Aðeins pláss fyrir tuttugu konur á sængurlegudeild Landspítala Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. apríl 2018 12:45 Að meðaltali fæðast níu börn á dag á Landspítalanum. Vísir/Getty Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. Hún segir einnig að hugmyndir um að lengja legu sængurkvenna á kostnað heimaþjónustu gangi ekki upp vegna plássleysis á Landspítala. „Á Landspítalanum eru ekki nema tuttugu rúm bæði fyrir meðgöngukonur og sængurkonur, sem sagt veikar konur á meðgöngu sem þurfa ða liggja inni hjá okkur og svo allar sængurkonurnar sem leggjast inn hjá okkur eftir fæðingu,” segir Ellen Bára í samtali vði Vísi. „Á Landspítalanum eru að meðaltali níu fæðingar á sólarhring. Þannig að þú sérð það að tuttugu rúm inni á meðgöngu og sængurlegudeild kemur ekki til með að nýtast nema þá bara í stuttan tíma fyrir konur sem eru búnar að fæða. Það myndast þarna ákveðinn flöskuháls fljótlega ef ekkert verður samið við okkur.”Vonar að einblínt verði á að semja Ellen segir jafnframt að það sé varhugavert að senda hjúkrunarfræðinga heilsugæslustöðva í heimavitjanir til nýbakaðra mæðra og nýbura. „Það er náttúrulega ekkert sniðugt að vera að senda heilsugæslurnar í þessi störf okkar þar sem þær geta ekki sinnt því sem við erum að sinna í heimaþjónustunum annað en að vigta nýburann og taka þessa blóðprufu sem er tekin úr hælnum þeirra tveggja sólarhringa gömul. Annað sjáum við ekki að sé hægt að sinna frá heilsugæslunni. Þessi þjónusta sem heilbrigðisráðherra nefnir í gær og segist hafa biðlað til heilbrigðisstofnana á landinu að veita konum þessa þjónustu það er náttúrulega bara verið að tala um að sinna þeim í sængurlegunni inni á sjúkrahúsunum vegna þess að spítalarnir geta ekki sent fólk út í bæ í vitjanir sem við höfum verið að sinna hingað til.” Hún segist vona að heilbrigðisyfirvöld einblíni á að semja við ljósmæður. „Vonandi verður fundað um þetta og þá reynt að einblína frekar á að semja við okkur ljósmæður sem sinnum heimaþjónustunni til að við getum tekið til starfa aftur í stað þess að eyða tíma í að leita annarra leiða í það hvernig er hægt að sinna þessum konum og þessum fjölskyldum eftir fæðingu. Einfaldasta lausnin væri náttúrulega að samþykkja þessa hækkun sem við höfum farið fram á án þess að taka út aðra liði sem virðist hafa verið í skoðun núna, sem var neyðarúrræði fyrir ríkið að skoða ef þeir hefðu ekki getað orðið við þessari hækkun.“ Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Neyðaráætlun á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp. Landspítalinn vinnur að neyðaráætlun sem á að vera tiltæk ef af uppsögnunum verður. 18. apríl 2018 20:22 Landspítalinn segir að aðgerðir ljósmæðra muni skapa „mikinn vanda“ Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. 24. apríl 2018 11:31 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. Hún segir einnig að hugmyndir um að lengja legu sængurkvenna á kostnað heimaþjónustu gangi ekki upp vegna plássleysis á Landspítala. „Á Landspítalanum eru ekki nema tuttugu rúm bæði fyrir meðgöngukonur og sængurkonur, sem sagt veikar konur á meðgöngu sem þurfa ða liggja inni hjá okkur og svo allar sængurkonurnar sem leggjast inn hjá okkur eftir fæðingu,” segir Ellen Bára í samtali vði Vísi. „Á Landspítalanum eru að meðaltali níu fæðingar á sólarhring. Þannig að þú sérð það að tuttugu rúm inni á meðgöngu og sængurlegudeild kemur ekki til með að nýtast nema þá bara í stuttan tíma fyrir konur sem eru búnar að fæða. Það myndast þarna ákveðinn flöskuháls fljótlega ef ekkert verður samið við okkur.”Vonar að einblínt verði á að semja Ellen segir jafnframt að það sé varhugavert að senda hjúkrunarfræðinga heilsugæslustöðva í heimavitjanir til nýbakaðra mæðra og nýbura. „Það er náttúrulega ekkert sniðugt að vera að senda heilsugæslurnar í þessi störf okkar þar sem þær geta ekki sinnt því sem við erum að sinna í heimaþjónustunum annað en að vigta nýburann og taka þessa blóðprufu sem er tekin úr hælnum þeirra tveggja sólarhringa gömul. Annað sjáum við ekki að sé hægt að sinna frá heilsugæslunni. Þessi þjónusta sem heilbrigðisráðherra nefnir í gær og segist hafa biðlað til heilbrigðisstofnana á landinu að veita konum þessa þjónustu það er náttúrulega bara verið að tala um að sinna þeim í sængurlegunni inni á sjúkrahúsunum vegna þess að spítalarnir geta ekki sent fólk út í bæ í vitjanir sem við höfum verið að sinna hingað til.” Hún segist vona að heilbrigðisyfirvöld einblíni á að semja við ljósmæður. „Vonandi verður fundað um þetta og þá reynt að einblína frekar á að semja við okkur ljósmæður sem sinnum heimaþjónustunni til að við getum tekið til starfa aftur í stað þess að eyða tíma í að leita annarra leiða í það hvernig er hægt að sinna þessum konum og þessum fjölskyldum eftir fæðingu. Einfaldasta lausnin væri náttúrulega að samþykkja þessa hækkun sem við höfum farið fram á án þess að taka út aðra liði sem virðist hafa verið í skoðun núna, sem var neyðarúrræði fyrir ríkið að skoða ef þeir hefðu ekki getað orðið við þessari hækkun.“
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Neyðaráætlun á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp. Landspítalinn vinnur að neyðaráætlun sem á að vera tiltæk ef af uppsögnunum verður. 18. apríl 2018 20:22 Landspítalinn segir að aðgerðir ljósmæðra muni skapa „mikinn vanda“ Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. 24. apríl 2018 11:31 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16
Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00
Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30
Neyðaráætlun á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp. Landspítalinn vinnur að neyðaráætlun sem á að vera tiltæk ef af uppsögnunum verður. 18. apríl 2018 20:22
Landspítalinn segir að aðgerðir ljósmæðra muni skapa „mikinn vanda“ Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. 24. apríl 2018 11:31