Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð Sveinn Arnarsson skrifar 26. mars 2018 06:00 Séra Ólafur er sóknarprestur í Grensáskirkju. Ólíklegt er að hann snúi aftur til starfa í bráð. Vísir/EYÞór Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur áfrýjað málunum tveimur þar sem hann var fundinn sekur um að hafa framið siðferðisbrot í skilningi þjóðkirkjulaga til áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Að mati lögmanns Ólafs vaknar sú spurning hvort ein kæran sé runnin undan rifjum biskups, prófasts eða öðrum vinkonum í kirkjunni sem vilji fella séra Ólaf.Fimm konur kærðu Ólaf á haustmánuðum fyrir kynferðislega áreitni á kirkjulegum vettvangi. Biskup tók hart á málinu og sendi Ólaf í launað leyfi sem enn er í gildi og var framlengt í síðustu viku. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, er afar vonsvikinn yfir vinnubrögðum biskups. „Biskup sendir séra Ólaf í leyfi vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Úrskurðarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynferðislegt ofbeldi að ræða. Því eru ekki rök fyrir því að framlengja það leyfi á þeim forsendum,“ segir Einar Gautur. Í bréfi Einars Gauts til áfrýjunarnefndarinnar í einu málinu vitnar hann til samskipta konunnar við Ólaf. Meðal gagna eru þrjú jólakort, árin 2012, 2015 og 2016, þar sem konan talar vel til Ólafs og sendir honum „þúsund kossa“ eins og stendur í jólakortunum. Á það að vera til vitnis um góðan anda milli þeirra og geta bent til þess að ákæran sé ekki af heilum hug komin.Sjá einnig: Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti „Að mati áfrýjanda eru allar þessar kveðjur í stíl við áralöng samskipti gagnaðila við hann en kæra gagnaðila er algjörlega á skjön við þau samskipti sem hafa aldrei falið í sér einhliða markaleysi, valdbeitingu eða ógnun,“ skrifar Einar Gautur. Einnig telur Einar Gautur að konurnar hafi samhæft atvikalýsingu að einhverju leyti. Ásakanir kvennanna eru allar keimlíkar, um að sóknarpresturinn hafi sleikt og nartað í eyrnasnepla þeirra. Séra Ólafur þvertekur fyrir að hafa viðhaft það hátterni. „Áfrýjandi kannast ekki við þær sjálfur og hefur hann engar aðrar skýringar en að þær hafi smitast úr öðrum málum á hendur sér. Fyrir liggur og er óumdeilt að konurnar í þeim málum stóðu saman sem ein heild,“ segir í áfrýjun séra Ólafs. Ólíklegt þykir að Ólafur komi til starfa á þessu ári á meðan málið er til meðferðar áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur áfrýjað málunum tveimur þar sem hann var fundinn sekur um að hafa framið siðferðisbrot í skilningi þjóðkirkjulaga til áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Að mati lögmanns Ólafs vaknar sú spurning hvort ein kæran sé runnin undan rifjum biskups, prófasts eða öðrum vinkonum í kirkjunni sem vilji fella séra Ólaf.Fimm konur kærðu Ólaf á haustmánuðum fyrir kynferðislega áreitni á kirkjulegum vettvangi. Biskup tók hart á málinu og sendi Ólaf í launað leyfi sem enn er í gildi og var framlengt í síðustu viku. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, er afar vonsvikinn yfir vinnubrögðum biskups. „Biskup sendir séra Ólaf í leyfi vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Úrskurðarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynferðislegt ofbeldi að ræða. Því eru ekki rök fyrir því að framlengja það leyfi á þeim forsendum,“ segir Einar Gautur. Í bréfi Einars Gauts til áfrýjunarnefndarinnar í einu málinu vitnar hann til samskipta konunnar við Ólaf. Meðal gagna eru þrjú jólakort, árin 2012, 2015 og 2016, þar sem konan talar vel til Ólafs og sendir honum „þúsund kossa“ eins og stendur í jólakortunum. Á það að vera til vitnis um góðan anda milli þeirra og geta bent til þess að ákæran sé ekki af heilum hug komin.Sjá einnig: Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti „Að mati áfrýjanda eru allar þessar kveðjur í stíl við áralöng samskipti gagnaðila við hann en kæra gagnaðila er algjörlega á skjön við þau samskipti sem hafa aldrei falið í sér einhliða markaleysi, valdbeitingu eða ógnun,“ skrifar Einar Gautur. Einnig telur Einar Gautur að konurnar hafi samhæft atvikalýsingu að einhverju leyti. Ásakanir kvennanna eru allar keimlíkar, um að sóknarpresturinn hafi sleikt og nartað í eyrnasnepla þeirra. Séra Ólafur þvertekur fyrir að hafa viðhaft það hátterni. „Áfrýjandi kannast ekki við þær sjálfur og hefur hann engar aðrar skýringar en að þær hafi smitast úr öðrum málum á hendur sér. Fyrir liggur og er óumdeilt að konurnar í þeim málum stóðu saman sem ein heild,“ segir í áfrýjun séra Ólafs. Ólíklegt þykir að Ólafur komi til starfa á þessu ári á meðan málið er til meðferðar áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09
Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00