Lektor vandar Errea ekki kveðjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. mars 2018 05:38 Linda Björg Árnadóttir segir íþróttavöruframleiðandann hafa ætlað sér að halda hönnunarsamkeppni vegna nýju landsliðstreyjunnar og greiða 100 þúsund krónur fyrir vinningstillöguna. Upphæðin sé niðurlægjandi fyrir hönnuði. VÍSIR/VILHELM Ítalski íþróttavöruframleiðandinn Errea hafði í hyggju að halda hönnunarsamkeppni þar sem Íslendingar gætu kosið um útlit nýja landsliðsbúningsins í knattspyrnu, sem kynntur var í gær. Úr því varð þó ekki en Linda Björg Árnadóttir, textílhönnuður og lektor í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, segir að Errea hafi ætlað sér að greiða 100 þúsund krónur fyrir vinningstillöguna. Linda segir upphæðina „niðurlægjandi fyrir hönnuði.“ Hin nýja treyja íslensku landsliðanna í knattspyrnu var kynnt í gær og fylgdust þúsundir Íslendinga spenntir með beinni útsendingu frá viðburðinum. Nokkur ánægja virðist vera með treyjuna ef marka má óformlega könnun Vísis, rúmlega helmingur aðspurðra segist kátur með hönnunina. Hönnuðurinn að baki treyjunni er ítalskur starfsmaður Errea og því ljóst að öllum hugmyndum um hönnunarsamkeppni var stungið undir stól. Ef marka má lektorinn virðast þær þó hafa verið komnar í ferli. Á Facebook-síðu sinni segir Linda að Errea hafi fengið hana til að skrifa samkeppnislýsingu og velja hönnuði til að taka þátt í samkeppninni. Hún hafi því haft samband við þrjá hönnuði sem að hennar sögn hafa allir komið að hönnun íþróttafatnaðar, en það ku vera heilmikil vinna. Því hafi Lindu ekki verið skemmt þegar Errea tjáði henni að greiddar yrðu 100 þúsund krónur fyrir vinningstillöguna og 30 þúsund fyrir aðrar innsendar tillögur.Sjá einnig: „Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“„Ég mótmælti þessum upphæðum sem mér fannst niðurlægjandi fyrir hönnuði og á endanum hækkaði fyrirtækið upphæðirnar í 150/50 þús,“ segir Linda sem hafði sent út formlega boð til viðkomandi hönnuða um þátttöku í samkeppninni. Að hennar sögn sendi hið minnsta einn hönnuður inn tillögu en hún þekki þó ekki til heildarfjölda tillagna.Treyjurnar eru hönnun ítalsks starfsmann Errea.Vísir„[Ég] læt mér detta í hug að einhverjir hafi ekki skilað inn vegna þess hve upphæðir voru lágar,“ segir Linda sem furðar sig á því að ekki sé „hægt að greiða hönnuðum fyrir vinnu sína.“ Hún segist mjög svekkt út í íslensk fótboltayfirvöld vegna málsins og fleiri virðast deila þeirri kergju með henni, ef marka má viðbrögðin við Facebook-færslu hennar. Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason segir til að mynda að um „fáránlegar upphæðir“ sé að ræða og tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er jafn gáttaður. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, leggur jafnframt orð í belg og segir að hönnuðir eigi einfaldlega ekki að taka þátt í keppnum þar sem greiðslur eru lágar. „Samkeppnir eru og eiga alltaf að vera dýrari leið til að fá niðurstöðu heldur en að leita til eins hönnuðar,“ segir Halla og vísar til samkeppnisregla sem Hönnunarmiðstöð hefur látið útbua. „ Í þeim keppnum eru verðlaun oft á bilinu 1-2 milljónir enda eru margir fagmenn kallaðir til leiks og samkeppnir oftast leið til að beina sjónum að ákveðnu viðfangsefni og vekja umtal,“ bætir framkvæmdastjórinn og segir að það hefði verið „mjög áhugavert ef Knattspyrnusamband Íslands hefði nálgast þetta verkefni af sama stórhug og annað sem varðar þátttöku Ísland í EM og HM.“ Að sama skapi hefði henni þótt mjög við hæfi að kynna íslenskan landsliðsbúning á HönnunarMars, sem fer fram þessa dagana í tíunda skipti. Vísir hefur sent fyrirspurn á Þorvald Ólafsson, eiganda Errea á Íslandi, vegna málsins. Færslu Lindu má sjá hér að neðan HM 2018 í Rússlandi HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 „Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00 Twitter um treyjuna: „Landsliðsbúningurinn er eins og barnið manns, verður að eiga það“ Nýi landsliðsbúningurinn sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun klæðast í Rússlandi í sumar var afhjúpaður með athöfn í Laugardalnum í dag. 15. mars 2018 16:13 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Ítalski íþróttavöruframleiðandinn Errea hafði í hyggju að halda hönnunarsamkeppni þar sem Íslendingar gætu kosið um útlit nýja landsliðsbúningsins í knattspyrnu, sem kynntur var í gær. Úr því varð þó ekki en Linda Björg Árnadóttir, textílhönnuður og lektor í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, segir að Errea hafi ætlað sér að greiða 100 þúsund krónur fyrir vinningstillöguna. Linda segir upphæðina „niðurlægjandi fyrir hönnuði.“ Hin nýja treyja íslensku landsliðanna í knattspyrnu var kynnt í gær og fylgdust þúsundir Íslendinga spenntir með beinni útsendingu frá viðburðinum. Nokkur ánægja virðist vera með treyjuna ef marka má óformlega könnun Vísis, rúmlega helmingur aðspurðra segist kátur með hönnunina. Hönnuðurinn að baki treyjunni er ítalskur starfsmaður Errea og því ljóst að öllum hugmyndum um hönnunarsamkeppni var stungið undir stól. Ef marka má lektorinn virðast þær þó hafa verið komnar í ferli. Á Facebook-síðu sinni segir Linda að Errea hafi fengið hana til að skrifa samkeppnislýsingu og velja hönnuði til að taka þátt í samkeppninni. Hún hafi því haft samband við þrjá hönnuði sem að hennar sögn hafa allir komið að hönnun íþróttafatnaðar, en það ku vera heilmikil vinna. Því hafi Lindu ekki verið skemmt þegar Errea tjáði henni að greiddar yrðu 100 þúsund krónur fyrir vinningstillöguna og 30 þúsund fyrir aðrar innsendar tillögur.Sjá einnig: „Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“„Ég mótmælti þessum upphæðum sem mér fannst niðurlægjandi fyrir hönnuði og á endanum hækkaði fyrirtækið upphæðirnar í 150/50 þús,“ segir Linda sem hafði sent út formlega boð til viðkomandi hönnuða um þátttöku í samkeppninni. Að hennar sögn sendi hið minnsta einn hönnuður inn tillögu en hún þekki þó ekki til heildarfjölda tillagna.Treyjurnar eru hönnun ítalsks starfsmann Errea.Vísir„[Ég] læt mér detta í hug að einhverjir hafi ekki skilað inn vegna þess hve upphæðir voru lágar,“ segir Linda sem furðar sig á því að ekki sé „hægt að greiða hönnuðum fyrir vinnu sína.“ Hún segist mjög svekkt út í íslensk fótboltayfirvöld vegna málsins og fleiri virðast deila þeirri kergju með henni, ef marka má viðbrögðin við Facebook-færslu hennar. Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason segir til að mynda að um „fáránlegar upphæðir“ sé að ræða og tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er jafn gáttaður. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, leggur jafnframt orð í belg og segir að hönnuðir eigi einfaldlega ekki að taka þátt í keppnum þar sem greiðslur eru lágar. „Samkeppnir eru og eiga alltaf að vera dýrari leið til að fá niðurstöðu heldur en að leita til eins hönnuðar,“ segir Halla og vísar til samkeppnisregla sem Hönnunarmiðstöð hefur látið útbua. „ Í þeim keppnum eru verðlaun oft á bilinu 1-2 milljónir enda eru margir fagmenn kallaðir til leiks og samkeppnir oftast leið til að beina sjónum að ákveðnu viðfangsefni og vekja umtal,“ bætir framkvæmdastjórinn og segir að það hefði verið „mjög áhugavert ef Knattspyrnusamband Íslands hefði nálgast þetta verkefni af sama stórhug og annað sem varðar þátttöku Ísland í EM og HM.“ Að sama skapi hefði henni þótt mjög við hæfi að kynna íslenskan landsliðsbúning á HönnunarMars, sem fer fram þessa dagana í tíunda skipti. Vísir hefur sent fyrirspurn á Þorvald Ólafsson, eiganda Errea á Íslandi, vegna málsins. Færslu Lindu má sjá hér að neðan
HM 2018 í Rússlandi HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 „Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00 Twitter um treyjuna: „Landsliðsbúningurinn er eins og barnið manns, verður að eiga það“ Nýi landsliðsbúningurinn sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun klæðast í Rússlandi í sumar var afhjúpaður með athöfn í Laugardalnum í dag. 15. mars 2018 16:13 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30
„Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00
Twitter um treyjuna: „Landsliðsbúningurinn er eins og barnið manns, verður að eiga það“ Nýi landsliðsbúningurinn sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun klæðast í Rússlandi í sumar var afhjúpaður með athöfn í Laugardalnum í dag. 15. mars 2018 16:13