Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2018 18:26 Tveir stærstu efnahagir heimsins eiga nú í viðskiptadeilum. Vísir/Getty Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. Ríkin eiga nú í viðskiptadeilu eftir að Bandaríkin settu tolla á vörur frá Kína og sökuðu þá um að stela hugverkarétt bandarískra fyrirtækja og koma fram við Bandaríkin með ósanngjörnum hætti. Enn sem komið er hafa leiðtogar ríkjanna eingöngu átt í orðaskaki og hafa engir tollar verið settir á. Hins vegar hafa ríkin til skiptist tilkynnt að tollar verða auknir vegna tolla hins ríkisins. Talsmaður fjármálaráðuneytis Kína, Gao Feng, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna væru óréttlátar og vanhugsaðar. Hann sagði Kína vera tilbúið til að bregðast við af mikilli hörku, eftir að Trump tilkynnti í gær að hækka ætti tolla á vörur frá Kína um hundrað milljarða dala.Feng tók þó ekki fram hvernig viðbörgð Kína myndu líta út.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar gætu deilurnar orðið að stærsta viðskiptastríði þjóða í áratugi og hafa helstu vísitölur heimsins lækkað á síðustu dögum.Bandarískir embættismenn hafa þó reynt að draga úr áhyggjum af viðskiptastríði en það hefur ekki gengið sem skyldi í dag. Sérfræðingar segja að deilurnar beri þegar merki hefðbundinna deilna sem geti stigmagnast fljótt. Helsti viðskiptaráðgjafi Trump, Larry Kudlow, sagði í dag að ekki væri hægt að benda á Trump. „Kennið Kína um, ekki Trump. Við getum ekki leyft Kína, sem er fyrsta heims ríki og verður að spila eftir reglunum, að stela tækni okkar. Þegar þeir stela okkar tækni eru þeir að stela kjarnanum úr framtíð okkar.“ Kudlow ítrekaði að hægt væri að leysa deilurnar með viðræðum. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. Ríkin eiga nú í viðskiptadeilu eftir að Bandaríkin settu tolla á vörur frá Kína og sökuðu þá um að stela hugverkarétt bandarískra fyrirtækja og koma fram við Bandaríkin með ósanngjörnum hætti. Enn sem komið er hafa leiðtogar ríkjanna eingöngu átt í orðaskaki og hafa engir tollar verið settir á. Hins vegar hafa ríkin til skiptist tilkynnt að tollar verða auknir vegna tolla hins ríkisins. Talsmaður fjármálaráðuneytis Kína, Gao Feng, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna væru óréttlátar og vanhugsaðar. Hann sagði Kína vera tilbúið til að bregðast við af mikilli hörku, eftir að Trump tilkynnti í gær að hækka ætti tolla á vörur frá Kína um hundrað milljarða dala.Feng tók þó ekki fram hvernig viðbörgð Kína myndu líta út.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar gætu deilurnar orðið að stærsta viðskiptastríði þjóða í áratugi og hafa helstu vísitölur heimsins lækkað á síðustu dögum.Bandarískir embættismenn hafa þó reynt að draga úr áhyggjum af viðskiptastríði en það hefur ekki gengið sem skyldi í dag. Sérfræðingar segja að deilurnar beri þegar merki hefðbundinna deilna sem geti stigmagnast fljótt. Helsti viðskiptaráðgjafi Trump, Larry Kudlow, sagði í dag að ekki væri hægt að benda á Trump. „Kennið Kína um, ekki Trump. Við getum ekki leyft Kína, sem er fyrsta heims ríki og verður að spila eftir reglunum, að stela tækni okkar. Þegar þeir stela okkar tækni eru þeir að stela kjarnanum úr framtíð okkar.“ Kudlow ítrekaði að hægt væri að leysa deilurnar með viðræðum.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira