T-Mobile og Sprint í eina sæng Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2018 06:57 John Legere, forstjóri T-Mobile, er spenntur fyrir samrunanum. Vísir/getty Bandaríski fjarskiptarisinn T-Mobile hefur samþykkt að festa kaup á einum helsta keppinauti sínum, fjarskiptafyrirtækinu Sprint, fyrir um 26 milljarða bandaríkjadala. Upphæðin nemur um 2600 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða samruna þriðja og fjórða stærsta fjarskiptafyrirtækis Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja að samruninn muni auka samkeppnishæfni sameinaðs fyrirtækis og auðvelda því að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Þeir eru um 130 milljónir talsins. Þó má ætla að eitthvað sé í það að samruninn gangi í gegn. Samkeppnisyfirvöld vestanhafs eiga eftir að gefa grænt ljós á samrunann, sem talinn er geta haft töluverð áhrif á verðlag á bandarískum fjarskiptamarkaði. Fyrirtækin tvö hafa rætt samruna frá árinu 2014 en ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, lagði stein í götu viðræðnanna til að sporna við auðhringamyndun í geiranum. Forstjóri T-Mobile, John Legere, er þó hvergi banginn og segir að hið sameinaða fyrirtæki muni verja 40 milljörðum dala, 4000 milljörðum króna, í þróun og uppsetningu nýs 5G fjarskiptanets. Hann segir afkastagetu slíks nets vera um 30-falt meiri en núverandi kerfis.With @Sprint's incredible 2.5 GHz spectrum, @TMobile's nationwide 600 MHz + our other combined assets… Together, we will build the highest-capacity mobile network in US history!! I'm talking 30X more capacity than T-Mobile today!! #5GForAll https://t.co/5eK0nITWKh— John Legere (@JohnLegere) April 29, 2018 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandaríski fjarskiptarisinn T-Mobile hefur samþykkt að festa kaup á einum helsta keppinauti sínum, fjarskiptafyrirtækinu Sprint, fyrir um 26 milljarða bandaríkjadala. Upphæðin nemur um 2600 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða samruna þriðja og fjórða stærsta fjarskiptafyrirtækis Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja að samruninn muni auka samkeppnishæfni sameinaðs fyrirtækis og auðvelda því að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Þeir eru um 130 milljónir talsins. Þó má ætla að eitthvað sé í það að samruninn gangi í gegn. Samkeppnisyfirvöld vestanhafs eiga eftir að gefa grænt ljós á samrunann, sem talinn er geta haft töluverð áhrif á verðlag á bandarískum fjarskiptamarkaði. Fyrirtækin tvö hafa rætt samruna frá árinu 2014 en ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, lagði stein í götu viðræðnanna til að sporna við auðhringamyndun í geiranum. Forstjóri T-Mobile, John Legere, er þó hvergi banginn og segir að hið sameinaða fyrirtæki muni verja 40 milljörðum dala, 4000 milljörðum króna, í þróun og uppsetningu nýs 5G fjarskiptanets. Hann segir afkastagetu slíks nets vera um 30-falt meiri en núverandi kerfis.With @Sprint's incredible 2.5 GHz spectrum, @TMobile's nationwide 600 MHz + our other combined assets… Together, we will build the highest-capacity mobile network in US history!! I'm talking 30X more capacity than T-Mobile today!! #5GForAll https://t.co/5eK0nITWKh— John Legere (@JohnLegere) April 29, 2018
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira