Allt undir á Ásvöllum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2018 10:30 Haukar, Valur, Dominosdeildin, Domino's deild kvenna, karfa, körfubolti, 2018, úrslit Það ræðst í kvöld hvort Haukar eða Valur verður Íslandsmeistari í körfubolta kvenna. Staðan í einvígi liðanna er jöfn, 2-2, en allir leikirnir hafa unnist á heimavelli. Haukar eru deildarmeistarar og því fer oddaleikurinn fram á heimavelli þeirra á Ásvöllum. „Það er geggjað að fá oddaleik. Þetta er það sem stelpurnar eiga skilið, að fá að njóta sín í sviðsljósinu. Það er frábært fyrir kvennakörfuna,“ segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari karlaliðs Vals, sem hefur lýst leikjum í Domino’s-deild kvenna á Stöð 2 Sport undanfarin ár og þjálfaði lengi í deildinni, þ. á m. bæði Hauka og Val. Valskonur eru í fyrsta skipti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst segir frammistöðu liðsins þó ekki hafa komið sér á óvart. „Valsliðið er rosalega öflugt og vel mannað. Þær eru með mestu breiddina að mínu mati. Þær eru vel þjálfaðar og þekkja sín hlutverk vel,“ segir Ágúst sem hrósar Guðbjörgu Sverrisdóttur, fyrirliða Vals, fyrir hennar framgöngu. „Hún hefur spilað mjög vel og kannski betur í þessu einvígi en áður. Hún hefur sýnt leiðtogahæfileika og tekið af skarið,“ segir Ágúst. „Ég hef þekkt Guðbjörgu lengi og það lá alltaf fyrir að hún yrði góð í körfubolta. Að mínu mati er hún besti leikmaðurinn í deildinni, á eftir systur sinni [Helenu Sverrisdóttur], eins og hún er að spila í dag.“ Í úrslitaeinvíginu er Guðbjörg með 17 stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik. Helena er hins vegar með þrefalda tvennu að meðaltali í leik fyrir Hauka; 20 stig, 10,5 fráköst og 11 stoðsendingar. Aalyah Whiteside, bandarískur leikmaður Vals, hefur verið nokkuð stöðug í úrslitaeinvíginu á meðan landa hennar í liði Hauka, Whitney Frazier, hefur verið upp og ofan. „Hún hefur verið góð í sigurleikjunum, sérstaklega í síðasta leiknum á Ásvöllum þar sem hún var frábær. En hún hefur alls ekki verið góð á Hlíðarenda. Hún virðist vera stressuð og illa stillt í þessum leikjum á Hlíðarenda,“ segir Ágúst. Í leikjunum á Ásvöllum í úrslitaeinvíginu er Frazier með 27 stig að meðaltali en aðeins 15,5 stig í leikjunum á Hlíðarenda. Hún getur þó huggað sig við það að hún þarf ekki að spila þar aftur. Ágúst hrósar varnarleik Vals sem var mjög sterkur í fjórða leiknum á fimmtudaginn. „Haukar hittu mjög illa en þær tóku kannski skot sem Valur þvingaði þær í að taka. Valskonur stjórnuðu síðasta leik út frá vörninni. Þær lokuðu betur á Helenu án þess að gefa leikmönnum eins og Þóru Kristínu [Jónsdóttur], sem er besta skytta Hauka fyrir utan Helenu, opin skot,“ segir Ágúst. Aðspurður segir hann að Haukar séu aðeins líklegri í oddaleiknum í kvöld. „Haukarnir hafa Helenu, þær eru deildarmeistarar og með heimavöllinn. Þær hafa svarað þegar Valur hefur unnið. En þetta er bara einn leikur og þetta er galopið. Þótt ég telji Haukana aðeins sigurstranglegri myndi ég ekki þora að leggja mikið undir,“ segir Ágúst að endingu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvort Haukar eða Valur verður Íslandsmeistari í körfubolta kvenna. Staðan í einvígi liðanna er jöfn, 2-2, en allir leikirnir hafa unnist á heimavelli. Haukar eru deildarmeistarar og því fer oddaleikurinn fram á heimavelli þeirra á Ásvöllum. „Það er geggjað að fá oddaleik. Þetta er það sem stelpurnar eiga skilið, að fá að njóta sín í sviðsljósinu. Það er frábært fyrir kvennakörfuna,“ segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari karlaliðs Vals, sem hefur lýst leikjum í Domino’s-deild kvenna á Stöð 2 Sport undanfarin ár og þjálfaði lengi í deildinni, þ. á m. bæði Hauka og Val. Valskonur eru í fyrsta skipti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst segir frammistöðu liðsins þó ekki hafa komið sér á óvart. „Valsliðið er rosalega öflugt og vel mannað. Þær eru með mestu breiddina að mínu mati. Þær eru vel þjálfaðar og þekkja sín hlutverk vel,“ segir Ágúst sem hrósar Guðbjörgu Sverrisdóttur, fyrirliða Vals, fyrir hennar framgöngu. „Hún hefur spilað mjög vel og kannski betur í þessu einvígi en áður. Hún hefur sýnt leiðtogahæfileika og tekið af skarið,“ segir Ágúst. „Ég hef þekkt Guðbjörgu lengi og það lá alltaf fyrir að hún yrði góð í körfubolta. Að mínu mati er hún besti leikmaðurinn í deildinni, á eftir systur sinni [Helenu Sverrisdóttur], eins og hún er að spila í dag.“ Í úrslitaeinvíginu er Guðbjörg með 17 stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik. Helena er hins vegar með þrefalda tvennu að meðaltali í leik fyrir Hauka; 20 stig, 10,5 fráköst og 11 stoðsendingar. Aalyah Whiteside, bandarískur leikmaður Vals, hefur verið nokkuð stöðug í úrslitaeinvíginu á meðan landa hennar í liði Hauka, Whitney Frazier, hefur verið upp og ofan. „Hún hefur verið góð í sigurleikjunum, sérstaklega í síðasta leiknum á Ásvöllum þar sem hún var frábær. En hún hefur alls ekki verið góð á Hlíðarenda. Hún virðist vera stressuð og illa stillt í þessum leikjum á Hlíðarenda,“ segir Ágúst. Í leikjunum á Ásvöllum í úrslitaeinvíginu er Frazier með 27 stig að meðaltali en aðeins 15,5 stig í leikjunum á Hlíðarenda. Hún getur þó huggað sig við það að hún þarf ekki að spila þar aftur. Ágúst hrósar varnarleik Vals sem var mjög sterkur í fjórða leiknum á fimmtudaginn. „Haukar hittu mjög illa en þær tóku kannski skot sem Valur þvingaði þær í að taka. Valskonur stjórnuðu síðasta leik út frá vörninni. Þær lokuðu betur á Helenu án þess að gefa leikmönnum eins og Þóru Kristínu [Jónsdóttur], sem er besta skytta Hauka fyrir utan Helenu, opin skot,“ segir Ágúst. Aðspurður segir hann að Haukar séu aðeins líklegri í oddaleiknum í kvöld. „Haukarnir hafa Helenu, þær eru deildarmeistarar og með heimavöllinn. Þær hafa svarað þegar Valur hefur unnið. En þetta er bara einn leikur og þetta er galopið. Þótt ég telji Haukana aðeins sigurstranglegri myndi ég ekki þora að leggja mikið undir,“ segir Ágúst að endingu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira