Felur starfshópi að endurskoða skattstofn fjármagnstekjuskatts Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. apríl 2018 06:00 Rektor Háskóla Íslands og rektor Háskólans á Akureyri hafa kallað eftir breyttu skattaumhverfi fyrir sjóði sem styðja fræðasamfélagið. Vísir/ernir Áformað er að endurskoða skattstofn fjármagnstekjuskatts. „Óaðskiljanlegur hluti af því verkefni verður kortlagning á þeim aðilum sem í dag eru skattskyldir, þar með talið á hvers kyns sjóðum sem undir lögin falla, jafnframt því að horfa til skattareglna í nágrannalöndunum. Ekki er útilokað að beinn stuðningur einstaklinga og lögaðila í formi frádráttar frá tekjuskattstofni komi einnig til skoðunar í því samhengi,“ segir í skriflegu svari Bjarna Benediktssonar við fyrirspurn Fréttablaðsins.Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að niðurstaða á úttekt sem Deloitte vann fyrir Háskóla Íslands benti til þess að styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi væru ekki samkeppnisfærir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum.Bjarni BenediktssonÁstæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og gerist erlendis. Dæmi var tekið af Eimskipasjóði Háskóla Íslands sem greiðir að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Það er mat sérfræðings Deiloitte að væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meira fé í styrki.Sjá einnig: Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, hefur síðan bent á að í mörgum ríkjum fái fyrirtæki eða einstaklingar, sem eru tilbúnir að setja fjármuni í styrki í háskóla eða rannsóknarstarfsemi, oft skattaafslátt á móti. Bjarni Benediktsson vekur athygli á því í svari sínu að ýmsir þættir íslenska skattkerfisins verði teknir til endurskoðunar, eins og sjá megi í nýframkominni fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fimm árin. „Ýmsir þættir íslenska skattkerfisins verða til endurskoðunar næstu árin, eins og sjá má í fjármálaáætluninni fyrir tímabilið 2019-2023, til hagsbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki (lögaðila). Þar verður meðal annars horft til þess að gera Ísland samkeppnishæfara í alþjóðlegum samanburði, auk þess að gera skattheimtu einfaldari, skilvirkari og sanngjarnari,“ segir í svari Bjarna. Þá segir hann að sérstökum starfshópi verði falið það verkefni að ráðast í endurskoðun á skattstofni fjármagnstekjuskatts. Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Áformað er að endurskoða skattstofn fjármagnstekjuskatts. „Óaðskiljanlegur hluti af því verkefni verður kortlagning á þeim aðilum sem í dag eru skattskyldir, þar með talið á hvers kyns sjóðum sem undir lögin falla, jafnframt því að horfa til skattareglna í nágrannalöndunum. Ekki er útilokað að beinn stuðningur einstaklinga og lögaðila í formi frádráttar frá tekjuskattstofni komi einnig til skoðunar í því samhengi,“ segir í skriflegu svari Bjarna Benediktssonar við fyrirspurn Fréttablaðsins.Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að niðurstaða á úttekt sem Deloitte vann fyrir Háskóla Íslands benti til þess að styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi væru ekki samkeppnisfærir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum.Bjarni BenediktssonÁstæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og gerist erlendis. Dæmi var tekið af Eimskipasjóði Háskóla Íslands sem greiðir að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Það er mat sérfræðings Deiloitte að væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meira fé í styrki.Sjá einnig: Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, hefur síðan bent á að í mörgum ríkjum fái fyrirtæki eða einstaklingar, sem eru tilbúnir að setja fjármuni í styrki í háskóla eða rannsóknarstarfsemi, oft skattaafslátt á móti. Bjarni Benediktsson vekur athygli á því í svari sínu að ýmsir þættir íslenska skattkerfisins verði teknir til endurskoðunar, eins og sjá megi í nýframkominni fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fimm árin. „Ýmsir þættir íslenska skattkerfisins verða til endurskoðunar næstu árin, eins og sjá má í fjármálaáætluninni fyrir tímabilið 2019-2023, til hagsbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki (lögaðila). Þar verður meðal annars horft til þess að gera Ísland samkeppnishæfara í alþjóðlegum samanburði, auk þess að gera skattheimtu einfaldari, skilvirkari og sanngjarnari,“ segir í svari Bjarna. Þá segir hann að sérstökum starfshópi verði falið það verkefni að ráðast í endurskoðun á skattstofni fjármagnstekjuskatts.
Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira