Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2018 21:45 Hassan Rouhani, forseti Írans, segir leiðtoga ESB hafa takmörkuð tækifæri til að bjarga kjarnorkusamningnum. vísir/getty Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sagt að Evrópa hafi takmörkuð tækifæri til að bjarga samningnum. Trump tilkynnti um ákvörðun sína í gær og í dag hótaði hann því að láta evrópsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Íran finna fyrir því. Evrópusambandið hefur á móti heitið því að verja fyrirtækin fyrir hvers konar refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna vilja sannfæra Írani um að hægt sé að bjarga samningnum á fundi sem halda á í London á mánudag. Er búist við að Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, mæti á fundinn.Macron vill standa við samninginn í öllum atriðum Þeir Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Rouhani ræddust við í síma í dag. Í yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu vegna símtalsins sagði að Macron hefði lagt áherslu á að hann vilji standa við samninginn í öllum atriðum. Þá lagði hann jafnframt áherslu á að Íranir gerðu slíkt hið sama. Íranskir fjölmiðlar greindu svo frá því að Rouhani hafi sagt við Macron að við núverandi aðstæður hefði Evrópa ekki mörg tækifæri til þess að bjarga samningnum. Leiðtogar álfunnar yrðu að skýra afstöðu sína sem fyrst, útskýra og tilkynna hvað þeir hyggist gera varðandi skyldur sínar í samningnum. Ráðherrar ESB vonast til að geta kynnt fyrir Írönum trúverðuga lausn svo sefa megi ótta þeirra um þau áhrif sem ákvörðun Trump kann að hafa á viðskiptasamband ESB og Írans. „Samningurinn er ekki búinn að vera. Bandaríkjamenn hafa dregið sig út úr honum en samningurinn er þarna enn,“ sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands í dag. Donald Trump Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15 Evrópa þarf að taka hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að hætta þátttöku í kjarnorkusamningnum við Íran er talin enn eitt dæmið um að hann vilja draga landið út úr alþjóðlegri samvinnu. 9. maí 2018 13:51 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sagt að Evrópa hafi takmörkuð tækifæri til að bjarga samningnum. Trump tilkynnti um ákvörðun sína í gær og í dag hótaði hann því að láta evrópsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Íran finna fyrir því. Evrópusambandið hefur á móti heitið því að verja fyrirtækin fyrir hvers konar refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna vilja sannfæra Írani um að hægt sé að bjarga samningnum á fundi sem halda á í London á mánudag. Er búist við að Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, mæti á fundinn.Macron vill standa við samninginn í öllum atriðum Þeir Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Rouhani ræddust við í síma í dag. Í yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu vegna símtalsins sagði að Macron hefði lagt áherslu á að hann vilji standa við samninginn í öllum atriðum. Þá lagði hann jafnframt áherslu á að Íranir gerðu slíkt hið sama. Íranskir fjölmiðlar greindu svo frá því að Rouhani hafi sagt við Macron að við núverandi aðstæður hefði Evrópa ekki mörg tækifæri til þess að bjarga samningnum. Leiðtogar álfunnar yrðu að skýra afstöðu sína sem fyrst, útskýra og tilkynna hvað þeir hyggist gera varðandi skyldur sínar í samningnum. Ráðherrar ESB vonast til að geta kynnt fyrir Írönum trúverðuga lausn svo sefa megi ótta þeirra um þau áhrif sem ákvörðun Trump kann að hafa á viðskiptasamband ESB og Írans. „Samningurinn er ekki búinn að vera. Bandaríkjamenn hafa dregið sig út úr honum en samningurinn er þarna enn,“ sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands í dag.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15 Evrópa þarf að taka hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að hætta þátttöku í kjarnorkusamningnum við Íran er talin enn eitt dæmið um að hann vilja draga landið út úr alþjóðlegri samvinnu. 9. maí 2018 13:51 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15
Evrópa þarf að taka hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að hætta þátttöku í kjarnorkusamningnum við Íran er talin enn eitt dæmið um að hann vilja draga landið út úr alþjóðlegri samvinnu. 9. maí 2018 13:51
Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19