Stefnumótaforrit deildi upplýsingum um HIV-smit Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2018 06:16 Karlar sem vilja sænga hjá öðrum körlum hafa einna helst nýtt sér þjónustu smáforritsins. Vísir/Getty Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja utanaðkomandi fyrirtækja. Forsvarsmenn Grindr segjast einfaldlega hafa viljað bæta þjónustu forritsins og því ákveðið að deila upplýsingunum til fyrirtækjanna tveggja, Apptimize og Logalytics. Þar að auki séu slíkar deilingar alvanalegar í þessum bransa, eins og mál Facebook og Cambridge Analytica sýni og sanni. Allar upplýsingarnar hafi verið dulkóðaðar og fyrirtækjunum tveimur gert að undirrita ítarlega skilmála. Grindr hefur þó ákveðið að hverfa af þessari braut en bendir jafnframt á að Grindr er opinber vettvangur. Allar upplýsingar sem notendur setji sjálfviljugir þangað inn séu því gögn sem aðrir geti notfært sér.Norski rannsóknarhópurinn Sintef fletti ofan af málinu sem þykir sérlega óþægilegt fyrir Grindr, sem notið hefur töluverðrar vinsælda meðal sam- og tvíkynhneigðra karlmanna í gegnum árin. Stefnumótaforritið gerði notendum kleift að deila með öðrum hvort þeir væru HIV-smitaðir og hvenær þeir fóru síðast í kynsjúkdómapróf. Rannsóknarhópurinn sagði að þegar upplýsingar um staðsetningu notenda og netföng þeirra bættust við væri í raun hægðarleikur að komast að því hverjir notendurnir væru, sem alla jafna ganga undir dulefnunum í forritinu. Notendur forritsins eru margir æfir vegna málsins og hafa þeir úthúðað Grindr á netinu. „Þið ættuð bara að loka búllunni núna,“ skrifaði einn við færslu Grindr á Tumblr. „Öllum er sama um tilraunir ykkar og staðla. Þið svikuð hinsegin samfélagið,“ skrifar annar. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja utanaðkomandi fyrirtækja. Forsvarsmenn Grindr segjast einfaldlega hafa viljað bæta þjónustu forritsins og því ákveðið að deila upplýsingunum til fyrirtækjanna tveggja, Apptimize og Logalytics. Þar að auki séu slíkar deilingar alvanalegar í þessum bransa, eins og mál Facebook og Cambridge Analytica sýni og sanni. Allar upplýsingarnar hafi verið dulkóðaðar og fyrirtækjunum tveimur gert að undirrita ítarlega skilmála. Grindr hefur þó ákveðið að hverfa af þessari braut en bendir jafnframt á að Grindr er opinber vettvangur. Allar upplýsingar sem notendur setji sjálfviljugir þangað inn séu því gögn sem aðrir geti notfært sér.Norski rannsóknarhópurinn Sintef fletti ofan af málinu sem þykir sérlega óþægilegt fyrir Grindr, sem notið hefur töluverðrar vinsælda meðal sam- og tvíkynhneigðra karlmanna í gegnum árin. Stefnumótaforritið gerði notendum kleift að deila með öðrum hvort þeir væru HIV-smitaðir og hvenær þeir fóru síðast í kynsjúkdómapróf. Rannsóknarhópurinn sagði að þegar upplýsingar um staðsetningu notenda og netföng þeirra bættust við væri í raun hægðarleikur að komast að því hverjir notendurnir væru, sem alla jafna ganga undir dulefnunum í forritinu. Notendur forritsins eru margir æfir vegna málsins og hafa þeir úthúðað Grindr á netinu. „Þið ættuð bara að loka búllunni núna,“ skrifaði einn við færslu Grindr á Tumblr. „Öllum er sama um tilraunir ykkar og staðla. Þið svikuð hinsegin samfélagið,“ skrifar annar.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent