Húsnæðisskortur stendur fólki í Húnaþingi vestra fyrir þrifum Sveinn Arnarsson skrifar 22. mars 2018 06:00 Skagafjörður er langstærsta sveitarfélag landshlutans með ríflega helming íbúa. Akrahreppur og Skagahreppur eru afar fámennir Vísir/PJETUR Á síðustu fimm árum hefur íbúum á Norðurlandi vestra fækkað um liðlega eitt pró- sent. Fjölgun varð hins vegar í fyrra í Húnaþingi vestra, Sveitarfélaginu Skagafirði og á Blönduósi og virðist ferðaþjónusta vera að taka við sér í fjórðungnum að mati sveitarstjóra Húnaþings vestra. Á Norðurlandi vestra eru sjö sveitarfélög. Þar af eru fimm þeirra með innan við þúsund íbúa. Meira en helmingur þeirra 7.170 íbúa sem búa í fjórðungnum búa í hinu víð- feðma sveitarfélagi Skagafirði sem nær út að Almenningi í Fljótum og langt suður fyrir Blöndulón í suðri. Norðurland vestra er stærsta sauðfjárræktarhérað landsins og mikilvæg grunnstoð atvinnulífs landshlutans. Í þeim hremmingum sem steðjað hafa að sauðfjárrækt upp á síðkastið, með erfiðleikum á erlendum mörkuðum, er mikilvægt að vel takist til hjá hinu opinbera að styðja við sauðfjárrækt ef ekki á illa að fara fyrir atvinnugreininni sem hefur bein neikvæð áhrif á byggðaþróun á Norðvesturlandi.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra„Innviðir hér eru góðir og með aukinni ferðaþjónustu verður til aukin atvinna bæði í greininni sjálfri sem og í afleiddum störfum,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. „Það sem stendur okkur fyrir þrifum er húsnæðisskortur. Markaðurinn er hins vegar að taka við sér, húsnæði er að seljast á hærra verði en áður og fjárfestar vilja byggja til að mynda fimm hæða blokk á Hvammstanga svo dæmi sé tekið. Einnig er sveitarfélagið að úthluta lóðum til nýbygginga og við sjáum fram á bjarta tíma þar sem aukin þörf er á vinnuafli í sveitarfélaginu.“ Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar, segir sveitarfélagið hafa haldið sjó síðustu ár. „Við búum svo vel að við erum með öflugt sjávarútvegsfyrirtæki hérna, með landvinnslu og útgerð, og því eru stoðirnar styrkar hér í Skagafirði ásamt landbúnaði,“ segir Stefán Vagn. „Hins vegar er stærsta byggðamálið í dag að dreifa ferðamönnum betur um landið og nýta þá auðlind betur en nú ert gert.“ Guðný Hrund segir einnig að efling innviða geri fólki sem áður bjó á svæðinu kleift að snúa aftur í heimahagana. „Brottfluttir eru að flytja aftur heim. Með tilkomu ljósleiðaravæðingar og lagningu hitaveitu um allar sveitir sjáum við aukningu hjá okkur sem er frábær viðbót inn í okkar samfélag.“ Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Á síðustu fimm árum hefur íbúum á Norðurlandi vestra fækkað um liðlega eitt pró- sent. Fjölgun varð hins vegar í fyrra í Húnaþingi vestra, Sveitarfélaginu Skagafirði og á Blönduósi og virðist ferðaþjónusta vera að taka við sér í fjórðungnum að mati sveitarstjóra Húnaþings vestra. Á Norðurlandi vestra eru sjö sveitarfélög. Þar af eru fimm þeirra með innan við þúsund íbúa. Meira en helmingur þeirra 7.170 íbúa sem búa í fjórðungnum búa í hinu víð- feðma sveitarfélagi Skagafirði sem nær út að Almenningi í Fljótum og langt suður fyrir Blöndulón í suðri. Norðurland vestra er stærsta sauðfjárræktarhérað landsins og mikilvæg grunnstoð atvinnulífs landshlutans. Í þeim hremmingum sem steðjað hafa að sauðfjárrækt upp á síðkastið, með erfiðleikum á erlendum mörkuðum, er mikilvægt að vel takist til hjá hinu opinbera að styðja við sauðfjárrækt ef ekki á illa að fara fyrir atvinnugreininni sem hefur bein neikvæð áhrif á byggðaþróun á Norðvesturlandi.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra„Innviðir hér eru góðir og með aukinni ferðaþjónustu verður til aukin atvinna bæði í greininni sjálfri sem og í afleiddum störfum,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. „Það sem stendur okkur fyrir þrifum er húsnæðisskortur. Markaðurinn er hins vegar að taka við sér, húsnæði er að seljast á hærra verði en áður og fjárfestar vilja byggja til að mynda fimm hæða blokk á Hvammstanga svo dæmi sé tekið. Einnig er sveitarfélagið að úthluta lóðum til nýbygginga og við sjáum fram á bjarta tíma þar sem aukin þörf er á vinnuafli í sveitarfélaginu.“ Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar, segir sveitarfélagið hafa haldið sjó síðustu ár. „Við búum svo vel að við erum með öflugt sjávarútvegsfyrirtæki hérna, með landvinnslu og útgerð, og því eru stoðirnar styrkar hér í Skagafirði ásamt landbúnaði,“ segir Stefán Vagn. „Hins vegar er stærsta byggðamálið í dag að dreifa ferðamönnum betur um landið og nýta þá auðlind betur en nú ert gert.“ Guðný Hrund segir einnig að efling innviða geri fólki sem áður bjó á svæðinu kleift að snúa aftur í heimahagana. „Brottfluttir eru að flytja aftur heim. Með tilkomu ljósleiðaravæðingar og lagningu hitaveitu um allar sveitir sjáum við aukningu hjá okkur sem er frábær viðbót inn í okkar samfélag.“
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00
Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00
Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00