Seldist upp á Björk á örfáum mínútum og aukatónleikar tilkynntir strax Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2018 16:30 Björk er þekktasti listamaður Íslendinga og Íslendingar virðast elska hana. Það seldist upp á tónleika Bjarkar þann 12. apríl á örfáum mínútum í dag og í kjölfarið var strax ákveðið að halda aukatónleika mánudaginn 9. apríl. Miðasala á tónleikana hefst á mánudaginn klukkan 12 og fer hún frá á tix.is. Fram kemur í tilkynningu frá Björk að ekki verði hægt að koma fyrir fleiri tónleikum að þessu sinni á Íslandi. Björk byrjar því tónleikaferðlag sitt um heiminn í Háskólabíó dagana 9. og 12. apríl em um er að ræða generalprufu ferðalagsins þar sem afrakstur margra mánaða vinnu verður prufukeyrður í fyrsta sinn fyrir áhorfendur. Tónleikarnir eru liður í útgáfu Útópíu sem er 10. sólóplata Bjarkar en hún kom út í lok síðasta árs. Björk er án efa þekktasti listamaður Íslands fyrr og síðar. Plötur hennar hafa selst í milljónum eintaka út um allan heim og fyrir þá síðustu Vulnicura vann hún m.a. Brit verðlaunin sem besta alþjóðlega söngkonan. Hún kemur fram með sjö flautuleikurum, slagverksleikara og raftónlistarmanni. Hópurinn hefur verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur. Í Háskólabíó verður m.a. leikmynd tónleikaferðarinnar frumsýnd en hún er hönnuð af Heimi Sverrissyni og smíðuð í Irma studios. Danshöfundur er Margrét Bjarnadóttir. Þeir sem koma fram með Björk á þessari tónleikaferð eru flautuleikararnir: Melkorka Ólafsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir, Björg Brjánsdóttir, Þuríður Jónsdóttir og Emilía Rós Sigfúsdóttir. Bergur Þórisson sér um básúnuleik og raftónlist og Manu Delago um trommur og ásláttarhljóðfæri. Það mikil eftirvænting í hópnum að spila fyrstu tónleika Útópíu ferðalaginu hér á Íslandi. Tengdar fréttir Björk með tónleika í Háskólabíó í apríl Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun halda tónleika hér á landi þann 12. apríl næstkomandi. 15. mars 2018 08:32 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Það seldist upp á tónleika Bjarkar þann 12. apríl á örfáum mínútum í dag og í kjölfarið var strax ákveðið að halda aukatónleika mánudaginn 9. apríl. Miðasala á tónleikana hefst á mánudaginn klukkan 12 og fer hún frá á tix.is. Fram kemur í tilkynningu frá Björk að ekki verði hægt að koma fyrir fleiri tónleikum að þessu sinni á Íslandi. Björk byrjar því tónleikaferðlag sitt um heiminn í Háskólabíó dagana 9. og 12. apríl em um er að ræða generalprufu ferðalagsins þar sem afrakstur margra mánaða vinnu verður prufukeyrður í fyrsta sinn fyrir áhorfendur. Tónleikarnir eru liður í útgáfu Útópíu sem er 10. sólóplata Bjarkar en hún kom út í lok síðasta árs. Björk er án efa þekktasti listamaður Íslands fyrr og síðar. Plötur hennar hafa selst í milljónum eintaka út um allan heim og fyrir þá síðustu Vulnicura vann hún m.a. Brit verðlaunin sem besta alþjóðlega söngkonan. Hún kemur fram með sjö flautuleikurum, slagverksleikara og raftónlistarmanni. Hópurinn hefur verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur. Í Háskólabíó verður m.a. leikmynd tónleikaferðarinnar frumsýnd en hún er hönnuð af Heimi Sverrissyni og smíðuð í Irma studios. Danshöfundur er Margrét Bjarnadóttir. Þeir sem koma fram með Björk á þessari tónleikaferð eru flautuleikararnir: Melkorka Ólafsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir, Björg Brjánsdóttir, Þuríður Jónsdóttir og Emilía Rós Sigfúsdóttir. Bergur Þórisson sér um básúnuleik og raftónlist og Manu Delago um trommur og ásláttarhljóðfæri. Það mikil eftirvænting í hópnum að spila fyrstu tónleika Útópíu ferðalaginu hér á Íslandi.
Tengdar fréttir Björk með tónleika í Háskólabíó í apríl Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun halda tónleika hér á landi þann 12. apríl næstkomandi. 15. mars 2018 08:32 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Björk með tónleika í Háskólabíó í apríl Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun halda tónleika hér á landi þann 12. apríl næstkomandi. 15. mars 2018 08:32