Hægt hefur á hagvexti á evrusvæðinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. maí 2018 11:10 Mario Centeno, fjármálaráðherra Portúgal og forseti Eurogroup og Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu á fundi leiðtogaráðs ESB í Brussel 23. mars síðastliðinn. Vísir/EPA Hagvöxtur jókst um 0,4 prósent á evrusvæðinu fyrstu þremur mánuðum ársins. Hægt hefur á hagvexti í ríkjum Evrópska myntbandalagsins eftir kröftugan vöxt á árinu 2017. Þetta er 0,7 prósent lakari vöxtur en á síðasta ársfjórðungi ársins 2017 og hefur hagvöxtur á evrusvæðinu ekki aukist jafn lítið frá sumrinu 2016 að því er fram kemur í Financial Times. Minni væntingar neytenda, tölur um minni útflutning hjá Þjóðverjum en spár gerðu ráð fyrir og minni framleiðni veittu vísbendingar um að hagvaxtaraukning yrði minni á þessu ári en í fyrra. FT segir að álitaefnið sem stjórnvöld í evruríkjunum standi frammi fyrir snúist um það hvort hægari vöxtur sé tímabundinn eða hvort hann sé það sem koma skal á árinu. Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði í síðustu viku að bankinn myndi fylgjast náið og varfærnislega með hagtölum næstu mánaða. Draghi sagði hins vegar að menn væru bjartsýnir að hagkerfi evrusvæðisins verði nægilega kröftugt til að styðja við verðbólgu rétt undir 2 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu en peningamálastefna bankans felst í því að halda verðbólgu undir en þó eins nálægt 2 prósent á ári og hægt er, með tilliti til verðþróunar á evrusvæðinu í heild. Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hagvöxtur jókst um 0,4 prósent á evrusvæðinu fyrstu þremur mánuðum ársins. Hægt hefur á hagvexti í ríkjum Evrópska myntbandalagsins eftir kröftugan vöxt á árinu 2017. Þetta er 0,7 prósent lakari vöxtur en á síðasta ársfjórðungi ársins 2017 og hefur hagvöxtur á evrusvæðinu ekki aukist jafn lítið frá sumrinu 2016 að því er fram kemur í Financial Times. Minni væntingar neytenda, tölur um minni útflutning hjá Þjóðverjum en spár gerðu ráð fyrir og minni framleiðni veittu vísbendingar um að hagvaxtaraukning yrði minni á þessu ári en í fyrra. FT segir að álitaefnið sem stjórnvöld í evruríkjunum standi frammi fyrir snúist um það hvort hægari vöxtur sé tímabundinn eða hvort hann sé það sem koma skal á árinu. Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði í síðustu viku að bankinn myndi fylgjast náið og varfærnislega með hagtölum næstu mánaða. Draghi sagði hins vegar að menn væru bjartsýnir að hagkerfi evrusvæðisins verði nægilega kröftugt til að styðja við verðbólgu rétt undir 2 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu en peningamálastefna bankans felst í því að halda verðbólgu undir en þó eins nálægt 2 prósent á ári og hægt er, með tilliti til verðþróunar á evrusvæðinu í heild.
Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira