„Hnífar, hnífar, hnífar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2018 21:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. Umræða um að herða eigi skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum hefur orðið æ háværari eftir skotárásina í skóla Parkland í febrúar þar sem sautján létust og fjölmargir særðust. Hafa samnemendur þeirra sem létust látið til sín taka og krafist þess að löggjöfin verði hert. Í ávarpi sínu Trump virtist gera lítið úr þeim sem berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf og spurði hann salinn hvort rétt væri að banna sendiferðabíla, jeppa eða fólksbíla, í ljósi þess að notast hafi verið við slík tæki í hryðjuverkaárásum sem og öðrum árásum. Þá beindi hann spjótum sínum að London, höfuðborg Bretlands, og sagði að ónefndur spítali í miðborg borgarinnar væri eins og spítali á stríðssvæði og líkti eftir hnífaárás.Watch the moment @realDonaldTrump feigns a knife attack as he tells the NRA an unnamed London hospital is "like a war zone for horrible stabbing wounds" https://t.co/BqRKleCpKdpic.twitter.com/EKEjz8up1M — ITV News (@itvnews) May 4, 2018„Ég las nýverið frétt um að í London, þar sem eru ótrúlega ströng skotvopnalög, væri eitt sinn virtur spítali alveg í miðborginni sem væri eins og stríðssvæði vegna hryllilegra stungusára,“ sagði Trump. „Já, það er rétt. Það eru ekki byssur þar. Þeir eru með hnífa og vegna þess er blóð út um allt á gólfi spítalans. Þeir segja að hann sé eins og spítali á stríðssvæði,“ sagði Trump.Í frétt Guardian segir að á meðan þessu stóð hafi Trump líkt eftir stunguárás á meðan hann sagði: „Hnífar, hnífar, hnífar,“ en ræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Ekki liggur fyrir hvaða frétt Trump hafi verið að vitna til en í frétt Guardian segir líklegt að um frétt sem birtist á vef breska miðilsins Mail Online í síðasta mánuði. Í henni er vitnað í viðtal BBC Radio 4 við Martin Griffiths, skurðlækni við Royal London Hospital sem er miðsvæðis í borginni. Í máli hans kom fram að gert hafi verið sárum metfjölda fórnarlamba stunguárása á síðasta ári, 702 alls.Ræða Trump í heild sinni. Ummæli hans um London má sjá þegar um klukkustund og fimm mínútur eru liðnar af myndbandinu. Donald Trump Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. Umræða um að herða eigi skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum hefur orðið æ háværari eftir skotárásina í skóla Parkland í febrúar þar sem sautján létust og fjölmargir særðust. Hafa samnemendur þeirra sem létust látið til sín taka og krafist þess að löggjöfin verði hert. Í ávarpi sínu Trump virtist gera lítið úr þeim sem berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf og spurði hann salinn hvort rétt væri að banna sendiferðabíla, jeppa eða fólksbíla, í ljósi þess að notast hafi verið við slík tæki í hryðjuverkaárásum sem og öðrum árásum. Þá beindi hann spjótum sínum að London, höfuðborg Bretlands, og sagði að ónefndur spítali í miðborg borgarinnar væri eins og spítali á stríðssvæði og líkti eftir hnífaárás.Watch the moment @realDonaldTrump feigns a knife attack as he tells the NRA an unnamed London hospital is "like a war zone for horrible stabbing wounds" https://t.co/BqRKleCpKdpic.twitter.com/EKEjz8up1M — ITV News (@itvnews) May 4, 2018„Ég las nýverið frétt um að í London, þar sem eru ótrúlega ströng skotvopnalög, væri eitt sinn virtur spítali alveg í miðborginni sem væri eins og stríðssvæði vegna hryllilegra stungusára,“ sagði Trump. „Já, það er rétt. Það eru ekki byssur þar. Þeir eru með hnífa og vegna þess er blóð út um allt á gólfi spítalans. Þeir segja að hann sé eins og spítali á stríðssvæði,“ sagði Trump.Í frétt Guardian segir að á meðan þessu stóð hafi Trump líkt eftir stunguárás á meðan hann sagði: „Hnífar, hnífar, hnífar,“ en ræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Ekki liggur fyrir hvaða frétt Trump hafi verið að vitna til en í frétt Guardian segir líklegt að um frétt sem birtist á vef breska miðilsins Mail Online í síðasta mánuði. Í henni er vitnað í viðtal BBC Radio 4 við Martin Griffiths, skurðlækni við Royal London Hospital sem er miðsvæðis í borginni. Í máli hans kom fram að gert hafi verið sárum metfjölda fórnarlamba stunguárása á síðasta ári, 702 alls.Ræða Trump í heild sinni. Ummæli hans um London má sjá þegar um klukkustund og fimm mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Donald Trump Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira