GRECO segir lögregluna óvarða gagnvart pólitísku áhrifavaldi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. apríl 2018 07:00 Afskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi ráðherra, af rannsókn lekamálsins í lögreglustjóratíð Stefáns Eiríkssonar eru öllum kunn. vísir/vilhelm Íslensk löggæsla þykir sérstaklega berskjölduð fyrir pólitískum áhrifum að mati GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, sem birta í dag niðurstöður úttektar sinnar um æðstu handhafa framkvæmdarvalds og löggæslu á Íslandi. „Samkvæmt samtölum okkar við fólk í vettvangsferðinni til Íslands er það sambland nokkurra þátta sem bendir til þessa,“ segir Gianluca Esposito, sérfræðingur GRECO sem kom hingað til lands síðastliðið haust og er einn höfunda skýrslunnar. Esposito vísar í fyrsta lagi til þess að þrátt fyrir að lögreglan sé í orði kveðnu undir stjórn og háð eftirliti ríkislögreglustjóra, sé ábyrgðarkeðjan innan löggæslunnar ekki lóðrétt heldur lárétt. Þannig heyri ekki aðeins ríkislögreglustjóri beint undir ráðherra, heldur heyri lögreglustjórar umdæmanna í raun ekki undir ríkislögreglustjóra heldur einnig beint undir ráðherra. Þetta þýði að allir níu lögreglustjórar landsins stýri daglegum löggæslustörfum undir beinni stjórn ráðherra. Við þetta bætist einnig að héraðssaksóknari, sem hefur eftirlitsskyldur gagnvart löggæslunni og ákæruvaldi, lýtur einnig skipunarvaldi ráðherra.Gianluca Esposito er sérfræðingur Greco, samtaka ríkja gegn spillingu. Hann ræddi við fjölda manns í vettvangsferð samtakana til Íslands síðastliðið haust.Í öðru lagi séu ekki aðeins helstu stjórnendur innan lögreglunnar heldur einnig óbreyttir lögreglumenn skipaðir til fimm ára í senn. „Segjum sem svo að ráðherranum líki ekki við einhvern, þá er tiltölulega auðvelt að framlengja ekki ráðningu viðkomandi án þess að ráðherra þurfi að gefa sérstaka skýringu á því,“ segir Esposito og vísar einnig til þess að þrátt fyrir reglur um skipanir í embætti mæli GRECO sérstaklega með því að ráðningar- og skipunarferli innan lögreglunnar verði opnara og gegnsærra, lausar stöður og embætti verði auglýst, hæfniskröfur skýrar og mat á hæfni umsækjenda fari fram eftir gegnsæjum og skýrum reglum. Í þriðja lagi segir Esposito samtökin hafi fundið fyrir þeirri ásýnd fólks í vettvangsferð sinni að sterk og rótgróin tengsl séu milli íslenskra löggæsluyfirvalda og tiltekins stjórnmálaflokks og fyrir því muni vera sögulegar ástæður. „Tilfinningin er að það þyki jákvætt að vera virkur þátttakandi í þessum tiltekna flokki,“ segir Esposito og bætir við að GRECO hafi einnig orðið áskynja um þau viðhorf innan lögreglunnar að ákjósanlegt þyki fyrir frama innan löggæslunnar að hafa góð tengsl við eða vera meðlimur í viðkomandi stjórnmálaflokki. Að lokum segir Esposito samtökin hafa fengið upplýsingar og dæmi um tilvik innan lögreglunnar, þar sem þessi hætta á pólitískum afskiptum hafi raungerst með beinum afskiptum ráðherra af störfum lögreglu. Birtist í Fréttablaðinu Lekamálið Lögreglumál Tengdar fréttir Afskipti Hönnu Birnu „alvarleg og í hæsta máta ámælisverð“ Þó ekki forsendur til frekari skoðunar á málinu. 30. apríl 2015 19:39 „Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Íslensk löggæsla þykir sérstaklega berskjölduð fyrir pólitískum áhrifum að mati GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, sem birta í dag niðurstöður úttektar sinnar um æðstu handhafa framkvæmdarvalds og löggæslu á Íslandi. „Samkvæmt samtölum okkar við fólk í vettvangsferðinni til Íslands er það sambland nokkurra þátta sem bendir til þessa,“ segir Gianluca Esposito, sérfræðingur GRECO sem kom hingað til lands síðastliðið haust og er einn höfunda skýrslunnar. Esposito vísar í fyrsta lagi til þess að þrátt fyrir að lögreglan sé í orði kveðnu undir stjórn og háð eftirliti ríkislögreglustjóra, sé ábyrgðarkeðjan innan löggæslunnar ekki lóðrétt heldur lárétt. Þannig heyri ekki aðeins ríkislögreglustjóri beint undir ráðherra, heldur heyri lögreglustjórar umdæmanna í raun ekki undir ríkislögreglustjóra heldur einnig beint undir ráðherra. Þetta þýði að allir níu lögreglustjórar landsins stýri daglegum löggæslustörfum undir beinni stjórn ráðherra. Við þetta bætist einnig að héraðssaksóknari, sem hefur eftirlitsskyldur gagnvart löggæslunni og ákæruvaldi, lýtur einnig skipunarvaldi ráðherra.Gianluca Esposito er sérfræðingur Greco, samtaka ríkja gegn spillingu. Hann ræddi við fjölda manns í vettvangsferð samtakana til Íslands síðastliðið haust.Í öðru lagi séu ekki aðeins helstu stjórnendur innan lögreglunnar heldur einnig óbreyttir lögreglumenn skipaðir til fimm ára í senn. „Segjum sem svo að ráðherranum líki ekki við einhvern, þá er tiltölulega auðvelt að framlengja ekki ráðningu viðkomandi án þess að ráðherra þurfi að gefa sérstaka skýringu á því,“ segir Esposito og vísar einnig til þess að þrátt fyrir reglur um skipanir í embætti mæli GRECO sérstaklega með því að ráðningar- og skipunarferli innan lögreglunnar verði opnara og gegnsærra, lausar stöður og embætti verði auglýst, hæfniskröfur skýrar og mat á hæfni umsækjenda fari fram eftir gegnsæjum og skýrum reglum. Í þriðja lagi segir Esposito samtökin hafi fundið fyrir þeirri ásýnd fólks í vettvangsferð sinni að sterk og rótgróin tengsl séu milli íslenskra löggæsluyfirvalda og tiltekins stjórnmálaflokks og fyrir því muni vera sögulegar ástæður. „Tilfinningin er að það þyki jákvætt að vera virkur þátttakandi í þessum tiltekna flokki,“ segir Esposito og bætir við að GRECO hafi einnig orðið áskynja um þau viðhorf innan lögreglunnar að ákjósanlegt þyki fyrir frama innan löggæslunnar að hafa góð tengsl við eða vera meðlimur í viðkomandi stjórnmálaflokki. Að lokum segir Esposito samtökin hafa fengið upplýsingar og dæmi um tilvik innan lögreglunnar, þar sem þessi hætta á pólitískum afskiptum hafi raungerst með beinum afskiptum ráðherra af störfum lögreglu.
Birtist í Fréttablaðinu Lekamálið Lögreglumál Tengdar fréttir Afskipti Hönnu Birnu „alvarleg og í hæsta máta ámælisverð“ Þó ekki forsendur til frekari skoðunar á málinu. 30. apríl 2015 19:39 „Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Afskipti Hönnu Birnu „alvarleg og í hæsta máta ámælisverð“ Þó ekki forsendur til frekari skoðunar á málinu. 30. apríl 2015 19:39
„Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08