Stracta Hótel er til sölu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. maí 2018 06:00 Uppbygggin Stracta Hótels kostaði 1,7 milljarða króna þegar hótelið var opnað árið 2014. Stracta Hótel, sem er alfarið í eigu Hreiðars Hermannssonar, er í söluferli. Hótelið er á Hellu og er með 166 herbergi. Hótelreksturinn og fasteignirnar eru til sölu. Hreiðar segir í samtali við Markaðinn að hann hafi varið miklum tíma í að byggja upp reksturinn, hann sé kominn „á fínan stað“ og því skynsamlegt að huga að sölu. „Stracta Hótel á mikið inni. Það liggur einnig fyrir möguleiki á stækkun upp í 340 herbergi. Slík stækkun er mjög spennandi.“ Hótelið var opnað árið 2014. Hreiðar staðfestir að uppbyggingin á þeim tíma hafi kostað 1,7 milljarða króna. Ólafur Sörli Kristmundsson, framkvæmdastjóri Brandsvik sem annast söluferlið, segir í samtali við Markaðinn að vöxtur Stracta hafi verið mikill frá því að hótelið var opnað. Veltan í fyrra hafi numið tæplega 750 milljónum króna og áætlanir geri ráð fyrir því að veltan verði 850 í ár. Það geri um 13% vöxt. Árið áður hafi vöxturinn numið um 20%. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta hafi verið tæplega 200 milljónir króna í fyrra og áætlað sé að sá hagnaður verði rúmlega 300 milljónir í ár. Nýtingarhlutfallið hafi aukist úr 56% árið 2016 í 65% árið 2017 sem sé í takt við nýtinguna á Suðurlandi. Hreiðar segist reikna með að vöxturinn í ár verði knúinn áfram af auknum umsvifum í veitingasölu, sölu á afþreyingu auk þess sem herbergjum fjölgaði lítillega í ár. „Þetta er ein besta staðsetningin á landinu fyrir hótel. Stór hluti ferðamanna kemur til að sjá náttúruna; fossa, jökla og svartar strendur. Frá Hellu er stutt í helstu náttúruperlur eins og Skógarfoss, Landmannalaugar og Gullfoss og Geysi auk Vestmannaeyja sem heilla alla sem þangað koma. Eftir gengisstyrkingu krónu vilja ferðamenn helst ekki keyra langar vegalengdir til að draga úr kostnaði og nýta tímann betur því þeir dvelja skemur á landinu og við höfum markvisst náð að lengja dvöl okkar gesta frá því við opnuðum,“ segir Hreiðar. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Stracta Hótel, sem er alfarið í eigu Hreiðars Hermannssonar, er í söluferli. Hótelið er á Hellu og er með 166 herbergi. Hótelreksturinn og fasteignirnar eru til sölu. Hreiðar segir í samtali við Markaðinn að hann hafi varið miklum tíma í að byggja upp reksturinn, hann sé kominn „á fínan stað“ og því skynsamlegt að huga að sölu. „Stracta Hótel á mikið inni. Það liggur einnig fyrir möguleiki á stækkun upp í 340 herbergi. Slík stækkun er mjög spennandi.“ Hótelið var opnað árið 2014. Hreiðar staðfestir að uppbyggingin á þeim tíma hafi kostað 1,7 milljarða króna. Ólafur Sörli Kristmundsson, framkvæmdastjóri Brandsvik sem annast söluferlið, segir í samtali við Markaðinn að vöxtur Stracta hafi verið mikill frá því að hótelið var opnað. Veltan í fyrra hafi numið tæplega 750 milljónum króna og áætlanir geri ráð fyrir því að veltan verði 850 í ár. Það geri um 13% vöxt. Árið áður hafi vöxturinn numið um 20%. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta hafi verið tæplega 200 milljónir króna í fyrra og áætlað sé að sá hagnaður verði rúmlega 300 milljónir í ár. Nýtingarhlutfallið hafi aukist úr 56% árið 2016 í 65% árið 2017 sem sé í takt við nýtinguna á Suðurlandi. Hreiðar segist reikna með að vöxturinn í ár verði knúinn áfram af auknum umsvifum í veitingasölu, sölu á afþreyingu auk þess sem herbergjum fjölgaði lítillega í ár. „Þetta er ein besta staðsetningin á landinu fyrir hótel. Stór hluti ferðamanna kemur til að sjá náttúruna; fossa, jökla og svartar strendur. Frá Hellu er stutt í helstu náttúruperlur eins og Skógarfoss, Landmannalaugar og Gullfoss og Geysi auk Vestmannaeyja sem heilla alla sem þangað koma. Eftir gengisstyrkingu krónu vilja ferðamenn helst ekki keyra langar vegalengdir til að draga úr kostnaði og nýta tímann betur því þeir dvelja skemur á landinu og við höfum markvisst náð að lengja dvöl okkar gesta frá því við opnuðum,“ segir Hreiðar.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00