Bretar ætla að þurrka út blautþurrkur Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 11:33 Fituklumpur sem er að miklu leyti úr blautþurrkum sem stíflaði holræsakerfi undir London. Vísir/AFP Blautþurrkur gætu heyrt sögunni til á Bretlandi á næstu áratugum. Þarlend stjórnvöld hafa lagt fram áætlun um að útrýma plastúrgangi úr einnota vörum eins og þurrkunum sem eru taldar einn mesti skaðvaldur holræsakerfis Bretlands. Framleiðendur blautþurrkna þurfa að breyta þeim og fjarlægja plastefni úr þeim. Að öðrum kosti gætu þær horfið af markaðnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestar þeirra eru úr pólýester eða öðrum plastefnum sem brotna ekki niður í náttúrunni. Þurrkurnar eru sagðar sökudólgurinn í 93% tilfella þegar fráveitukerfi stíflast á Bretlandi. Þess vegna hafa yfirvöld reynt að brýna fyrir neytendum að sturta þeim ekki niður í klósettið. Einnig hefur verið varað við þurrkunum á Íslandi þar sem þær hafa stíflað fráveitukerfi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í byrjun árs að útrýma öllum „plastúrgangi sem hægt er að komast hjá“ fyrir árið 2042. Umhverfisstofnun Bretlands skoðar nú breytingar á skattkerfinu eða gjöld til að draga úr notkun einnota plastvara. Framleiðendur þurrkanna vara hins vegar við því að þær verði bannaðar. Þær séu meðal annars notaðar í heilbrigðiskerfinu þar sem fatlaðir og fólk sem hefur ekki stjórn á hægðum og þvaglátum reiði sig á þær. Þá telja þeir að vatnsnotkun ykist til muna ef fólk hefði ekki lengur kost á að nota blautþurrkurnar sem þurfi aðeins um þrjá millilítra af vökva að meðaltali. Umhverfismál Tengdar fréttir Blautþurrkur vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. 18. nóvember 2016 10:49 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Blautþurrkur gætu heyrt sögunni til á Bretlandi á næstu áratugum. Þarlend stjórnvöld hafa lagt fram áætlun um að útrýma plastúrgangi úr einnota vörum eins og þurrkunum sem eru taldar einn mesti skaðvaldur holræsakerfis Bretlands. Framleiðendur blautþurrkna þurfa að breyta þeim og fjarlægja plastefni úr þeim. Að öðrum kosti gætu þær horfið af markaðnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestar þeirra eru úr pólýester eða öðrum plastefnum sem brotna ekki niður í náttúrunni. Þurrkurnar eru sagðar sökudólgurinn í 93% tilfella þegar fráveitukerfi stíflast á Bretlandi. Þess vegna hafa yfirvöld reynt að brýna fyrir neytendum að sturta þeim ekki niður í klósettið. Einnig hefur verið varað við þurrkunum á Íslandi þar sem þær hafa stíflað fráveitukerfi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í byrjun árs að útrýma öllum „plastúrgangi sem hægt er að komast hjá“ fyrir árið 2042. Umhverfisstofnun Bretlands skoðar nú breytingar á skattkerfinu eða gjöld til að draga úr notkun einnota plastvara. Framleiðendur þurrkanna vara hins vegar við því að þær verði bannaðar. Þær séu meðal annars notaðar í heilbrigðiskerfinu þar sem fatlaðir og fólk sem hefur ekki stjórn á hægðum og þvaglátum reiði sig á þær. Þá telja þeir að vatnsnotkun ykist til muna ef fólk hefði ekki lengur kost á að nota blautþurrkurnar sem þurfi aðeins um þrjá millilítra af vökva að meðaltali.
Umhverfismál Tengdar fréttir Blautþurrkur vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. 18. nóvember 2016 10:49 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Blautþurrkur vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. 18. nóvember 2016 10:49