Gefur lítið fyrir gagnrýni á kosningaloforð: „Það er dýrt að vera gamall“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. apríl 2018 20:00 Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík gefur lítið fyrir gagnrýni á tillögur flokksins um afnám fasteignaskatta á eldri borgara og segir rangt að skattleggja fólk út úr íbúðum sínum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur aftur á móti staðfest að flöt niðurfelling skattanna standist ekki lög. Líkt og sagt var frá í kvöldfréttum í gær er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri meðal kosningaloforða Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Loforðið hefur sætt gagnrýni þar sem tekjulægri eldri borgarar eru þegar undanþegnir slíkum sköttum. Þá benti hagfræðingur á það í gær að ráðstöfunartekjur eldri borgara hefðu aukist margfalt á við yngri aldurshópa undanfarin ár. „Í fyrsta lagi er dýrt að vera gamall. Það er margt sem þarf að borga varðandi heilsuna og annað. Margir eldri borgarar eru skuldugir, það má ekki gleyma því. Þegar alltaf er verið að refsa eldri borgurum fyrir að vinna þá viljum við koma með mótvægisaðgerðir í því,“ segir oddvitinn Eyþór Arnalds.Segir hlutverk stjórnmálamanna að leita lausna Eyþór gefur lítið fyrir gagnrýni forseta borgarstjórnar og annarra sem bentu á það í gær að tillögurnar stæðust líklega ekki lög. „Stjórnmálamenn eiga að leita lausna, en ekki að finna afsakanir fyrir því að létta ekki byrðum af fólki. Vestmannaeyjar hafa gert þetta og það hefur ekki verið gerð athugasemd við það. Við spyrjum því, er ekki hægt að gera það í Reykjavík eins og í Vestmannaeyjum?“ spyr Eyþór. Þetta er vissulega rétt, en þrátt fyrir að í gjaldskrá Vestmannaeyja standi að tekjutengdur afsláttur sé veittur af fasteignasköttum eldri borgara hefur hann undanfarin ár verið veittur þeim öllum – án tillits til tekna. Í skriflegu svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til fréttastofu er hins vegar ítrekað að slík flöt niðurfelling standist ekki lög. Ekki fengust hins vegar hins vegar skýringar á því hvers vegna ráðuneytið hefur látið framkvæmd bæjarins óátalda. Eyþór er alltént hvergi banginn. „Ef það þarf að útfæra þetta með öðrum hætti þá munum við bara hreinlega gera það.“ Hann segir það enn fremur afar mikilvægt að eldri borgarar geti búið heima hjá sér, eins lengi og þeir vilja. „Ég tel að það sé ekki rétta lausnin við húsnæðisvandanum í Reykjavík að skattleggja gamla fólkið út úr íbúðunum sínum. Það er ekki lausnin, það er ekki mannúðlegt.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson. 16. apríl 2018 23:34 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík gefur lítið fyrir gagnrýni á tillögur flokksins um afnám fasteignaskatta á eldri borgara og segir rangt að skattleggja fólk út úr íbúðum sínum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur aftur á móti staðfest að flöt niðurfelling skattanna standist ekki lög. Líkt og sagt var frá í kvöldfréttum í gær er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri meðal kosningaloforða Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Loforðið hefur sætt gagnrýni þar sem tekjulægri eldri borgarar eru þegar undanþegnir slíkum sköttum. Þá benti hagfræðingur á það í gær að ráðstöfunartekjur eldri borgara hefðu aukist margfalt á við yngri aldurshópa undanfarin ár. „Í fyrsta lagi er dýrt að vera gamall. Það er margt sem þarf að borga varðandi heilsuna og annað. Margir eldri borgarar eru skuldugir, það má ekki gleyma því. Þegar alltaf er verið að refsa eldri borgurum fyrir að vinna þá viljum við koma með mótvægisaðgerðir í því,“ segir oddvitinn Eyþór Arnalds.Segir hlutverk stjórnmálamanna að leita lausna Eyþór gefur lítið fyrir gagnrýni forseta borgarstjórnar og annarra sem bentu á það í gær að tillögurnar stæðust líklega ekki lög. „Stjórnmálamenn eiga að leita lausna, en ekki að finna afsakanir fyrir því að létta ekki byrðum af fólki. Vestmannaeyjar hafa gert þetta og það hefur ekki verið gerð athugasemd við það. Við spyrjum því, er ekki hægt að gera það í Reykjavík eins og í Vestmannaeyjum?“ spyr Eyþór. Þetta er vissulega rétt, en þrátt fyrir að í gjaldskrá Vestmannaeyja standi að tekjutengdur afsláttur sé veittur af fasteignasköttum eldri borgara hefur hann undanfarin ár verið veittur þeim öllum – án tillits til tekna. Í skriflegu svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til fréttastofu er hins vegar ítrekað að slík flöt niðurfelling standist ekki lög. Ekki fengust hins vegar hins vegar skýringar á því hvers vegna ráðuneytið hefur látið framkvæmd bæjarins óátalda. Eyþór er alltént hvergi banginn. „Ef það þarf að útfæra þetta með öðrum hætti þá munum við bara hreinlega gera það.“ Hann segir það enn fremur afar mikilvægt að eldri borgarar geti búið heima hjá sér, eins lengi og þeir vilja. „Ég tel að það sé ekki rétta lausnin við húsnæðisvandanum í Reykjavík að skattleggja gamla fólkið út úr íbúðunum sínum. Það er ekki lausnin, það er ekki mannúðlegt.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson. 16. apríl 2018 23:34 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40
Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28
Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson. 16. apríl 2018 23:34