Tesla segir sjálfstýribúnað gera heiminn öruggari þrátt fyrir banaslys Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 00:01 Ætlast er til þess að ökumenn Tesla-bíla séu með hendur á stýri jafnvel þó að sjálfstýringin sé í gangi. Vísir/AFP Forsvarsmenn rafbílaframleiðandans Tesla fullyrða að sjálfstýribúnaður í bílum fyrirtækisins geri heiminn „tvímælalaust öruggari“. Tesla-jepplingur sem ók á vegartálma með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lést fyrir rúmri viku var á sjálfstýringu þegar slysið átti sér stað. Tveggja barna faðir á fertugsaldri sem starfaði sem verkfræðingur hjá tæknirisanum Apple lést í slysinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum 23. mars. Fjölskylda hans segir að hann hafi sagt starfsmönnum Tesla-bílaumboðs að bíllinn tæki alltaf sveigju að steinsteypuöryggistálmi sem hann rakst á endanum á, að því er segir í frétt Washington Post. Tesla segist harma dauða ökumannsins en að nokkrir þættir hafi leitt til slyssins. Þannig hafi öryggistálmi orðið fyrir höggi í öðrum árekstri og því hafi hann ekki dreift högginu sem skyldi þegar Teslan rakst á hann. Ökumaðurinn sjálfur hafi einnig borið nokkra sök. Þannig virðist hann ekki hafa haft augun með akstrinum þrátt fyrir að ökumenn Tesla-bíla eigi alltaf að hafa hendur á stýri jafnvel þó að sjálfstýring sé í gangi. „Ökumaðurinn hafði fengið nokkrar sjón- og eina hljóðviðvörun um að taka við stýrinu fyrr í ökuferðinni og hendur bílsstjórans greindust ekki á stýrinu í sex sekúndur fyrir áreksturinn,“ segir í yfirlýsingu Tesla. Tálminn hafi blasað við 150 metrum fyrir framan bílinn og í um það bil fimm sekúndur áður en hann skall á honum.Ekki hægt að koma í veg fyrir öll slysFyrirtækið stendur með sjálfstýringu sinni og segir hana fækka árekstrum um allt að 40%. Ökumaður bíls með sjálfstýrihugbúnaðr sé 3,7 sinnum ólíklegri til þess að lenda í banaslysi en aðrir. „Tesla-sjálfstýring kemur ekki í veg fyrir öll slys, slík viðmið væru ómöguleg, en hún gerir þau mun ólíklegri. Hún gerir heiminn tvímælalaust öruggari fyrir farþega bíla, gangandi vegfarendur og hjólreiðarfólk,“ segir fyrirtækið. Tesla Tengdar fréttir Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Forsvarsmenn rafbílaframleiðandans Tesla fullyrða að sjálfstýribúnaður í bílum fyrirtækisins geri heiminn „tvímælalaust öruggari“. Tesla-jepplingur sem ók á vegartálma með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lést fyrir rúmri viku var á sjálfstýringu þegar slysið átti sér stað. Tveggja barna faðir á fertugsaldri sem starfaði sem verkfræðingur hjá tæknirisanum Apple lést í slysinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum 23. mars. Fjölskylda hans segir að hann hafi sagt starfsmönnum Tesla-bílaumboðs að bíllinn tæki alltaf sveigju að steinsteypuöryggistálmi sem hann rakst á endanum á, að því er segir í frétt Washington Post. Tesla segist harma dauða ökumannsins en að nokkrir þættir hafi leitt til slyssins. Þannig hafi öryggistálmi orðið fyrir höggi í öðrum árekstri og því hafi hann ekki dreift högginu sem skyldi þegar Teslan rakst á hann. Ökumaðurinn sjálfur hafi einnig borið nokkra sök. Þannig virðist hann ekki hafa haft augun með akstrinum þrátt fyrir að ökumenn Tesla-bíla eigi alltaf að hafa hendur á stýri jafnvel þó að sjálfstýring sé í gangi. „Ökumaðurinn hafði fengið nokkrar sjón- og eina hljóðviðvörun um að taka við stýrinu fyrr í ökuferðinni og hendur bílsstjórans greindust ekki á stýrinu í sex sekúndur fyrir áreksturinn,“ segir í yfirlýsingu Tesla. Tálminn hafi blasað við 150 metrum fyrir framan bílinn og í um það bil fimm sekúndur áður en hann skall á honum.Ekki hægt að koma í veg fyrir öll slysFyrirtækið stendur með sjálfstýringu sinni og segir hana fækka árekstrum um allt að 40%. Ökumaður bíls með sjálfstýrihugbúnaðr sé 3,7 sinnum ólíklegri til þess að lenda í banaslysi en aðrir. „Tesla-sjálfstýring kemur ekki í veg fyrir öll slys, slík viðmið væru ómöguleg, en hún gerir þau mun ólíklegri. Hún gerir heiminn tvímælalaust öruggari fyrir farþega bíla, gangandi vegfarendur og hjólreiðarfólk,“ segir fyrirtækið.
Tesla Tengdar fréttir Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30