Framlög til velferðarmála aukin um tugi milljarða á næstu árum Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2018 18:30 Forsætisráðherra segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fela í sér sókn í heilbrigðis- og velferðarmálum og úrbætur á kjörum lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan vill að bætt verði um betur en stjórnarþingmaður segir hana tala eins og til standi að skera niður þegar útgjöld verði aukin um rúmlega hundrað milljarða. Fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var framhaldið á Alþingi í dag þar sem farið var yfir málefni einstakra ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að framlög til heilbrigðismála verði aukin um 60 milljarða á næstu fimm árum og um 40 milljarða til annarra velferðarmála. Katrín segir fjármálaáætlunina fela í sér skynsama fjármála- og samfélagsstefnu. „Þetta hafa allir flokkar boðað með einum eða öðrum hætti. Uppbyggingu samfélagslegra innviða. Allir flokkar hafa talað um heilbrigðismál, allir flokkar hafa talað um samgöngumál. Alþingi samþykkti samgönguáætlun árið 2016 sem það fjármagnaði svo ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að horfa til þess að við fjármögnum þær hugmyndir sem við viljum taka hér fyrir á vettvangi Alþingis,“ sagði Katrín.Barnabætur standa í staðOddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að jöfnunartæki eins og barnabætur væru ekki nýtt. Framlög til þeirra væru ekki aukin en þær tækju að skerðast langt undir lágmarkslaunum. Á Norðurlöndum hafi hins vegar ríkt mikil sátt um stuðning við barnafjölskyldur. „En hér á landi hefur dregið úr vægi þeirra (barnabótanna) jafnt og þétt. Upphæðirnar í fjármálaáætluninni gera ekki ráð fyrir að fleiri fjölskyldur fái barnabætur eða þær hækki umtalsvert,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði stefnt að viðræðum við verkalýðshreyfinguna um breytingar á skatta- og bótakerfum til að jafna kjörin. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að út frá ræðum sumra stjórnarandstöðuþingmanna mætti ætla að verið væri að boða niðurskurð en ekki stórfellda aukningu útgjalda. „En það er nú engu að síður staðreynd að gangi þessi fjármálaáætlun eftir munu útgjöld aukast til málaflokka, þá undanskil ég vaxtakostnað, um 132 milljarða frá árinu 2017 til 2023. Hundrað þrjátíu og tveir milljarðar að raunvirði. Og hvar er nú mesta aukningin? Hún er í velferðarmál,“ sagði Óli Björn sem jafnframt hvatti forsætisráðherra til að skoða nýjar hugmyndir í skattamálum.Katrín segir þingmann falla í gryfjuBirgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði ríkisstjórnina ætla að lækka skatta á vogunarsjóði í Kaupþingi á sama tíma og engu væri bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara og vísaði þar til afnáms bankaskatts sem lagður var á tímabundið á sínum tíma. „Hver er eiginlega raunverulegi forsætisráðherra þessarar ríkisstjórnar? Það hlýtur bara að vera Bjarni Benediktsson. Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra er þessi forgangsröðun; ekki í þágu öryrkja, ekki í þágu eldri borgara, nei í þágu vogunarsjóðanna? Er þetta það sem vinstri græn standa fyrir,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra sagði arðgreiðslur frá bönkunum fara til uppbyggingu innviða. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Forsætisráðherra segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fela í sér sókn í heilbrigðis- og velferðarmálum og úrbætur á kjörum lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan vill að bætt verði um betur en stjórnarþingmaður segir hana tala eins og til standi að skera niður þegar útgjöld verði aukin um rúmlega hundrað milljarða. Fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var framhaldið á Alþingi í dag þar sem farið var yfir málefni einstakra ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að framlög til heilbrigðismála verði aukin um 60 milljarða á næstu fimm árum og um 40 milljarða til annarra velferðarmála. Katrín segir fjármálaáætlunina fela í sér skynsama fjármála- og samfélagsstefnu. „Þetta hafa allir flokkar boðað með einum eða öðrum hætti. Uppbyggingu samfélagslegra innviða. Allir flokkar hafa talað um heilbrigðismál, allir flokkar hafa talað um samgöngumál. Alþingi samþykkti samgönguáætlun árið 2016 sem það fjármagnaði svo ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að horfa til þess að við fjármögnum þær hugmyndir sem við viljum taka hér fyrir á vettvangi Alþingis,“ sagði Katrín.Barnabætur standa í staðOddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að jöfnunartæki eins og barnabætur væru ekki nýtt. Framlög til þeirra væru ekki aukin en þær tækju að skerðast langt undir lágmarkslaunum. Á Norðurlöndum hafi hins vegar ríkt mikil sátt um stuðning við barnafjölskyldur. „En hér á landi hefur dregið úr vægi þeirra (barnabótanna) jafnt og þétt. Upphæðirnar í fjármálaáætluninni gera ekki ráð fyrir að fleiri fjölskyldur fái barnabætur eða þær hækki umtalsvert,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði stefnt að viðræðum við verkalýðshreyfinguna um breytingar á skatta- og bótakerfum til að jafna kjörin. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að út frá ræðum sumra stjórnarandstöðuþingmanna mætti ætla að verið væri að boða niðurskurð en ekki stórfellda aukningu útgjalda. „En það er nú engu að síður staðreynd að gangi þessi fjármálaáætlun eftir munu útgjöld aukast til málaflokka, þá undanskil ég vaxtakostnað, um 132 milljarða frá árinu 2017 til 2023. Hundrað þrjátíu og tveir milljarðar að raunvirði. Og hvar er nú mesta aukningin? Hún er í velferðarmál,“ sagði Óli Björn sem jafnframt hvatti forsætisráðherra til að skoða nýjar hugmyndir í skattamálum.Katrín segir þingmann falla í gryfjuBirgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði ríkisstjórnina ætla að lækka skatta á vogunarsjóði í Kaupþingi á sama tíma og engu væri bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara og vísaði þar til afnáms bankaskatts sem lagður var á tímabundið á sínum tíma. „Hver er eiginlega raunverulegi forsætisráðherra þessarar ríkisstjórnar? Það hlýtur bara að vera Bjarni Benediktsson. Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra er þessi forgangsröðun; ekki í þágu öryrkja, ekki í þágu eldri borgara, nei í þágu vogunarsjóðanna? Er þetta það sem vinstri græn standa fyrir,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra sagði arðgreiðslur frá bönkunum fara til uppbyggingu innviða. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira