Nýtt 72 herbergja hótel kom með skipi til landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2018 22:35 Nýtt 72 herbergja hótel sem er nú verið að reisa í Vík í Mýrdal kom í tveimur ferðum með skipi til landsins frá Noregi. Aðeins tekur fimm mánuði að reisa hótelið. Vörubílar með löngum vögnum höfðu það hlutverk að flytja einingarnar frá bryggjunni í Þorlákshöfn til Víkur. Í Vík er einingunum raðað saman eins og kubbum og útkoman verður Hótel Kría með rúmlega sjötíu, tuttugu og fimm fermetra herbergjum. Það er Pro-Ark teiknistofa á Selfoss sem er aðalhönnuður og sér um verkefnastjórnun við uppbyggingu nýja hótelsins. „Þetta er glæsilegt hótel, 72 herbergja og fullkomið af fullkomnustu gerð. Við höfum reynt þennan byggingarmála tvisvar áður á Íslandi. Hótelið kemur frá Moelven í Noregi, hefur reynst vel, er hagkvæmt og gerlegt á svona brjálæðislega stuttum byggingartíma,“ segir Eiríkur Vignir Pálsson, verkefnisstjóri hjá Pro-Ark. Hótel Kría í Vík er staðsett við þjóðveg númer eitt í gegnum þorpið í Vík.Mynd/Pro-Ark teiknistofaEiríkur Vignir segir að einingar sem þessar séu mjög hagkvæmar og öruggar, ekki síst í íslensku veðurfari enda hafa þær fengið íslenska vottun. Hótelið er við þjóðveg eitt í gegnum Vík. En reiknar Eiríkur Vignir að farið verði út í fleiri ný hótel á þessum nótum gangi vel með hótelið í Vík ? „Já, það liggur nú fyrir hugmynd þess efnis, þetta er verkefni sem gerist mjög hratt og er ofsalega skemmtilegur byggingarmáti“. Það er ekki bara í Vík í Mýrdal sem það er verið að reisa hótel úr einingum frá Noregi því það stendur til að fara víðar um landið. „Já, það er mikill áhugi hjá aðilum hér á landi að byggja upp fjölbýlishús á sama hátt enda vitum við öll að það er vöntun á því“, segir Eiríkur Páll. Eigendur og rekstraraðilar nýja hótelsins eru athafnamennirnir Vilhjálmur Sigurðsson, Hjálmar Pétursson og Sigurður Elías Guðmundsson, allt reyndir menn í hótelrekstri og ferðaþjónustu. Kostnaður við nýja hótelið verður á annan milljarð króna. Starfsmenn hótelsins verða um 40 og verður það opnað formlega 1. júlí í sumar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Nýtt 72 herbergja hótel sem er nú verið að reisa í Vík í Mýrdal kom í tveimur ferðum með skipi til landsins frá Noregi. Aðeins tekur fimm mánuði að reisa hótelið. Vörubílar með löngum vögnum höfðu það hlutverk að flytja einingarnar frá bryggjunni í Þorlákshöfn til Víkur. Í Vík er einingunum raðað saman eins og kubbum og útkoman verður Hótel Kría með rúmlega sjötíu, tuttugu og fimm fermetra herbergjum. Það er Pro-Ark teiknistofa á Selfoss sem er aðalhönnuður og sér um verkefnastjórnun við uppbyggingu nýja hótelsins. „Þetta er glæsilegt hótel, 72 herbergja og fullkomið af fullkomnustu gerð. Við höfum reynt þennan byggingarmála tvisvar áður á Íslandi. Hótelið kemur frá Moelven í Noregi, hefur reynst vel, er hagkvæmt og gerlegt á svona brjálæðislega stuttum byggingartíma,“ segir Eiríkur Vignir Pálsson, verkefnisstjóri hjá Pro-Ark. Hótel Kría í Vík er staðsett við þjóðveg númer eitt í gegnum þorpið í Vík.Mynd/Pro-Ark teiknistofaEiríkur Vignir segir að einingar sem þessar séu mjög hagkvæmar og öruggar, ekki síst í íslensku veðurfari enda hafa þær fengið íslenska vottun. Hótelið er við þjóðveg eitt í gegnum Vík. En reiknar Eiríkur Vignir að farið verði út í fleiri ný hótel á þessum nótum gangi vel með hótelið í Vík ? „Já, það liggur nú fyrir hugmynd þess efnis, þetta er verkefni sem gerist mjög hratt og er ofsalega skemmtilegur byggingarmáti“. Það er ekki bara í Vík í Mýrdal sem það er verið að reisa hótel úr einingum frá Noregi því það stendur til að fara víðar um landið. „Já, það er mikill áhugi hjá aðilum hér á landi að byggja upp fjölbýlishús á sama hátt enda vitum við öll að það er vöntun á því“, segir Eiríkur Páll. Eigendur og rekstraraðilar nýja hótelsins eru athafnamennirnir Vilhjálmur Sigurðsson, Hjálmar Pétursson og Sigurður Elías Guðmundsson, allt reyndir menn í hótelrekstri og ferðaþjónustu. Kostnaður við nýja hótelið verður á annan milljarð króna. Starfsmenn hótelsins verða um 40 og verður það opnað formlega 1. júlí í sumar
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira