NBA: Westbrook með þrennu í fimmta leiknum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2018 07:30 Russell Westbrook. Vísir/Getty Ellefu leikja sigurganga Toronto Raptors í NBA-deildinni endaði í nótt en það þurfti ofurhetju tölfræði frá Russell Westbrook til að enda hana. Portland Trail Blazers vann sinn þrettánda leik í röð og Houston Rockets sinn 26. sigur í 28 síðustu leikjum.Russell Westbrook var með 37 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst þegar Oklahoma City Thunder sótti sigur til Kanada eftir 132-125 sigur á heimamönnum í Toronto Raptors sem voru fyrir leikinn búnir að vinna ellefu leiki í röð. Steven Adams var með 25 stig í leiknum. Paul George skoraði 22 stig og Carmelo Anthony bætti við fimmtán stigum í sjötta sigurleik Oklahoma City í röð en það var Russell Westbrook sem tók leikinn yfir í lokin og sá öðrum fremur til þess að liðið vann. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 24 stig en Kyle Lowry var með 22 stig og 10 stoðsendingar. Hvorugur þeirra kláraði þó leikinn því Kyle Lowry fékk sex villur og DeRozan var rekinn út úr húsi í blálokin ásamt Serge Ibaka og þjálfaranum Dwane Casey. DeMar DeRozan var alveg brjálaður þegar hann fékk ekki dæmda augljósa villu þegar hann keyrði á körfuna 30 sekúndum fyrir leikslok þegar Toronto liðið var aðeins tveimur stigum undir. Ekkert var dæmt og stjarna Toronto missti algjörlega hausinn.Anthony Davis fór fyrir sigri New Orleans Pelicans á meiðslarhjáðu liði Boston Celtics. Pelíkanarnir unnu örugglega 108-89 á heimavelli sínum í New Orleans og Davis var með 34 stig og 11 fráköst í leikmnum. Cheick Diallo skoraði 17 stig, eða það mesta sem hann hefur skorað í leik á tímabilinu og Nikola Mirotic var með 16 stig. Jayson Tatum skoraði mest fyrir Boston eða 23 stig en liðið lék án bæði Kyrie Irving og Marcus Smart. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Leikurinn var jafn og spennandi fram í fjórða leikhluta þegar New Orleans Pelicans liðið náði 22-6 spretti og gerði út um leikinn. Anthony Davis endaði þann kafla með því að koma liðinu í 106-85 þegar aðeins 3:35 voru eftir.James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann Minnesota Timberwolves 129-120. Þetta var 26. sigur Houston liðsins í 28 leikjum. Houston náði mest 25 stiga forystu í leiknum en Minnesota náði að minnka forskotið niður í fimm stig í lokin. Harden skoraði ellefu stig á síðustu sjö mínútum leiksins þar á meðal þriggja stiga körfu 58 sekúndum fyrir leikslok sem innsiglaði sigurinn.Damian Lillard skoraði 23 stig fyrir Portland Trail Blazers í 122-109 útisigri á Los Angeles Clippers en þetta var þrettándi sigur liðsins í röð. Það voru alls fimm leikmenn Portland sem skoruðu tíu stig eða meira en Maurice Harkness var með 21 stig, Jusuf Nurkic skoraði 17 stig og tók 12 fráköst og Al-Farouq Aminu skoraði 16 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 109-122 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 120-129 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 108-89 Toronto Raptors - Oklahoma City Thunder 125-132 NBA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Ellefu leikja sigurganga Toronto Raptors í NBA-deildinni endaði í nótt en það þurfti ofurhetju tölfræði frá Russell Westbrook til að enda hana. Portland Trail Blazers vann sinn þrettánda leik í röð og Houston Rockets sinn 26. sigur í 28 síðustu leikjum.Russell Westbrook var með 37 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst þegar Oklahoma City Thunder sótti sigur til Kanada eftir 132-125 sigur á heimamönnum í Toronto Raptors sem voru fyrir leikinn búnir að vinna ellefu leiki í röð. Steven Adams var með 25 stig í leiknum. Paul George skoraði 22 stig og Carmelo Anthony bætti við fimmtán stigum í sjötta sigurleik Oklahoma City í röð en það var Russell Westbrook sem tók leikinn yfir í lokin og sá öðrum fremur til þess að liðið vann. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 24 stig en Kyle Lowry var með 22 stig og 10 stoðsendingar. Hvorugur þeirra kláraði þó leikinn því Kyle Lowry fékk sex villur og DeRozan var rekinn út úr húsi í blálokin ásamt Serge Ibaka og þjálfaranum Dwane Casey. DeMar DeRozan var alveg brjálaður þegar hann fékk ekki dæmda augljósa villu þegar hann keyrði á körfuna 30 sekúndum fyrir leikslok þegar Toronto liðið var aðeins tveimur stigum undir. Ekkert var dæmt og stjarna Toronto missti algjörlega hausinn.Anthony Davis fór fyrir sigri New Orleans Pelicans á meiðslarhjáðu liði Boston Celtics. Pelíkanarnir unnu örugglega 108-89 á heimavelli sínum í New Orleans og Davis var með 34 stig og 11 fráköst í leikmnum. Cheick Diallo skoraði 17 stig, eða það mesta sem hann hefur skorað í leik á tímabilinu og Nikola Mirotic var með 16 stig. Jayson Tatum skoraði mest fyrir Boston eða 23 stig en liðið lék án bæði Kyrie Irving og Marcus Smart. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Leikurinn var jafn og spennandi fram í fjórða leikhluta þegar New Orleans Pelicans liðið náði 22-6 spretti og gerði út um leikinn. Anthony Davis endaði þann kafla með því að koma liðinu í 106-85 þegar aðeins 3:35 voru eftir.James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann Minnesota Timberwolves 129-120. Þetta var 26. sigur Houston liðsins í 28 leikjum. Houston náði mest 25 stiga forystu í leiknum en Minnesota náði að minnka forskotið niður í fimm stig í lokin. Harden skoraði ellefu stig á síðustu sjö mínútum leiksins þar á meðal þriggja stiga körfu 58 sekúndum fyrir leikslok sem innsiglaði sigurinn.Damian Lillard skoraði 23 stig fyrir Portland Trail Blazers í 122-109 útisigri á Los Angeles Clippers en þetta var þrettándi sigur liðsins í röð. Það voru alls fimm leikmenn Portland sem skoruðu tíu stig eða meira en Maurice Harkness var með 21 stig, Jusuf Nurkic skoraði 17 stig og tók 12 fráköst og Al-Farouq Aminu skoraði 16 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 109-122 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 120-129 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 108-89 Toronto Raptors - Oklahoma City Thunder 125-132
NBA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira