Aðeins pláss fyrir tuttugu konur á sængurlegudeild Landspítala Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. apríl 2018 12:45 Að meðaltali fæðast níu börn á dag á Landspítalanum. Vísir/Getty Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. Hún segir einnig að hugmyndir um að lengja legu sængurkvenna á kostnað heimaþjónustu gangi ekki upp vegna plássleysis á Landspítala. „Á Landspítalanum eru ekki nema tuttugu rúm bæði fyrir meðgöngukonur og sængurkonur, sem sagt veikar konur á meðgöngu sem þurfa ða liggja inni hjá okkur og svo allar sængurkonurnar sem leggjast inn hjá okkur eftir fæðingu,” segir Ellen Bára í samtali vði Vísi. „Á Landspítalanum eru að meðaltali níu fæðingar á sólarhring. Þannig að þú sérð það að tuttugu rúm inni á meðgöngu og sængurlegudeild kemur ekki til með að nýtast nema þá bara í stuttan tíma fyrir konur sem eru búnar að fæða. Það myndast þarna ákveðinn flöskuháls fljótlega ef ekkert verður samið við okkur.”Vonar að einblínt verði á að semja Ellen segir jafnframt að það sé varhugavert að senda hjúkrunarfræðinga heilsugæslustöðva í heimavitjanir til nýbakaðra mæðra og nýbura. „Það er náttúrulega ekkert sniðugt að vera að senda heilsugæslurnar í þessi störf okkar þar sem þær geta ekki sinnt því sem við erum að sinna í heimaþjónustunum annað en að vigta nýburann og taka þessa blóðprufu sem er tekin úr hælnum þeirra tveggja sólarhringa gömul. Annað sjáum við ekki að sé hægt að sinna frá heilsugæslunni. Þessi þjónusta sem heilbrigðisráðherra nefnir í gær og segist hafa biðlað til heilbrigðisstofnana á landinu að veita konum þessa þjónustu það er náttúrulega bara verið að tala um að sinna þeim í sængurlegunni inni á sjúkrahúsunum vegna þess að spítalarnir geta ekki sent fólk út í bæ í vitjanir sem við höfum verið að sinna hingað til.” Hún segist vona að heilbrigðisyfirvöld einblíni á að semja við ljósmæður. „Vonandi verður fundað um þetta og þá reynt að einblína frekar á að semja við okkur ljósmæður sem sinnum heimaþjónustunni til að við getum tekið til starfa aftur í stað þess að eyða tíma í að leita annarra leiða í það hvernig er hægt að sinna þessum konum og þessum fjölskyldum eftir fæðingu. Einfaldasta lausnin væri náttúrulega að samþykkja þessa hækkun sem við höfum farið fram á án þess að taka út aðra liði sem virðist hafa verið í skoðun núna, sem var neyðarúrræði fyrir ríkið að skoða ef þeir hefðu ekki getað orðið við þessari hækkun.“ Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Neyðaráætlun á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp. Landspítalinn vinnur að neyðaráætlun sem á að vera tiltæk ef af uppsögnunum verður. 18. apríl 2018 20:22 Landspítalinn segir að aðgerðir ljósmæðra muni skapa „mikinn vanda“ Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. 24. apríl 2018 11:31 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. Hún segir einnig að hugmyndir um að lengja legu sængurkvenna á kostnað heimaþjónustu gangi ekki upp vegna plássleysis á Landspítala. „Á Landspítalanum eru ekki nema tuttugu rúm bæði fyrir meðgöngukonur og sængurkonur, sem sagt veikar konur á meðgöngu sem þurfa ða liggja inni hjá okkur og svo allar sængurkonurnar sem leggjast inn hjá okkur eftir fæðingu,” segir Ellen Bára í samtali vði Vísi. „Á Landspítalanum eru að meðaltali níu fæðingar á sólarhring. Þannig að þú sérð það að tuttugu rúm inni á meðgöngu og sængurlegudeild kemur ekki til með að nýtast nema þá bara í stuttan tíma fyrir konur sem eru búnar að fæða. Það myndast þarna ákveðinn flöskuháls fljótlega ef ekkert verður samið við okkur.”Vonar að einblínt verði á að semja Ellen segir jafnframt að það sé varhugavert að senda hjúkrunarfræðinga heilsugæslustöðva í heimavitjanir til nýbakaðra mæðra og nýbura. „Það er náttúrulega ekkert sniðugt að vera að senda heilsugæslurnar í þessi störf okkar þar sem þær geta ekki sinnt því sem við erum að sinna í heimaþjónustunum annað en að vigta nýburann og taka þessa blóðprufu sem er tekin úr hælnum þeirra tveggja sólarhringa gömul. Annað sjáum við ekki að sé hægt að sinna frá heilsugæslunni. Þessi þjónusta sem heilbrigðisráðherra nefnir í gær og segist hafa biðlað til heilbrigðisstofnana á landinu að veita konum þessa þjónustu það er náttúrulega bara verið að tala um að sinna þeim í sængurlegunni inni á sjúkrahúsunum vegna þess að spítalarnir geta ekki sent fólk út í bæ í vitjanir sem við höfum verið að sinna hingað til.” Hún segist vona að heilbrigðisyfirvöld einblíni á að semja við ljósmæður. „Vonandi verður fundað um þetta og þá reynt að einblína frekar á að semja við okkur ljósmæður sem sinnum heimaþjónustunni til að við getum tekið til starfa aftur í stað þess að eyða tíma í að leita annarra leiða í það hvernig er hægt að sinna þessum konum og þessum fjölskyldum eftir fæðingu. Einfaldasta lausnin væri náttúrulega að samþykkja þessa hækkun sem við höfum farið fram á án þess að taka út aðra liði sem virðist hafa verið í skoðun núna, sem var neyðarúrræði fyrir ríkið að skoða ef þeir hefðu ekki getað orðið við þessari hækkun.“
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Neyðaráætlun á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp. Landspítalinn vinnur að neyðaráætlun sem á að vera tiltæk ef af uppsögnunum verður. 18. apríl 2018 20:22 Landspítalinn segir að aðgerðir ljósmæðra muni skapa „mikinn vanda“ Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. 24. apríl 2018 11:31 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16
Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00
Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30
Neyðaráætlun á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp. Landspítalinn vinnur að neyðaráætlun sem á að vera tiltæk ef af uppsögnunum verður. 18. apríl 2018 20:22
Landspítalinn segir að aðgerðir ljósmæðra muni skapa „mikinn vanda“ Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. 24. apríl 2018 11:31