Íslenska sprotafyrirtækið Videntifier gerir stóran samning við Facebook Hörður Ægisson skrifar 3. maí 2018 06:00 Tækni fyrirtækisins gera tölvum kleift að leita í myndefni. Videntifier Íslenska sprotafyrirtækið Videntifier hefur gert stóran samning við Facebook sem felst í því að Facebook kaupir afnot af hugbúnaði og tækni sem fyrirtækið hefur þróað undanfarinn áratug. Fram kemur í tilkynningu að samningurinn marki tímamót í sögu Videntifier vegna umtalsverðra tekna sem honum fylgja og eins þeirrar viðurkenningar að stærsti samfélagsmiðill heims hyggist nýta sér tækni fyrirtækisins. Videntifier var stofnað 2008 til að hagnýta byltingarkennda tækni sem þróuð var í Háskólanum í Reykjavík. Með tækninni geta tölvur borið kennsl á flókið myndefni, bæði kyrrmyndir og kvikmyndir, óháð framsetningu og breytingum. Tæknin var þróuð af lykilstofnendum fyrirtækisins, Herwig Lejsek og Friðriki Ásmundssyni, í samstarfi við Björn Þór Jónsson, dósent við HR, og fleiri.Ari Kristinn Jónsson, stjórnarformaður Videntifier.„Þessi samningur er mikil viðurkenning á þeirri tækni sem við höfum verið að þróa síðustu 10 ár,“ segir Herwig Lejsek, framkvæmdastjóri Videntifier. HR var einn af stofnaðilum Videntifier og hefur Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans, verið stjórnarformaður fyrirtækisins frá stofnun. Hann segir þennan áfanga „gott dæmi um hversu mikil tækifæri og verðmæti er hægt að skapa á grunni hugvits hér á Íslandi, en það mun skipta Ísland öllu til framtíðar að hafa mannauð og umhverfi sem skila svona áföngum miklu oftar.“ Interpol er stærsti viðskiptavinur Videntifier og flestir viðskiptavinir eru stofnanir sem sinna löggæslu- og eftirlitsstörfum. Hjá þessum aðilum er tæknin notuð til að bera kennsl á ólöglegt myndefni. Tekjur Videntifier námu 148 milljónum króna á árinu 2016 og jukust þá um 60 prósent frá fyrra ári. Rekstrartap félagsins var tæplega tvær milljónir. Stærsti hluthafi Videntifier í árslok 2016 var Ingi Guðjónsson, fjárfestir og einn eigenda Lyfju, en aðrir helstu hluthafar eru Herwig, Friðrik og HR. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Videntifier hefur gert stóran samning við Facebook sem felst í því að Facebook kaupir afnot af hugbúnaði og tækni sem fyrirtækið hefur þróað undanfarinn áratug. Fram kemur í tilkynningu að samningurinn marki tímamót í sögu Videntifier vegna umtalsverðra tekna sem honum fylgja og eins þeirrar viðurkenningar að stærsti samfélagsmiðill heims hyggist nýta sér tækni fyrirtækisins. Videntifier var stofnað 2008 til að hagnýta byltingarkennda tækni sem þróuð var í Háskólanum í Reykjavík. Með tækninni geta tölvur borið kennsl á flókið myndefni, bæði kyrrmyndir og kvikmyndir, óháð framsetningu og breytingum. Tæknin var þróuð af lykilstofnendum fyrirtækisins, Herwig Lejsek og Friðriki Ásmundssyni, í samstarfi við Björn Þór Jónsson, dósent við HR, og fleiri.Ari Kristinn Jónsson, stjórnarformaður Videntifier.„Þessi samningur er mikil viðurkenning á þeirri tækni sem við höfum verið að þróa síðustu 10 ár,“ segir Herwig Lejsek, framkvæmdastjóri Videntifier. HR var einn af stofnaðilum Videntifier og hefur Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans, verið stjórnarformaður fyrirtækisins frá stofnun. Hann segir þennan áfanga „gott dæmi um hversu mikil tækifæri og verðmæti er hægt að skapa á grunni hugvits hér á Íslandi, en það mun skipta Ísland öllu til framtíðar að hafa mannauð og umhverfi sem skila svona áföngum miklu oftar.“ Interpol er stærsti viðskiptavinur Videntifier og flestir viðskiptavinir eru stofnanir sem sinna löggæslu- og eftirlitsstörfum. Hjá þessum aðilum er tæknin notuð til að bera kennsl á ólöglegt myndefni. Tekjur Videntifier námu 148 milljónum króna á árinu 2016 og jukust þá um 60 prósent frá fyrra ári. Rekstrartap félagsins var tæplega tvær milljónir. Stærsti hluthafi Videntifier í árslok 2016 var Ingi Guðjónsson, fjárfestir og einn eigenda Lyfju, en aðrir helstu hluthafar eru Herwig, Friðrik og HR.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Sjá meira