Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2018 07:39 Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar. Vísir/AFP Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. Í frétt BBC segir að brottrekstur McCabe beri upp aðeins tveimur dögum áður en hann hugðist fara á eftirlaun. McGabe var rekinn af dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions. Sessions segir ákvörðunina hafa verið tekna eftir viðamikla innri rannsókn á starfi McCabe. Þá sakar Sessions McCabe um að hafa lekið upplýsingum í fjölmiðla án leyfis, auk þess sem hann hafi ekki sýnt af sér þann heiðarleika og ábyrgð sem krafist er af aðstoðarforstjóra FBI. Sjálfur er McCabe óánægður með ráðahaginn og segir brottreksturinn byggðan á rangfærslum. Þá vill hann meina að um sé að ráða árás á trúverðugleika sinn. „Þetta er mismunun gagnvart mér vegna aðkomu minnar, gjörða minna og þess sem ég varð vitni að í kjölfar brottreksturs James Comey [fyrrverandi forstjóra FBI],“ sagði McCabe í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Bandaríkjaforseti rak Comey í maí í fyrra vegna aðkomu þess síðarnefnda að rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps í forsetakosningunum 2016.JUST IN: Statement from Andrew McCabe: "I am being singled out and treated this way because of the role I played, the actions I took, and the events I witnessed in the aftermath of the firing of James Comey.” https://t.co/t2XUf57p21 pic.twitter.com/Y6uv6gZ5pA— ABC News (@ABC) March 17, 2018 McCabe sagði óvænt af sér störfum í janúar síðastliðnum. Hann hafði verið starfandi forstjóri FBI eftir að Comey var rekinn og þangað til nýr forstjóri var skipaður í ágúst. McCabe varð miðpunktur gagnrýni Trump á aðkomu FBI á rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegrar aðkomu forsetaframboðs Trump. Hafði forsetinn ítrekað sakað McCabe um hlutdrægni. Trump tjáði sig um brottrekstur McCabe á Twitter-reikningi sínum og sagði um að ræða „frábæran dag fyrir hina duglegu starfsmenn FBI.“ Þá hélt forsetinn því fram að McCabe hefði verið meðvitaður um „lygar og spillingu“ í efstu lögum alríkislögreglunnar.Andrew McCabe FIRED, a great day for the hard working men and women of the FBI - A great day for Democracy. Sanctimonious James Comey was his boss and made McCabe look like a choirboy. He knew all about the lies and corruption going on at the highest levels of the FBI!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2018 Bandaríkin Tengdar fréttir Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Næstráðandi FBI hættir óvænt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag. 29. janúar 2018 19:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. Í frétt BBC segir að brottrekstur McCabe beri upp aðeins tveimur dögum áður en hann hugðist fara á eftirlaun. McGabe var rekinn af dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions. Sessions segir ákvörðunina hafa verið tekna eftir viðamikla innri rannsókn á starfi McCabe. Þá sakar Sessions McCabe um að hafa lekið upplýsingum í fjölmiðla án leyfis, auk þess sem hann hafi ekki sýnt af sér þann heiðarleika og ábyrgð sem krafist er af aðstoðarforstjóra FBI. Sjálfur er McCabe óánægður með ráðahaginn og segir brottreksturinn byggðan á rangfærslum. Þá vill hann meina að um sé að ráða árás á trúverðugleika sinn. „Þetta er mismunun gagnvart mér vegna aðkomu minnar, gjörða minna og þess sem ég varð vitni að í kjölfar brottreksturs James Comey [fyrrverandi forstjóra FBI],“ sagði McCabe í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Bandaríkjaforseti rak Comey í maí í fyrra vegna aðkomu þess síðarnefnda að rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps í forsetakosningunum 2016.JUST IN: Statement from Andrew McCabe: "I am being singled out and treated this way because of the role I played, the actions I took, and the events I witnessed in the aftermath of the firing of James Comey.” https://t.co/t2XUf57p21 pic.twitter.com/Y6uv6gZ5pA— ABC News (@ABC) March 17, 2018 McCabe sagði óvænt af sér störfum í janúar síðastliðnum. Hann hafði verið starfandi forstjóri FBI eftir að Comey var rekinn og þangað til nýr forstjóri var skipaður í ágúst. McCabe varð miðpunktur gagnrýni Trump á aðkomu FBI á rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegrar aðkomu forsetaframboðs Trump. Hafði forsetinn ítrekað sakað McCabe um hlutdrægni. Trump tjáði sig um brottrekstur McCabe á Twitter-reikningi sínum og sagði um að ræða „frábæran dag fyrir hina duglegu starfsmenn FBI.“ Þá hélt forsetinn því fram að McCabe hefði verið meðvitaður um „lygar og spillingu“ í efstu lögum alríkislögreglunnar.Andrew McCabe FIRED, a great day for the hard working men and women of the FBI - A great day for Democracy. Sanctimonious James Comey was his boss and made McCabe look like a choirboy. He knew all about the lies and corruption going on at the highest levels of the FBI!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2018
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Næstráðandi FBI hættir óvænt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag. 29. janúar 2018 19:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Næstráðandi FBI hættir óvænt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag. 29. janúar 2018 19:01