Forstjóri bresku leyniþjónustunnar kallar eftir nánu samstarfi til að koma í veg fyrir árásir Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2018 23:30 Forstjóri MI5 segir að miðað við þá óvissu sem ríkir í heiminum í dag sé mikilvægt fyrir þjóðir í Evrópu að eiga í samstarfi. Forstjóri bresku leyniþjónustunnar segir Bretland og Evrópusambandið verða að eiga gott samstarf eftir Brexit til að hindra árásir hryðjuverkamanna og veita viðnám við tilraunum Rússa við að grafa undan lýðræði í Vesturlöndum.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Bretar leitist eftir samkomulagi til að tryggja að þeir muni áfram hafa aðgang að upplýsingum sem stærstu þjóðir Evrópusambandsins búa yfir. Er vonast eftir samkomulagi í ljósi væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem hefur verið nefnd Brexit. Reuters segir Andrew Parker, forstjóra MI5, ætla að flytja ávarp á ráðstefnu sem leyniþjónusta Þýskalands heldur í Berlín á morgun. Þar muni hann greina frá því að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki séu að undirbúa árásir sem Parker heldur fram að séu mun flóknari en gengur og gerist. Hann segir samstarf evrópskra leyniþjónusta ekki í líkingu við hvernig það var fyrir fimm árum. Hann segir að miðað við þá óvissu sem ríkir í heiminum í dag sé mikilvægt fyrir þjóðir í Evrópu að eiga í samstarfi. 36 fórust í fjórum hryðjuverkaárásum í Bretlandi í fyrra. Í mars í fyrra fórust fimm þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Westminister-brúnni í London. Árásarmaðurinn stakk síðan lögreglumann til bana fyrir utan breska þingið. Þeirri árás fylgdi sjálfsvígssprengjuárás á tónleikum Ariönu Grande í Manchester 22. maí í fyrra þar sem 22 létu lífið. Í sama mánuði dóu átta þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Lundúnarbrúnni áður en árásarmennirnir stungu gesti á nálægum veitingastöðum og börum. Tveimur vikum síðar var sendiferðabíl ekið inn í hóp nærri mosku í London en einn fórst í þeirri árás. Reuters hefur eftir Andrew Parker að komið var í veg fyrir 12 árásir frá hryðjuverkinu við Westminister í fyrra. Sagði hann að frá árinu 2013 hefði verið komið í veg fyrir 25 árásir. Parker benti á að Rússar væru orðnir ógn við Evrópu en Bretar hafa sakað Rússa um að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans Yuliu. Sakaði hann rússnesk yfirvöld um að hafa þverbrotið alþjóðalög með þessari árás en rússneskir embættismenn hafa velt upp þeim möguleika að bresk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni á Skripal-feðginin til að vekja andúð á Rússum. Brexit Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Forstjóri bresku leyniþjónustunnar segir Bretland og Evrópusambandið verða að eiga gott samstarf eftir Brexit til að hindra árásir hryðjuverkamanna og veita viðnám við tilraunum Rússa við að grafa undan lýðræði í Vesturlöndum.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Bretar leitist eftir samkomulagi til að tryggja að þeir muni áfram hafa aðgang að upplýsingum sem stærstu þjóðir Evrópusambandsins búa yfir. Er vonast eftir samkomulagi í ljósi væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem hefur verið nefnd Brexit. Reuters segir Andrew Parker, forstjóra MI5, ætla að flytja ávarp á ráðstefnu sem leyniþjónusta Þýskalands heldur í Berlín á morgun. Þar muni hann greina frá því að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki séu að undirbúa árásir sem Parker heldur fram að séu mun flóknari en gengur og gerist. Hann segir samstarf evrópskra leyniþjónusta ekki í líkingu við hvernig það var fyrir fimm árum. Hann segir að miðað við þá óvissu sem ríkir í heiminum í dag sé mikilvægt fyrir þjóðir í Evrópu að eiga í samstarfi. 36 fórust í fjórum hryðjuverkaárásum í Bretlandi í fyrra. Í mars í fyrra fórust fimm þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Westminister-brúnni í London. Árásarmaðurinn stakk síðan lögreglumann til bana fyrir utan breska þingið. Þeirri árás fylgdi sjálfsvígssprengjuárás á tónleikum Ariönu Grande í Manchester 22. maí í fyrra þar sem 22 létu lífið. Í sama mánuði dóu átta þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Lundúnarbrúnni áður en árásarmennirnir stungu gesti á nálægum veitingastöðum og börum. Tveimur vikum síðar var sendiferðabíl ekið inn í hóp nærri mosku í London en einn fórst í þeirri árás. Reuters hefur eftir Andrew Parker að komið var í veg fyrir 12 árásir frá hryðjuverkinu við Westminister í fyrra. Sagði hann að frá árinu 2013 hefði verið komið í veg fyrir 25 árásir. Parker benti á að Rússar væru orðnir ógn við Evrópu en Bretar hafa sakað Rússa um að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans Yuliu. Sakaði hann rússnesk yfirvöld um að hafa þverbrotið alþjóðalög með þessari árás en rússneskir embættismenn hafa velt upp þeim möguleika að bresk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni á Skripal-feðginin til að vekja andúð á Rússum.
Brexit Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira