Íranir hafa engan áhuga á að breyta kjarnorkusamningnum Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 14:54 Rouhani dregur í efa lögmæti þess að Bandaríkjamenn og Frakkar ákveði breytingar á samningi sem sex ríki auk ESB eiga aðild að. Vísir/AFP Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að vesturlönd hafi engan rétt á að krukka í samkomulagi sem gert var við Írani um kjarnorkuframleiðslu þeirra árið 2015. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýstu yfir vilja til að semja upp á nýtt á fundi þeirra í Washington-borg í gær. Trump hefur fundið tímamótasamkomulaginu allt til foráttu frá því að hann tók við embætti og hefur viljað rifta því. Hann hefur gefið Bandaríkjaþingi og Evrópuþjóðum frest til 12. maí til að bæta úr því sem hann kallar „hræðilega galla“ á samkomulaginu. Tilgangurinn með heimsókn Macron til Bandaríkjanna nú er meðal annars sá að reyna að tala Trump ofan af því. Saman tilkynntu þeir í gær að þeir ynnu að nýjum samningi sem myndi útvíkka skilyrði upphaflega samkomulagsins. Í því var kveðið á um að Íranir hættu kjarnorkuframleiðslu sinni gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn landinu. Rouhani gefur hins vegar lítið fyrir það tal Trump og Macron. Þeir hafi engan rétt á að semja upp á nýtt. Þá staðhæfir hann að Trump sé ekki hæfur til að tjá sig um alþjóðasamninga af þessu tagi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þú hefur engan bakgrunn í stjórnmálum. Þú hefur engan bakgrunn í lögfræði. Þú hefur engan bakgrunn í alþjóðlegum samningum,“ segir Rouhani. Fimm fastaþjóðirnar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Rússar og Kínverjar auk Þjóðverja og Evrópusambandsins gerðu samkomulagið við Írani á sínum tíma eftir langar og strangar viðræður. Rouhani efast um lögmæti þess að Bandaríkjamenn og Frakkar geti ákveðið einir að breyta samkomulaginu nú. Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að vesturlönd hafi engan rétt á að krukka í samkomulagi sem gert var við Írani um kjarnorkuframleiðslu þeirra árið 2015. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýstu yfir vilja til að semja upp á nýtt á fundi þeirra í Washington-borg í gær. Trump hefur fundið tímamótasamkomulaginu allt til foráttu frá því að hann tók við embætti og hefur viljað rifta því. Hann hefur gefið Bandaríkjaþingi og Evrópuþjóðum frest til 12. maí til að bæta úr því sem hann kallar „hræðilega galla“ á samkomulaginu. Tilgangurinn með heimsókn Macron til Bandaríkjanna nú er meðal annars sá að reyna að tala Trump ofan af því. Saman tilkynntu þeir í gær að þeir ynnu að nýjum samningi sem myndi útvíkka skilyrði upphaflega samkomulagsins. Í því var kveðið á um að Íranir hættu kjarnorkuframleiðslu sinni gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn landinu. Rouhani gefur hins vegar lítið fyrir það tal Trump og Macron. Þeir hafi engan rétt á að semja upp á nýtt. Þá staðhæfir hann að Trump sé ekki hæfur til að tjá sig um alþjóðasamninga af þessu tagi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þú hefur engan bakgrunn í stjórnmálum. Þú hefur engan bakgrunn í lögfræði. Þú hefur engan bakgrunn í alþjóðlegum samningum,“ segir Rouhani. Fimm fastaþjóðirnar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Rússar og Kínverjar auk Þjóðverja og Evrópusambandsins gerðu samkomulagið við Írani á sínum tíma eftir langar og strangar viðræður. Rouhani efast um lögmæti þess að Bandaríkjamenn og Frakkar geti ákveðið einir að breyta samkomulaginu nú.
Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02
Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27