Beyoncé og Jay-Z ætla aftur í tónleikaferðalag Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2018 18:54 Beyoncé og Jay-Z á tónleikum árið 2016. Vísir/Getty Beyoncé og Jay-Z tilkynntu í dag um væntanlegt tónleikaferðalag undir yfirskriftinni „On the Run II“ sem hleypt verður af stokkunum í sumar. Um er að ræða annað sameiginlegt tónleikaferðalag hjónanna. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Cardiff, höfuðborg Wales, þann 6. júní næstkomandi að því er fram kemur í frétt Variety. Þá mun miðasala hefjast mánudaginn 19. mars samkvæmt fréttatilkynningu frá aðstandendum tónleikaferðalagsins. Beyoncé og Jay-Z munu koma víða við en þau hyggjast fyrst þræða stórborgir Evrópu og halda svo yfir til Bandaríkjanna. Fyrstu fréttir bárust af fyrirhuguðu tónleikaferðalagi í síðustu viku, að því er virðist fyrir mistök, en tilkynningum um tónleikana var eytt í snarhasti af Facebook-síðu Beyoncé. Hjónin héldu í sameiginlegt tónleikaferðalag árið 2014, þá einnig undir yfirskriftinni „On the Run“, við góðar undirtektir. Hjónaband Beyoncé og Jay-Z hefur enn fremur verið til umfjöllunar síðustu misseri eftir að nýjasta plata hinnar fyrrnefndu, Lemonade, kom út árið 2016. Beyoncé virðist þar syngja um framhjáhald Jay-Z en hann viðurkenndi síðar að hafa verið ótrúr eiginkonu sinni.Hér að neðan má sjá lagið Young Forever/Halo í flutningi Beyoncé og Jay-Z á tónleikaferðalagi þeirra árið 2014. Tónlist Tengdar fréttir Jay-Z viðurkennir að hafa haldið framhjá Beyonce Rapparinn Jay-Z hefur nú viðurkennt að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni Beyonce en hann tjáir sig um málið í viðtalið við New York Times Style. 30. nóvember 2017 10:30 Beyonce syngur á frönsku og spænsku í nýju lagi Allur ágóði af sölu lagsins fer til uppbygingar í Mexíkó og Karíbahafinu. 29. september 2017 08:25 Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Stjörnuparið á nú von á tvíburum á næstu mánuðum. 4. apríl 2017 20:00 Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Beyoncé og Jay-Z tilkynntu í dag um væntanlegt tónleikaferðalag undir yfirskriftinni „On the Run II“ sem hleypt verður af stokkunum í sumar. Um er að ræða annað sameiginlegt tónleikaferðalag hjónanna. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Cardiff, höfuðborg Wales, þann 6. júní næstkomandi að því er fram kemur í frétt Variety. Þá mun miðasala hefjast mánudaginn 19. mars samkvæmt fréttatilkynningu frá aðstandendum tónleikaferðalagsins. Beyoncé og Jay-Z munu koma víða við en þau hyggjast fyrst þræða stórborgir Evrópu og halda svo yfir til Bandaríkjanna. Fyrstu fréttir bárust af fyrirhuguðu tónleikaferðalagi í síðustu viku, að því er virðist fyrir mistök, en tilkynningum um tónleikana var eytt í snarhasti af Facebook-síðu Beyoncé. Hjónin héldu í sameiginlegt tónleikaferðalag árið 2014, þá einnig undir yfirskriftinni „On the Run“, við góðar undirtektir. Hjónaband Beyoncé og Jay-Z hefur enn fremur verið til umfjöllunar síðustu misseri eftir að nýjasta plata hinnar fyrrnefndu, Lemonade, kom út árið 2016. Beyoncé virðist þar syngja um framhjáhald Jay-Z en hann viðurkenndi síðar að hafa verið ótrúr eiginkonu sinni.Hér að neðan má sjá lagið Young Forever/Halo í flutningi Beyoncé og Jay-Z á tónleikaferðalagi þeirra árið 2014.
Tónlist Tengdar fréttir Jay-Z viðurkennir að hafa haldið framhjá Beyonce Rapparinn Jay-Z hefur nú viðurkennt að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni Beyonce en hann tjáir sig um málið í viðtalið við New York Times Style. 30. nóvember 2017 10:30 Beyonce syngur á frönsku og spænsku í nýju lagi Allur ágóði af sölu lagsins fer til uppbygingar í Mexíkó og Karíbahafinu. 29. september 2017 08:25 Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Stjörnuparið á nú von á tvíburum á næstu mánuðum. 4. apríl 2017 20:00 Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Jay-Z viðurkennir að hafa haldið framhjá Beyonce Rapparinn Jay-Z hefur nú viðurkennt að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni Beyonce en hann tjáir sig um málið í viðtalið við New York Times Style. 30. nóvember 2017 10:30
Beyonce syngur á frönsku og spænsku í nýju lagi Allur ágóði af sölu lagsins fer til uppbygingar í Mexíkó og Karíbahafinu. 29. september 2017 08:25
Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Stjörnuparið á nú von á tvíburum á næstu mánuðum. 4. apríl 2017 20:00