Íslandsmet féll í Kaplakrika Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 15:46 Aníta Hinriksdóttir eftir bronsið sitt á EM innanhúss í fyrra. Hún setti mótsmet í dag og var hluti af sveit ÍR sem setti Íslandsmet. Mynd/Fésbókarsíða FRÍ Aníta Hinriksdóttir setti mótsmet í 1500 metra hlaupi í bikarkeppni FRÍ sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. Aníta, sem hleypur fyrir ÍR, sigraði keppnina í 1500 metra hlaupi á 4:34,68 mínútum sem er 25 sekúndum frá Íslandsmeti hennar í greininni. Önnur var María Birkisdóttir úr FH-A og Helga Guðný Elíasdóttir varð þriðja tæpum 20 sekúndum á eftir tíma Anítu. Boðhlaupssveit ÍR endaði daginn á því að setja Íslandsmet í 4x200 metra boðhlaupi. Þær fóru vegalengdirnar fjórar á 1:38,43 mínútu og voru rétt á undan sveit FH-A sem fór á 1:38,89. Fyrir ÍR hlupu Tiana Ósk Whitworth, Helga Margrét Haraldsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir. Í sveit FH-A voru María Rún Gunnlaugsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Melkorka Rán Hafliðadóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir. Sveit Breiðabliks varð þriðja. Íslandsmethafinn í 60m hlaupi kvenna, Tiana Ósk Whitworth úr ÍR, kom fyrst í mark í greininni á 7,62 sekúndum. Hún var aðeins 0,2 sekúndum frá Íslandsmetinu sem hún setti í byrjun árs. Andrea Torfadóttir úr FH-A var önnur á 7,71 sekúndum og Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðabliki, varð þriðja. FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann 400m hlaup kvenna á besta tíma sínum í ár, 54,26 sekúndum. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð önnur á 56,68 sekúndum og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir þriðja á 57,19, en þær settu báðar nýtt persónulegt met í hlaupinu. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR náði einnig sínum besta tíma á árinu í sömu vegalengd karlameginn þegar hann kom í mark á 48,25 sekúndum sem skilaði honum sigri. Kormákur Ari Hafliðason úr FH-A varð annar og Bjarni Anton Theódórsson þriðji. Boðsveit FH sigraði í 4x200 metra hlaupi karla. Þar hlupu Arnaldur Þór Guðmundsson, Kristófer Þorgrímsson, Dagur Andri Einarsson og Kormákur Ari Hafliðason. Þeir komu í mark á 1:29,84 mínútum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti og UMSS í því þriðja. ÍR vann stigakeppni félaganna með 103 stig. A lið FH fékk einnig 103 stig en fékk færri gullverðlaun en ÍR og varð því í öðru sæti. Breiðablik varð í þriðja sæti. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir setti mótsmet í 1500 metra hlaupi í bikarkeppni FRÍ sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. Aníta, sem hleypur fyrir ÍR, sigraði keppnina í 1500 metra hlaupi á 4:34,68 mínútum sem er 25 sekúndum frá Íslandsmeti hennar í greininni. Önnur var María Birkisdóttir úr FH-A og Helga Guðný Elíasdóttir varð þriðja tæpum 20 sekúndum á eftir tíma Anítu. Boðhlaupssveit ÍR endaði daginn á því að setja Íslandsmet í 4x200 metra boðhlaupi. Þær fóru vegalengdirnar fjórar á 1:38,43 mínútu og voru rétt á undan sveit FH-A sem fór á 1:38,89. Fyrir ÍR hlupu Tiana Ósk Whitworth, Helga Margrét Haraldsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir. Í sveit FH-A voru María Rún Gunnlaugsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Melkorka Rán Hafliðadóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir. Sveit Breiðabliks varð þriðja. Íslandsmethafinn í 60m hlaupi kvenna, Tiana Ósk Whitworth úr ÍR, kom fyrst í mark í greininni á 7,62 sekúndum. Hún var aðeins 0,2 sekúndum frá Íslandsmetinu sem hún setti í byrjun árs. Andrea Torfadóttir úr FH-A var önnur á 7,71 sekúndum og Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðabliki, varð þriðja. FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann 400m hlaup kvenna á besta tíma sínum í ár, 54,26 sekúndum. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð önnur á 56,68 sekúndum og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir þriðja á 57,19, en þær settu báðar nýtt persónulegt met í hlaupinu. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR náði einnig sínum besta tíma á árinu í sömu vegalengd karlameginn þegar hann kom í mark á 48,25 sekúndum sem skilaði honum sigri. Kormákur Ari Hafliðason úr FH-A varð annar og Bjarni Anton Theódórsson þriðji. Boðsveit FH sigraði í 4x200 metra hlaupi karla. Þar hlupu Arnaldur Þór Guðmundsson, Kristófer Þorgrímsson, Dagur Andri Einarsson og Kormákur Ari Hafliðason. Þeir komu í mark á 1:29,84 mínútum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti og UMSS í því þriðja. ÍR vann stigakeppni félaganna með 103 stig. A lið FH fékk einnig 103 stig en fékk færri gullverðlaun en ÍR og varð því í öðru sæti. Breiðablik varð í þriðja sæti.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira