Aron segir handboltagreind og kraft einkenna nýliðana í landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2018 13:30 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fer með mjög ungt lið til leiks í Gulldeildina í Noregi um helgina en strákarnir okkar flugu út í morgun. Þar mætir Ísland þremur af bestu liðum heims; Noregi, Frakklandi og Danmörku, en íslenska liðið mætir með marga nýliða til leiks sem verður hent í djúpu laugina. Táningarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson (18 ára) og Haukur Þrastarson (16 ára) munu væntanlega sjá um að stýra sóknarleik íslenska liðsins en í liðinu er einnig hinn 19 ára gamli Teitur Örn Einarsson og 18 ára gamall markvörður, Viktor Gísli Hallgrímsson. Þessir ungu menn hafa fengið mikið að spila með sínum liðum í Olís-deildinni undanfarin misseri og mæta því ekki alveg reynslulausir til leiks með landsliðinu. Þetta eru spennandi strákar að mati besta handboltamanns þjóðarinnar, Arons Pálmarssonar. „Ég verð að segja það, að þeir líta mjög vel út. Það sem ég er ánægðastur með er handboltagreindin hjá þeim. Þeir skilja leikinn og það þarf ekki að segja þeim hlutina oft,“ segir Aron. „Maður sér að þessir strákar komu vel undirbúnir til leiks. Það er kraftur í þeim. Auðvitað eru þeir ungir en það verður gaman að fara með þeim og spila á móti þessum bestu þjóðum.“ Stefán Rafn Sigurmannsson er fæddur 1990 eins og Aron en báðir eru reynsluboltar í landsliðinu. Hann tekur í sama streng og vinur sinn úr Hafnarfirðinum. „Þeir eru hrikalega ferskir og rosalega sterkir maður á mann og góðir skotmenn. Mér líst rosalega vel á þetta,“ segir Stefán Rafn. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00 Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fer með mjög ungt lið til leiks í Gulldeildina í Noregi um helgina en strákarnir okkar flugu út í morgun. Þar mætir Ísland þremur af bestu liðum heims; Noregi, Frakklandi og Danmörku, en íslenska liðið mætir með marga nýliða til leiks sem verður hent í djúpu laugina. Táningarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson (18 ára) og Haukur Þrastarson (16 ára) munu væntanlega sjá um að stýra sóknarleik íslenska liðsins en í liðinu er einnig hinn 19 ára gamli Teitur Örn Einarsson og 18 ára gamall markvörður, Viktor Gísli Hallgrímsson. Þessir ungu menn hafa fengið mikið að spila með sínum liðum í Olís-deildinni undanfarin misseri og mæta því ekki alveg reynslulausir til leiks með landsliðinu. Þetta eru spennandi strákar að mati besta handboltamanns þjóðarinnar, Arons Pálmarssonar. „Ég verð að segja það, að þeir líta mjög vel út. Það sem ég er ánægðastur með er handboltagreindin hjá þeim. Þeir skilja leikinn og það þarf ekki að segja þeim hlutina oft,“ segir Aron. „Maður sér að þessir strákar komu vel undirbúnir til leiks. Það er kraftur í þeim. Auðvitað eru þeir ungir en það verður gaman að fara með þeim og spila á móti þessum bestu þjóðum.“ Stefán Rafn Sigurmannsson er fæddur 1990 eins og Aron en báðir eru reynsluboltar í landsliðinu. Hann tekur í sama streng og vinur sinn úr Hafnarfirðinum. „Þeir eru hrikalega ferskir og rosalega sterkir maður á mann og góðir skotmenn. Mér líst rosalega vel á þetta,“ segir Stefán Rafn.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00 Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00
Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30
Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17
Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00