Íslendingur var að nudda Embiid þegar hann borðaði hamborgarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 10:00 Einar að nudda Joel Embiid. Twitter Það vakti nokkra athygli fyrr í vikunni þegar NBA-leikmaðurinn Joel Embiid sást borða hamborgara á hliðarlínunni þegar stutt var í leik hjá honum í bestu körfuboltadeild í heimi. Nú er komið í ljós að við Íslendingar eigum smá hlut í þessari sögu af hamborgaraáti eins besta miðherja NBA-deildarinnar í dag. Íslenskur sjúkráþjálfari benti Vísi á þetta eftir að hann las fréttina um hamborgarát Embiid. Joel Embiid var nefnilega í meðferð hjá íslenskum sjúkraþjálfara á sama tíma og hann át hamborgarann. Sjúkraþjálfarinn heitir Einar Einarsson en hann hefur starfað í Katar síðustu ár. Joel Embiid fór einmitt í meðferð til Katar á sínum tíma þegar hann var að reyna að koma sér inn á völlinn en þessi öflugi leikmaður spilaði ekki leik á fyrstu tveimur árum sínum í NBA vegna meiðsla.Video on #Sixers center Joel Embiid returning to Qatar for more treatment on right foot: https://t.co/RFtTDhAeon#NBA@sixers29 — Tom Moore (@TomMoorePhilly) March 21, 2016 Síðan hann komst aftur inn á völlinn, meðal annars með hjálp Einars og félaga á Aspetar íþróttameiðslasjúkrahúsinu í Dóha í Katar, þá hefur Embiid sýnt að þar fer stórstjarna framtíðarinnar í NBA-deildinni það er geti hann haldið sér inn á vellinum. Margir þekktir íþróttamenn leita til Aspetar til að fá góða meðhöndlun og þangað hafa farið íslenskir knattspyrnumenn eins og Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason sem dæmi. Einar Einarsson hefur síðan fylgt Joel Embiid eftir á þessu tímabili og oft sést meðhöndla hann í kringum leiki Philadelphia 76ers. Einar var að nudda fæturnar á Joel Embiid í myndbandi ESPN en það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.Burger Foot rub @JoelEmbiid is out here living his best life. pic.twitter.com/OB91CP8WKs — ESPN (@espn) February 26, 2018 Einar Einarsson er gamall knattspyrnumaður sjálfur en hann lék með Víkingi, KA og Leiftri í efstu deild á Íslandi og á að baki 72 leiki í A-deildinni. Hann spilaði stærsta hluta ferils síns með Víkingi þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil. NBA Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Það vakti nokkra athygli fyrr í vikunni þegar NBA-leikmaðurinn Joel Embiid sást borða hamborgara á hliðarlínunni þegar stutt var í leik hjá honum í bestu körfuboltadeild í heimi. Nú er komið í ljós að við Íslendingar eigum smá hlut í þessari sögu af hamborgaraáti eins besta miðherja NBA-deildarinnar í dag. Íslenskur sjúkráþjálfari benti Vísi á þetta eftir að hann las fréttina um hamborgarát Embiid. Joel Embiid var nefnilega í meðferð hjá íslenskum sjúkraþjálfara á sama tíma og hann át hamborgarann. Sjúkraþjálfarinn heitir Einar Einarsson en hann hefur starfað í Katar síðustu ár. Joel Embiid fór einmitt í meðferð til Katar á sínum tíma þegar hann var að reyna að koma sér inn á völlinn en þessi öflugi leikmaður spilaði ekki leik á fyrstu tveimur árum sínum í NBA vegna meiðsla.Video on #Sixers center Joel Embiid returning to Qatar for more treatment on right foot: https://t.co/RFtTDhAeon#NBA@sixers29 — Tom Moore (@TomMoorePhilly) March 21, 2016 Síðan hann komst aftur inn á völlinn, meðal annars með hjálp Einars og félaga á Aspetar íþróttameiðslasjúkrahúsinu í Dóha í Katar, þá hefur Embiid sýnt að þar fer stórstjarna framtíðarinnar í NBA-deildinni það er geti hann haldið sér inn á vellinum. Margir þekktir íþróttamenn leita til Aspetar til að fá góða meðhöndlun og þangað hafa farið íslenskir knattspyrnumenn eins og Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason sem dæmi. Einar Einarsson hefur síðan fylgt Joel Embiid eftir á þessu tímabili og oft sést meðhöndla hann í kringum leiki Philadelphia 76ers. Einar var að nudda fæturnar á Joel Embiid í myndbandi ESPN en það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.Burger Foot rub @JoelEmbiid is out here living his best life. pic.twitter.com/OB91CP8WKs — ESPN (@espn) February 26, 2018 Einar Einarsson er gamall knattspyrnumaður sjálfur en hann lék með Víkingi, KA og Leiftri í efstu deild á Íslandi og á að baki 72 leiki í A-deildinni. Hann spilaði stærsta hluta ferils síns með Víkingi þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil.
NBA Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira