„Nokkuð skýr merki“ að fjölgunartoppinum sé náð Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2018 10:30 Ætla má vöxtur í fjölda ferðamanna verði hægari á næstu misserum Vísir/Vilhelm Á fyrsta ársfjórðungi nam fjöldi erlendra ferðamanna 481 þúsund borið saman við 452 þúsund á sama tímabili í fyrra. Fjölgunin á milli ára, sem nemur 6,3%, hefur ekki verið minni síðan á þriðja ársfjórðungi 2010. Þá fækkaði ferðamönnum um 1,3% frá árinu áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans, sem kom út í dag. Þar segir meðal annars að fjölgunin síðustu 12 mánuði leiti stöðugt niður á við, sé litið til einstakra mánaða á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þannig var fjölgunin 8,5% í janúar, 7,9% í febrúar og 3,1% í mars, sem er minnsti vöxtur síðan í mars 2011. Ef farið er aftur til síðasta árs sést svipuð þróun - skýr leitni til lækkunar. „Segja má að ákveðin kaflaskil hafi orðið í maí þegar vöxturinn fór úr því að vera á bilinu 45-75% í janúar-apríl niður í 17,5%,“ stendur í Hagsjánni og til útskýringar bætt við að á tímabilinu maí til október á síðasta ári lá vöxturinn á bilinu 15-19%. Það hafi svo orðið önnur kaflaskil í nóvember þegar vöxturinn fór niður fyrir 10% og hefur hann haldist þar síðan. „Árleg meðalfjölgun erlendra ferðamanna hér á landi á tímabilinu 1949-2017 nemur 9,3%. Marsmánuður var fjórði mánuðurinn í röð þar sem fjölgunin er undir þessu sögulega meðaltali. Það eru nokkuð skýr merki þess að toppnum í fjölgun ferðamanna hafi verið náð og framundan sé mun lægri vöxtur,“ segir í Hagsjá Landsbankans sem má nálgast í heild sinni hér. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Sjá meira
Á fyrsta ársfjórðungi nam fjöldi erlendra ferðamanna 481 þúsund borið saman við 452 þúsund á sama tímabili í fyrra. Fjölgunin á milli ára, sem nemur 6,3%, hefur ekki verið minni síðan á þriðja ársfjórðungi 2010. Þá fækkaði ferðamönnum um 1,3% frá árinu áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans, sem kom út í dag. Þar segir meðal annars að fjölgunin síðustu 12 mánuði leiti stöðugt niður á við, sé litið til einstakra mánaða á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þannig var fjölgunin 8,5% í janúar, 7,9% í febrúar og 3,1% í mars, sem er minnsti vöxtur síðan í mars 2011. Ef farið er aftur til síðasta árs sést svipuð þróun - skýr leitni til lækkunar. „Segja má að ákveðin kaflaskil hafi orðið í maí þegar vöxturinn fór úr því að vera á bilinu 45-75% í janúar-apríl niður í 17,5%,“ stendur í Hagsjánni og til útskýringar bætt við að á tímabilinu maí til október á síðasta ári lá vöxturinn á bilinu 15-19%. Það hafi svo orðið önnur kaflaskil í nóvember þegar vöxturinn fór niður fyrir 10% og hefur hann haldist þar síðan. „Árleg meðalfjölgun erlendra ferðamanna hér á landi á tímabilinu 1949-2017 nemur 9,3%. Marsmánuður var fjórði mánuðurinn í röð þar sem fjölgunin er undir þessu sögulega meðaltali. Það eru nokkuð skýr merki þess að toppnum í fjölgun ferðamanna hafi verið náð og framundan sé mun lægri vöxtur,“ segir í Hagsjá Landsbankans sem má nálgast í heild sinni hér.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Sjá meira
Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent