Íslenskan hræddi stórstjörnu REM Benedikt Bóas skrifar 19. maí 2018 09:00 Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Fréttablaðið/Hanna „Sameiginlegur vinur var að segja honum að ég væri að gera plötu og hann átti lausa viku og spurði hvort hann gæti hjálpað,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari en fyrsta lagið af komandi sólóplötu hans, Draumaland, er byrjað að heyrast á öldum ljósvakans. Þar heyrist einnig í rödd Kens Stringfellow en hann spilaði með ofurhljómsveitinni REM á árum áður. Hann hefur spilað á yfir 200 plötum, meðal annars Man on the Moon, Reveal og Around the Sun. „Hann sagðist vera góður í bakröddum en þegar ég benti honum á að lagið væri á íslensku þá sagðist ætla að gera bara Ú og Ó og A og tók upp viðbót fyrir mig,“ segir Haukur.Hann tekur upp plötuna í Þýskalandi þar sem hann býr í stúdíóinu í viku í senn. „Dikta er enn að spila og við erum að spila hér og þar. Eftir að Skúli bassaleikari flutti til Ameríku höfum verið minna að semja og gera. Ég er alltaf að semja og búinn að vera gera það í 25 ár. Það er gaman að taka upp og mig langar að koma þessu frá mér. Ég lét því slag standa og það er um eitt og hálft ár síðan ég byrjaði.“ Sky van Hoff tekur upp plötuna og eru erlendir sessjónleikarar í aðalhlutverki. Þó er Þorbjörn Sigurðsson á bassa en hann er vanari gítarplokki. „Hann tók upp síðustu plötu með Diktu og þannig kynntist ég honum. Hann er algjör snillingur. Það er gott að fara út og kúpla sig út úr hversdagsleikanum.“ Lagið Draumaland er þegar komið í spilun og farið að heyrast á öldum ljósvakans. Haukur segir að hann hafi ætlað að koma með lag mun fyrr. „Ég ætlaði að koma með lag fyrir ári en ég eignaðist þriðja barnið síðasta sumar svo það tók tíma. Ég er að gera 12 lög og það verða kannski 10 lög á plötunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Sameiginlegur vinur var að segja honum að ég væri að gera plötu og hann átti lausa viku og spurði hvort hann gæti hjálpað,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari en fyrsta lagið af komandi sólóplötu hans, Draumaland, er byrjað að heyrast á öldum ljósvakans. Þar heyrist einnig í rödd Kens Stringfellow en hann spilaði með ofurhljómsveitinni REM á árum áður. Hann hefur spilað á yfir 200 plötum, meðal annars Man on the Moon, Reveal og Around the Sun. „Hann sagðist vera góður í bakröddum en þegar ég benti honum á að lagið væri á íslensku þá sagðist ætla að gera bara Ú og Ó og A og tók upp viðbót fyrir mig,“ segir Haukur.Hann tekur upp plötuna í Þýskalandi þar sem hann býr í stúdíóinu í viku í senn. „Dikta er enn að spila og við erum að spila hér og þar. Eftir að Skúli bassaleikari flutti til Ameríku höfum verið minna að semja og gera. Ég er alltaf að semja og búinn að vera gera það í 25 ár. Það er gaman að taka upp og mig langar að koma þessu frá mér. Ég lét því slag standa og það er um eitt og hálft ár síðan ég byrjaði.“ Sky van Hoff tekur upp plötuna og eru erlendir sessjónleikarar í aðalhlutverki. Þó er Þorbjörn Sigurðsson á bassa en hann er vanari gítarplokki. „Hann tók upp síðustu plötu með Diktu og þannig kynntist ég honum. Hann er algjör snillingur. Það er gott að fara út og kúpla sig út úr hversdagsleikanum.“ Lagið Draumaland er þegar komið í spilun og farið að heyrast á öldum ljósvakans. Haukur segir að hann hafi ætlað að koma með lag mun fyrr. „Ég ætlaði að koma með lag fyrir ári en ég eignaðist þriðja barnið síðasta sumar svo það tók tíma. Ég er að gera 12 lög og það verða kannski 10 lög á plötunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira