöður kosninga honum. Mamma hans hafði rangt fyrir sér og Dagur lendir í öðru sæti. Í miklum tilfinningastormi er engu líkara en hjartað hafi verið rifið úr litla sessunaut mínum en síðan að keppnin hófst hefur stormurinn fleygt honum fram og aftur, upp og niður allan tilfinningaskalann. Ég er ekki frá því að mér sé farið að þykja hálfpartinn vænt um þennan gutta, sem ég þekkti ekki fyrr í kvöld og er greinilega ekki ein um það því athygli Svíanna beinist sömuleiðis öll að honum. Eftir að Ari flytur sigurlagið og útsendingu lýkur, tínast áhorfendur heim, misglaðir í bragði. Líkt og hjá litla drengnum, vann mitt uppáhalds lag ekki en þjóðin hefur gert upp hug sinn og lagið Our Choice stendur undir nafni. Því verður víst ekki breytt og kannski best að taka litla strákinn til fyrirmyndar, því þrátt fyrir átakanlegt kvöld gekk hann nokkuð sáttur út úr Höllinni. Þegar heim er komið, kíki ég á Netið og stenst ekki freistinguna að lesa #12stig-tíst frá því í kvöld. Eins og við er að búast, er fólk misánægt með úrslitin en umræðan virðist þó að miklu leyti snúast um tilfinningahlaðið viðtal við Ara og hvort það eitt og sér hafi í raun tryggt honum sigur. Hversu mikið sem til er í því, getur þátttaka í Söngvakeppninni eflaust verið einn stór tilfinningarússíbani þar sem vonir, væntingar og vonbrigði ráða för frá upphafi til enda. Þjóðfélagið er enn svolítið litað af þeim hugsunarhætti að karlmenn eigi ekki að sýna tilfinningar en sem betur fer virðist það þó vera að breytast. Enginn á að þurfa að bæla niður tilfinningar, hvorki nítján ára flytjandi í sjónvarpsviðtali né sex ára gutti úti í sal. Ari er flottur söngvari með mikla útgeislun og þó svo að ég hafi ekki kosið að senda lag hans út til Portúgals í maí, á hann eflaust eftir að standa sig með prýði. Hann er hann mörgu leyti flott fyrirmynd og ég óska sigurvegARAnum innilega til hamingju.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun