Sendiráðið umdeilda opnað í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. maí 2018 06:00 Ísraelskur maður, sveipaður fána Bandaríkjanna, fagnar Jerúsalemdeginum. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær en 51 ár var þá liðið frá því Ísraelar tóku austurhluta borgarinnar í sex daga stríðinu. Vísir/AFP Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. Donald Trump forseti verður ekki viðstaddur opnunina en dóttir hans Ivanka og maki hennar, Jared Kushner, komu til Ísraels í gær. Ákvörðun Bandaríkjamanna um að flytja sendiráð sitt frá Tel Avív, sem alþjóðasamfélagið álítur höfuðborg Ísraels, til Jerúsalem, sem Ísraelar segja höfuðborg sína, vakti mikla reiði þegar Trump tilkynnti um áform sín í fyrra. Ákvörðunin er afar umdeild. Þegar Ísraelar og Palestínumenn sömdu um frið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Þær viðræður hafa ekki enn átt sér stað og þykir Trump því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna sem líta á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sína. Í desember síðastliðnum greiddi mikill meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna atkvæði með yfirlýsingu um að viðurkenning Bandaríkjanna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels væri ógild og hefði ekkert vægi. Ísland studdi tillöguna en Gvatemala, Hondúras, Ísrael, Marshall-eyjar, Míkrónesía, Nárú, Palá, Tógó og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn henni. Sendiráð annarra ríkja eru almennt í Tel Avív. Munu sendiherrar flestra ESB-ríkja ekki verða viðstaddir opnun sendiráðsins í dag í mótmælaskyni. Hins vegar eiga Bandaríkjamenn von á erindrekum frá Ungverjalandi, Rúmeníu og Tékklandi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Gvatemala Mið-Austurlönd Míkrónesía Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59 Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. Donald Trump forseti verður ekki viðstaddur opnunina en dóttir hans Ivanka og maki hennar, Jared Kushner, komu til Ísraels í gær. Ákvörðun Bandaríkjamanna um að flytja sendiráð sitt frá Tel Avív, sem alþjóðasamfélagið álítur höfuðborg Ísraels, til Jerúsalem, sem Ísraelar segja höfuðborg sína, vakti mikla reiði þegar Trump tilkynnti um áform sín í fyrra. Ákvörðunin er afar umdeild. Þegar Ísraelar og Palestínumenn sömdu um frið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Þær viðræður hafa ekki enn átt sér stað og þykir Trump því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna sem líta á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sína. Í desember síðastliðnum greiddi mikill meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna atkvæði með yfirlýsingu um að viðurkenning Bandaríkjanna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels væri ógild og hefði ekkert vægi. Ísland studdi tillöguna en Gvatemala, Hondúras, Ísrael, Marshall-eyjar, Míkrónesía, Nárú, Palá, Tógó og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn henni. Sendiráð annarra ríkja eru almennt í Tel Avív. Munu sendiherrar flestra ESB-ríkja ekki verða viðstaddir opnun sendiráðsins í dag í mótmælaskyni. Hins vegar eiga Bandaríkjamenn von á erindrekum frá Ungverjalandi, Rúmeníu og Tékklandi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Gvatemala Mið-Austurlönd Míkrónesía Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59 Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59
Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15
Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15