Hópuppsagnir hjá Novomatic Grétar Þór Sigurðsson skrifar 26. apríl 2018 06:00 Skrifstofur Novomatic Lottery Solutions (Iceland) eru við Holtasmára 1 í Kópavogi. Vísir/Sigtryggur Átján starfsmönnum Novomatic Lottery Solutions (Iceland) hf. var sagt upp í vikunni. Samkvæmt upplýsingum frá Novomatic LS er um að ræða störf í hugbúnaðargerð en fyrirtækið hannar hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí og hefur viðskiptavini víða um heim. Eftir uppsagnirnar munu 94 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Íslandi. Trúnaðarmaður starfsmanna, Borislav Makarov, sagði andrúmsloftið á vinnustaðnum eðli málsins samkvæmt ekki vera gott. Hann staðfesti við blaðamann að ástæða uppsagnanna væri sú að stór kúnni hefði slitið samningi sínum við Novomatic LS. Framtíðartekjur yrðu þar af leiðandi lægri en vonir stóðu til og því var fólki sagt upp. Hann sagði að fækkað hafi í hverri deild fyrirtækisins um um það bil 10 prósent svo álag starfsmanna ætti örugglega eftir að aukast. Borislav benti einnig á að uppsagnirnar væru ekki bundnar við Ísland en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru uppsagnirnar liður í víðtækari aðgerðum fyrirtækisins til hagræðingar. Sjö starfsmönnum hafi verið sagt upp á Spáni og sautján í Serbíu. Utan Íslands starfa um það bil 240 manns á öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins. Aðallega voru það forritarar sem misstu vinnuna í uppsögnunum. Að sögn Borislavs gegndu starfsmennirnir þó mismunandi hlutverkum. Hann segir að fyrirtækið hafi séð til þess að þeim sem sagt hafi verið upp hafi verið veittur stuðningur, bæði með aðkomu ráðgjafar- og ráðningarfyrirtækis. Vinnumálastofnun var greint frá uppsögnunum með lögboðnum fyrirvara og samráð var haft við trúnaðarmenn starfsmanna. Nokkur fyrirtæki hafa haft samband beint við Novomatic LS og óskað eftir starfskröftum þeirra sem láta af störfum. Fréttablaðið hafði samband við mannauðsstjóra fyrirtækisins, Ernu Arnardóttur, sem vildi lítið tjá sig um málið en svaraði fyrirspurn með skriflegu svari. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Guðmundur Gauti Guðmundsson, baðst einnig undan viðtali. Novomatic rataði í fréttirnar hérlendis þegar samsteypan keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware ehf. Kaupverðið var trúnaðarmál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á þeim tíma nam kaupverðið á milli tveggja og þriggja milljarða króna. Betware hafði þá frá árinu 1998 þróað og selt netlausnir fyrir leikjaiðnaðinn með áherslu á lottóleiki. Á heimasíðu Novomatic er sagt að kaupin hafi á sínum tíma verið ein stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi eftir hrunið 2008. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða 90 prósenta hlutur í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware hefur verið seldur austurrísku fyrirtækjasamsteypunni Novomatic. Kaupverðið er tveir til þrír milljarðar króna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins og starfsfólk verður áfram hér á landi. 11. nóvember 2013 07:00 Sala Betware stærsta erlenda fjárfesting frá hruni Austurrísk fyrirtækjasamsteypa festi kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Salan er á meðal stærstu erlendra fjárfestinga í íslensku athafnalífi frá hruni. Fyrrum eigandi fyrirtækisins segir það sæta furðu að íslensk yfirvöld hlúi ekki betur að sprotafyrirtækjum. 11. nóvember 2013 18:30 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Sjá meira
Átján starfsmönnum Novomatic Lottery Solutions (Iceland) hf. var sagt upp í vikunni. Samkvæmt upplýsingum frá Novomatic LS er um að ræða störf í hugbúnaðargerð en fyrirtækið hannar hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí og hefur viðskiptavini víða um heim. Eftir uppsagnirnar munu 94 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Íslandi. Trúnaðarmaður starfsmanna, Borislav Makarov, sagði andrúmsloftið á vinnustaðnum eðli málsins samkvæmt ekki vera gott. Hann staðfesti við blaðamann að ástæða uppsagnanna væri sú að stór kúnni hefði slitið samningi sínum við Novomatic LS. Framtíðartekjur yrðu þar af leiðandi lægri en vonir stóðu til og því var fólki sagt upp. Hann sagði að fækkað hafi í hverri deild fyrirtækisins um um það bil 10 prósent svo álag starfsmanna ætti örugglega eftir að aukast. Borislav benti einnig á að uppsagnirnar væru ekki bundnar við Ísland en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru uppsagnirnar liður í víðtækari aðgerðum fyrirtækisins til hagræðingar. Sjö starfsmönnum hafi verið sagt upp á Spáni og sautján í Serbíu. Utan Íslands starfa um það bil 240 manns á öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins. Aðallega voru það forritarar sem misstu vinnuna í uppsögnunum. Að sögn Borislavs gegndu starfsmennirnir þó mismunandi hlutverkum. Hann segir að fyrirtækið hafi séð til þess að þeim sem sagt hafi verið upp hafi verið veittur stuðningur, bæði með aðkomu ráðgjafar- og ráðningarfyrirtækis. Vinnumálastofnun var greint frá uppsögnunum með lögboðnum fyrirvara og samráð var haft við trúnaðarmenn starfsmanna. Nokkur fyrirtæki hafa haft samband beint við Novomatic LS og óskað eftir starfskröftum þeirra sem láta af störfum. Fréttablaðið hafði samband við mannauðsstjóra fyrirtækisins, Ernu Arnardóttur, sem vildi lítið tjá sig um málið en svaraði fyrirspurn með skriflegu svari. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Guðmundur Gauti Guðmundsson, baðst einnig undan viðtali. Novomatic rataði í fréttirnar hérlendis þegar samsteypan keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware ehf. Kaupverðið var trúnaðarmál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á þeim tíma nam kaupverðið á milli tveggja og þriggja milljarða króna. Betware hafði þá frá árinu 1998 þróað og selt netlausnir fyrir leikjaiðnaðinn með áherslu á lottóleiki. Á heimasíðu Novomatic er sagt að kaupin hafi á sínum tíma verið ein stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi eftir hrunið 2008.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða 90 prósenta hlutur í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware hefur verið seldur austurrísku fyrirtækjasamsteypunni Novomatic. Kaupverðið er tveir til þrír milljarðar króna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins og starfsfólk verður áfram hér á landi. 11. nóvember 2013 07:00 Sala Betware stærsta erlenda fjárfesting frá hruni Austurrísk fyrirtækjasamsteypa festi kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Salan er á meðal stærstu erlendra fjárfestinga í íslensku athafnalífi frá hruni. Fyrrum eigandi fyrirtækisins segir það sæta furðu að íslensk yfirvöld hlúi ekki betur að sprotafyrirtækjum. 11. nóvember 2013 18:30 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Sjá meira
Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða 90 prósenta hlutur í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware hefur verið seldur austurrísku fyrirtækjasamsteypunni Novomatic. Kaupverðið er tveir til þrír milljarðar króna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins og starfsfólk verður áfram hér á landi. 11. nóvember 2013 07:00
Sala Betware stærsta erlenda fjárfesting frá hruni Austurrísk fyrirtækjasamsteypa festi kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Salan er á meðal stærstu erlendra fjárfestinga í íslensku athafnalífi frá hruni. Fyrrum eigandi fyrirtækisins segir það sæta furðu að íslensk yfirvöld hlúi ekki betur að sprotafyrirtækjum. 11. nóvember 2013 18:30