Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Sveinn Arnarsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Fyrirkomulag strandveiða hefur lítið breyst frá árinu 2009. Meiri afli hefur farið inn í kerfið en tekjur sjómanna hins vegar minnkað á sama tíma. Hilmar Thorarensen gerir út frá Gjögri í Árneshreppi á Ströndum Vísir/Stefán Staða strandveiða fyrir árið 2018 er óljósari en nokkru sinni áður samkvæmt skýrslu Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Á meðan afli til veiðanna hefur verið aukinn um nærri 150 prósent hefur bátunum ekki fjölgað í takt. Afurðaverð hefur haft þau áhrif að meðafli skilar sér mun minna en áður til hafnar sem gæti bent til aukins brottkasts í kerfinu. Sjávarútvegsmiðstöð HA vann akýrsluna fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Hún sýnir miklar brotalamir í kerfi strandveiða og að gæðum samfélagsins, í þessu tilviki aflamarki, sé ráðstafað með litlum árangri og að strandveiðar beri ýmis merki þess að vera svokölluð „hobbýsjómennska“. Í lok september í fyrra lauk níunda strandveiðisumrinu á Íslandi. Á þessum tíma hefur afli, sem farið hefur inn í kerfið, aukist úr 3.900 þorskígildistonnum í heil 9.760 tonn án þess að hið opinbera skoði hvernig nýtingin á þeim gæðum hafi verið fyrr en nú. Bátum hefur þó ekki fjölgað í takt við aukinn afla og afkoma strandveiðimanna hefur heldur ekki batnað í takt við auknar aflaheimildir. Strandveiðum var ætlað að stuðla að nýliðun og vera einhvers konar brú fyrir nýliða inn í aflamarkskerfið, þeir keyptu sér aflaheimildir og kæmust á skrið í greininni. Af skýrslunni að dæma hefur þetta markmið ekki náðst að neinu marki. „Vega þarf og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir, þar með talið strandveiða, með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun,“ segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Mikilvæg eða klúðursleg „Skýrslan er mikilvægt innlegg í þá vinnu sem mælt er fyrir um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Sá hluti þeirrar vinnu sem snýr að strandveiðum þarf að taka mið af þessum niðurstöðum. Að mínu mati þarf sérstaklega að skoða nýliðun í greininni og nýtingu á hráefni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hinn dæmigerði strandveiðisjó- maður er karlmaður yfir 50 ára aldri, gerir út á bátnum sínum einn í áhöfn og með 4 rúllur um borð og hefur milljón krónur upp úr krafsinu yfir heilt sumar að mati skýrsluhöfunda. Axel Helgason, formaður Félags smábátaeigenda, gefur lítið fyrir þessa skýrslu. „Hún er frekar klúðurslega unnin og ég hnýt um margt í henni sem er ekki rétt farið með. Þetta slær mig sem einhvers konar atvinnusköpun fyrir háskólanema,“ segir Axel. „En það er bent á góða hluti þarna, meðal annars að hægt er að bæta kerfið með sóknardagakerfi. Það gekk ekki hjá síðasta ráðherra en við erum vongóðir um að það breytist núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Staða strandveiða fyrir árið 2018 er óljósari en nokkru sinni áður samkvæmt skýrslu Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Á meðan afli til veiðanna hefur verið aukinn um nærri 150 prósent hefur bátunum ekki fjölgað í takt. Afurðaverð hefur haft þau áhrif að meðafli skilar sér mun minna en áður til hafnar sem gæti bent til aukins brottkasts í kerfinu. Sjávarútvegsmiðstöð HA vann akýrsluna fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Hún sýnir miklar brotalamir í kerfi strandveiða og að gæðum samfélagsins, í þessu tilviki aflamarki, sé ráðstafað með litlum árangri og að strandveiðar beri ýmis merki þess að vera svokölluð „hobbýsjómennska“. Í lok september í fyrra lauk níunda strandveiðisumrinu á Íslandi. Á þessum tíma hefur afli, sem farið hefur inn í kerfið, aukist úr 3.900 þorskígildistonnum í heil 9.760 tonn án þess að hið opinbera skoði hvernig nýtingin á þeim gæðum hafi verið fyrr en nú. Bátum hefur þó ekki fjölgað í takt við aukinn afla og afkoma strandveiðimanna hefur heldur ekki batnað í takt við auknar aflaheimildir. Strandveiðum var ætlað að stuðla að nýliðun og vera einhvers konar brú fyrir nýliða inn í aflamarkskerfið, þeir keyptu sér aflaheimildir og kæmust á skrið í greininni. Af skýrslunni að dæma hefur þetta markmið ekki náðst að neinu marki. „Vega þarf og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir, þar með talið strandveiða, með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun,“ segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Mikilvæg eða klúðursleg „Skýrslan er mikilvægt innlegg í þá vinnu sem mælt er fyrir um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Sá hluti þeirrar vinnu sem snýr að strandveiðum þarf að taka mið af þessum niðurstöðum. Að mínu mati þarf sérstaklega að skoða nýliðun í greininni og nýtingu á hráefni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hinn dæmigerði strandveiðisjó- maður er karlmaður yfir 50 ára aldri, gerir út á bátnum sínum einn í áhöfn og með 4 rúllur um borð og hefur milljón krónur upp úr krafsinu yfir heilt sumar að mati skýrsluhöfunda. Axel Helgason, formaður Félags smábátaeigenda, gefur lítið fyrir þessa skýrslu. „Hún er frekar klúðurslega unnin og ég hnýt um margt í henni sem er ekki rétt farið með. Þetta slær mig sem einhvers konar atvinnusköpun fyrir háskólanema,“ segir Axel. „En það er bent á góða hluti þarna, meðal annars að hægt er að bæta kerfið með sóknardagakerfi. Það gekk ekki hjá síðasta ráðherra en við erum vongóðir um að það breytist núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent