NBA: Philadelphia 76ers sýndi LeBron James í nótt að þar er framtíðin björt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 07:30 Það getur verið erfitt að stoppa Joel Embiid. Vísir/Getty Philadelphia 76ers er eitt mest spennandi lið NBA-deildarinnar í körfubolta og í nótt vann liðið loksins sigur á Cleveland Cavaliers en það lið hafði síðustu ár verið mikil grýla fyrir 76ers menn. Los Angeles Lakers er líka ungt lið sem er að gera góða hluti þessa dagana. Það vakti athygli á dögunum þegar fyrirtæki frá Philadelphia settu upp stór auglýsingaskilti í Cleveland þar sem LeBron James var kvattur til að semja við Philadelphia 76ers í sumar. Menn þar á bæ vildu sjá kónginn koma með reynslu og sigurhugarfar í þennan ungan og spennandi hóp leikmanna hjá Philadelphia 76ers. Philadelphia 76ers liðið sýndi síðan LeBron James í nótt að þar er framtíðin björt með því að vinna 108-97 sigur á Cleveland Cavaliers og það í Cleveland. 76ers liðið var búið að tapa ellefu leikjum í röð á móti Cleveland og þetta var því langþráður sigur.J.J. Redick skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers og Joel Embiid var með 17 stig og 14 fráköst. Nýliðinn Ben Simmons var með 18 stig og Dario Saric skoraði 16 stig þar af risastóran þrist í lokin. Ben Simmons hefur oft verið borinn saman við LeBron James en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar auk stiganna sinna átján. Simmons var fyrir leikinn valinn besti nýliðinn í febrúar. LeBron James gerði sitt með 30 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum en það var ekki nóg. Cleveland náði reyndar að minnka þrettán stiga forskot niður í eitt stig í lokaleikhlutanum en Cleveland liðið komst aldrei yfir og gestirnir lönduðu sigrinum. Philadelphia 76ers liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. „Ég er stoltur af þessum sigri. Þú hefur alltaf gert eitthvað gott þegar þú vinnur lið með LeBron James innanborðs. Þristurinn hans Saric réði úrslitunum,“ sagði Brett Brown, þjálfari Philadelphia 76ers.Isaiah Thomas átti sinn besta leik til þessa með Los Angeles Lakers þegar hann skoraði 29 stig stig í sannfærandi 131-113 sigri á Miami Heat. Julius Randle skoraði 25 stig fyrir Lakers og Brandon Ingram bætti við 19 stigum. Lakers-menn skutu Miami liðið bara í kaf með því að hitta úr 59 prósent skota sinna og setja niður 6 af 29 þriggja stiga skotum. Miami Heat hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik á tímabilinu og þetta var fyrsti sigur Lakers í Miami síðan í febrúar 2008 eða í einn áratug. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami Heat með 25 stig en Slóveninn Goran Dragic skoraði 19 stig.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 108-99 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 116-111 (100-100) Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 97-108 Miami Heat - Los Angeles Lakers 113-131 NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Philadelphia 76ers er eitt mest spennandi lið NBA-deildarinnar í körfubolta og í nótt vann liðið loksins sigur á Cleveland Cavaliers en það lið hafði síðustu ár verið mikil grýla fyrir 76ers menn. Los Angeles Lakers er líka ungt lið sem er að gera góða hluti þessa dagana. Það vakti athygli á dögunum þegar fyrirtæki frá Philadelphia settu upp stór auglýsingaskilti í Cleveland þar sem LeBron James var kvattur til að semja við Philadelphia 76ers í sumar. Menn þar á bæ vildu sjá kónginn koma með reynslu og sigurhugarfar í þennan ungan og spennandi hóp leikmanna hjá Philadelphia 76ers. Philadelphia 76ers liðið sýndi síðan LeBron James í nótt að þar er framtíðin björt með því að vinna 108-97 sigur á Cleveland Cavaliers og það í Cleveland. 76ers liðið var búið að tapa ellefu leikjum í röð á móti Cleveland og þetta var því langþráður sigur.J.J. Redick skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers og Joel Embiid var með 17 stig og 14 fráköst. Nýliðinn Ben Simmons var með 18 stig og Dario Saric skoraði 16 stig þar af risastóran þrist í lokin. Ben Simmons hefur oft verið borinn saman við LeBron James en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar auk stiganna sinna átján. Simmons var fyrir leikinn valinn besti nýliðinn í febrúar. LeBron James gerði sitt með 30 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum en það var ekki nóg. Cleveland náði reyndar að minnka þrettán stiga forskot niður í eitt stig í lokaleikhlutanum en Cleveland liðið komst aldrei yfir og gestirnir lönduðu sigrinum. Philadelphia 76ers liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. „Ég er stoltur af þessum sigri. Þú hefur alltaf gert eitthvað gott þegar þú vinnur lið með LeBron James innanborðs. Þristurinn hans Saric réði úrslitunum,“ sagði Brett Brown, þjálfari Philadelphia 76ers.Isaiah Thomas átti sinn besta leik til þessa með Los Angeles Lakers þegar hann skoraði 29 stig stig í sannfærandi 131-113 sigri á Miami Heat. Julius Randle skoraði 25 stig fyrir Lakers og Brandon Ingram bætti við 19 stigum. Lakers-menn skutu Miami liðið bara í kaf með því að hitta úr 59 prósent skota sinna og setja niður 6 af 29 þriggja stiga skotum. Miami Heat hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik á tímabilinu og þetta var fyrsti sigur Lakers í Miami síðan í febrúar 2008 eða í einn áratug. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami Heat með 25 stig en Slóveninn Goran Dragic skoraði 19 stig.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 108-99 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 116-111 (100-100) Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 97-108 Miami Heat - Los Angeles Lakers 113-131
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira