Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 18:30 Á morgun mun frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins birtast á vefsíðu Alþingis. Vísir/pjetur Nýtt frumvarp til laga verður lagt fram á morgun er varðar aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf til Barnaverndarstofu um þá. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir flutningsmaður frumvarpsins mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á morgun mun frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins birtast á vefsíðu Alþingis þar sem lögð er til breyting á barnaverndarlögum og almennum hegningarlögum til að auka eftirlit með barnaníðingum. Breytingin felur í sér að ríkissaksóknari skuli láta Barnaverndarstofu vita þegar dómar falla vegna kynferðisbrots gegn börnum og fangelsismálastofnun láta vita þegar afplánun hins dæmda lýkur. Einnig að allir sem dæmdir eru fyrir barnaníð skuli samkvæmt dómsorði gangast undir áhættumat þar sem metið er hversu miklar líkur eru á að þeir brjóti af sér að nýju. Slíkt áhættumat hefur verið valkvætt hingað til. Ráðstafanir í öryggisskyni Ef veruleg hætta er talin stafa af viðkomandi eru áframhaldandi ráðstafanir gerðar í öryggisskyni og verður samstarf Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar um úrræði. „Ef að men falla undir mestu áhættu þá skuli þeir vera undir sérstöku eftirliti eftir að afplánun lýkur,“ segir Silja í samtali við fréttastofu. Með sérstöku eftirliti er átt við að hægt verði að kveða á um eftirfarandi öryggisráðstafanir í dómi. a) Skyldu til að sinna meðferð á vegum heilbrigðisstarfsmanna.b) Skyldu til að mæta í viðtöl hjá félagsþjónustu.c) Eftirlit með notkun internets og samskiptamiðla. d) Að einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og vímuefna.e) Eftirlit með heimili.f) Bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega.Silja Dögg segir frumvarpið vera tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og taka umræðuna aðeins lengra.Vísir/HannaTilraun til að taka umræðuna lengra Í þeim tilfellum þar sem kveðið er á um sérstakar öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum er viðkomandi skylt að tilkynna breyttan dvalarstað og Barnaverndarstofa getur tilkynnt viðkomandi barnavernd ef einstaklingur sem veruleg hætta er talin stafa af flytur í umdæmið. Ef einstaklingur sinnir ekki öllum þessum fyrirmælum hér að ofan geti það varðað allt að tveggja ára fangelsi. Silja telur auknar eftirlitsheimildir ekki stangast á við mannréttindalög. „Þetta kerfi hefur verið við lýði í Bretlandi eða ákveðin eða ákveðin útfærsla af því í rúm 20 ár og það hefur reynt á þetta kerfi fyrir mannréttindadómstól Evrópu í tvígang og í bæði skiptin hefur breska ríkið unnið málið.“ Silja segir umræðuna síðustu ár hafa vakið hana til umhugsunar en einnig hafi hún unnið að barnaverndarmálum þegar hún starfaði hjá lögreglunni. Hún segir að bæta þurfi verkferla víða og að lagaleg umgjörð sé nú ekki nógu sterk. „Þetta frumvarp er tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og svona taka umræðuna aðeins lengra og vonandi náum við einhverjum framförum þarna.“ Alþingi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Nýtt frumvarp til laga verður lagt fram á morgun er varðar aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf til Barnaverndarstofu um þá. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir flutningsmaður frumvarpsins mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á morgun mun frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins birtast á vefsíðu Alþingis þar sem lögð er til breyting á barnaverndarlögum og almennum hegningarlögum til að auka eftirlit með barnaníðingum. Breytingin felur í sér að ríkissaksóknari skuli láta Barnaverndarstofu vita þegar dómar falla vegna kynferðisbrots gegn börnum og fangelsismálastofnun láta vita þegar afplánun hins dæmda lýkur. Einnig að allir sem dæmdir eru fyrir barnaníð skuli samkvæmt dómsorði gangast undir áhættumat þar sem metið er hversu miklar líkur eru á að þeir brjóti af sér að nýju. Slíkt áhættumat hefur verið valkvætt hingað til. Ráðstafanir í öryggisskyni Ef veruleg hætta er talin stafa af viðkomandi eru áframhaldandi ráðstafanir gerðar í öryggisskyni og verður samstarf Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar um úrræði. „Ef að men falla undir mestu áhættu þá skuli þeir vera undir sérstöku eftirliti eftir að afplánun lýkur,“ segir Silja í samtali við fréttastofu. Með sérstöku eftirliti er átt við að hægt verði að kveða á um eftirfarandi öryggisráðstafanir í dómi. a) Skyldu til að sinna meðferð á vegum heilbrigðisstarfsmanna.b) Skyldu til að mæta í viðtöl hjá félagsþjónustu.c) Eftirlit með notkun internets og samskiptamiðla. d) Að einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og vímuefna.e) Eftirlit með heimili.f) Bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega.Silja Dögg segir frumvarpið vera tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og taka umræðuna aðeins lengra.Vísir/HannaTilraun til að taka umræðuna lengra Í þeim tilfellum þar sem kveðið er á um sérstakar öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum er viðkomandi skylt að tilkynna breyttan dvalarstað og Barnaverndarstofa getur tilkynnt viðkomandi barnavernd ef einstaklingur sem veruleg hætta er talin stafa af flytur í umdæmið. Ef einstaklingur sinnir ekki öllum þessum fyrirmælum hér að ofan geti það varðað allt að tveggja ára fangelsi. Silja telur auknar eftirlitsheimildir ekki stangast á við mannréttindalög. „Þetta kerfi hefur verið við lýði í Bretlandi eða ákveðin eða ákveðin útfærsla af því í rúm 20 ár og það hefur reynt á þetta kerfi fyrir mannréttindadómstól Evrópu í tvígang og í bæði skiptin hefur breska ríkið unnið málið.“ Silja segir umræðuna síðustu ár hafa vakið hana til umhugsunar en einnig hafi hún unnið að barnaverndarmálum þegar hún starfaði hjá lögreglunni. Hún segir að bæta þurfi verkferla víða og að lagaleg umgjörð sé nú ekki nógu sterk. „Þetta frumvarp er tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og svona taka umræðuna aðeins lengra og vonandi náum við einhverjum framförum þarna.“
Alþingi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira