Brátt sér fyrir endann á deilu um fjögurra bita súkkulaðikex Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 11:10 Vitneskja Evrópubúa um fjögurra stykkja súkkulaðikexköku Nestle er sögð ekki nægja til að réttlæta einkarétt fyrirtækisins á þeirri vöru. Vísir/Getty Lögfræðilegur ráðgjafi hefur beint því til dómara við æðsta dómstig Evrópusambandsins að hafna áfrýjun svissneska matvælaframleiðandans Nestle vegna máls sem varðar skrásetningu á KitKat-súkkulaðikexinu sem vörumerki innan Evrópusambandsins.Greint er frá þessu á vef Reuters en þessi deila um einkarétt Nestle fjögurra bita súkkulaðikexi hefur staðið yfir í áratug. Keppinautur Nestle, Mondelez, hefur vefengt þennan einkarétt Nestle á framleiðslu á fjögurra bita súkkulaðikexi innan Evrópusambandsins. Nú hefur lögfræðilegur ráðgjafi efsta stigs Evrópudómstólsins, Melchior Wathelet, ráðlagt dómurum að láta dóm neðri dómstiga Evrópudómstólsins í þessu máli standa. Í þeim dómi kom fram að vitneskja Evrópubúa á fjögurra stykkja súkkulaðikexköku Nestle væri ekki nóg til að réttlæta einkarétt fyrirtækisins á þeirri vöru. Reuters tekur fram að venjulega fari dómarar eftir áliti ráðgjafa dómsins, þó það sé ekki algilt. Nestle hefur einnig vefengt einkarétt Mondelez í Bretlandi á fjólubláum umbúðum sem eru utan um Cadbury´s Daily mjólkursúkkulaðistykkjunum. Mest lesið Íslandbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Lögfræðilegur ráðgjafi hefur beint því til dómara við æðsta dómstig Evrópusambandsins að hafna áfrýjun svissneska matvælaframleiðandans Nestle vegna máls sem varðar skrásetningu á KitKat-súkkulaðikexinu sem vörumerki innan Evrópusambandsins.Greint er frá þessu á vef Reuters en þessi deila um einkarétt Nestle fjögurra bita súkkulaðikexi hefur staðið yfir í áratug. Keppinautur Nestle, Mondelez, hefur vefengt þennan einkarétt Nestle á framleiðslu á fjögurra bita súkkulaðikexi innan Evrópusambandsins. Nú hefur lögfræðilegur ráðgjafi efsta stigs Evrópudómstólsins, Melchior Wathelet, ráðlagt dómurum að láta dóm neðri dómstiga Evrópudómstólsins í þessu máli standa. Í þeim dómi kom fram að vitneskja Evrópubúa á fjögurra stykkja súkkulaðikexköku Nestle væri ekki nóg til að réttlæta einkarétt fyrirtækisins á þeirri vöru. Reuters tekur fram að venjulega fari dómarar eftir áliti ráðgjafa dómsins, þó það sé ekki algilt. Nestle hefur einnig vefengt einkarétt Mondelez í Bretlandi á fjólubláum umbúðum sem eru utan um Cadbury´s Daily mjólkursúkkulaðistykkjunum.
Mest lesið Íslandbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira