Sindri fer sjálfviljugur til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2018 11:05 Michiel Kuyp, til vinstri, er skipaður verjandi Sindra í Hollandi. Sindri Þór Stefánsson lagðist ekki gegn því að verða framseldur frá Hollandi til Íslands. Þetta segir skipaður verjandi Sindra í Amsterdam í samtali við Vísi. Sindri var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Amsterdam fyrr í morgun þar sem hann var úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald. Hann var spurður út í afstöðu sína til framsals til Íslands en Michiel Kuyp, skipaður verjandi Sindra, segir í samtali við Vísi að Sindri hefði lýst því yfir að hann vildi fara aftur til Íslands. „Hann sagði við dómarann að hann hefði verið frjáls til að fara hvert sem hann vildi þegar hann yfirgaf Ísland. Lögreglan á Íslandi hefði sagt honum að hann mætti ekki fara en það lá ekki fyrir úrskurður dómara um að halda honum lengur. Hann sagðist ekki hafa flúið og ekki reynt að fela sig. Sindri sagðist hafa viljað segja frá því hvað lögreglan gerði honum, þess vegna fór hann til Hollands. Hann sagði að nú þegar hann hefur sagt sína hlið þá sé hann reiðubúinn að snúa aftur til Íslands,“ segir Kuyp. Hann segir að saksóknari í Hollandi muni sjá Sindra fyrir flugi til Íslands og að það megi búast við því að Sindri verði kominn aftur til Íslands innan tuttugu daga. „Hann gerir það algjörlega sjálfviljugur,“ segir Kuyp. Hann sagði Sindra sem stendur í haldi í dómhúsinu en hann muni síðar að öllum líkindum fara í fangelsið í Zaandam, skammt frá Amsterdam. Sindri Þór strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn og flaug samdægurs til Stokkhólms í Svíþjóð. Hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að vegfarandi hafði látið lögreglu vita af honum. Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi á Íslandi frá því febrúar vegna gruns um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði sem var notaður til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson lagðist ekki gegn því að verða framseldur frá Hollandi til Íslands. Þetta segir skipaður verjandi Sindra í Amsterdam í samtali við Vísi. Sindri var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Amsterdam fyrr í morgun þar sem hann var úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald. Hann var spurður út í afstöðu sína til framsals til Íslands en Michiel Kuyp, skipaður verjandi Sindra, segir í samtali við Vísi að Sindri hefði lýst því yfir að hann vildi fara aftur til Íslands. „Hann sagði við dómarann að hann hefði verið frjáls til að fara hvert sem hann vildi þegar hann yfirgaf Ísland. Lögreglan á Íslandi hefði sagt honum að hann mætti ekki fara en það lá ekki fyrir úrskurður dómara um að halda honum lengur. Hann sagðist ekki hafa flúið og ekki reynt að fela sig. Sindri sagðist hafa viljað segja frá því hvað lögreglan gerði honum, þess vegna fór hann til Hollands. Hann sagði að nú þegar hann hefur sagt sína hlið þá sé hann reiðubúinn að snúa aftur til Íslands,“ segir Kuyp. Hann segir að saksóknari í Hollandi muni sjá Sindra fyrir flugi til Íslands og að það megi búast við því að Sindri verði kominn aftur til Íslands innan tuttugu daga. „Hann gerir það algjörlega sjálfviljugur,“ segir Kuyp. Hann sagði Sindra sem stendur í haldi í dómhúsinu en hann muni síðar að öllum líkindum fara í fangelsið í Zaandam, skammt frá Amsterdam. Sindri Þór strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn og flaug samdægurs til Stokkhólms í Svíþjóð. Hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að vegfarandi hafði látið lögreglu vita af honum. Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi á Íslandi frá því febrúar vegna gruns um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði sem var notaður til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26