Boston keyrði yfir Cavaliers í fyrsta leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. maí 2018 22:10 Marcus Morris var á meðal stigahæstu manna í kvöld Vísir/Getty Boston Celtic tók forystuna í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta gegn Cleveland Cavaliers í kvöld. Sigur Boston var aldrei í hættu og forystan verðskulduð. Gestirnir frá Cleveland komust í þriggja stiga forystu snemma leiks en eftir það sáu þeir vart til sólar allt til endaloka. Boston fór í 17 stiga áhlaup og breytti stöðunni úr 4-7 í 21-7. Aron Baynes kom muninum upp í 20 stig í 29-9 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og þegar honum lauk var Boston með tvöfalt fleiri stig en Cleveland, staðan 18-36. Munurinn hélst við 20 stigin í öðrum leikhluta, liðin voru þar nokkuð jöfn í stigaskorun. Þegar stutt var til hálfleiks setti Al Horford þriggja stiga skot sem kom forystu Celtics í 25 stig og lagði svo upp þriggja stiga körfu Jaylen Brown sem kom stöðunni í 33-61. Kyle Korver skoraði sárabótakörfu fyrir Cleveland, staðan í hálfleik var 35-61 og þrátt fyrir að allt geti gerst í körfubolta var orðið nokkuð ljóst hver úrslitin yrðu. Cleveland náði aðeins að laga stöðuna í þriðja leikhluta, gestirnir unnu hann með 29 stigum gegn 17 og munaði aðeins fjórtán stigum á liðunum fyrir loka fjórðunginn. Heimamenn byrjuðu hann hins vegar á sjö stiga áhlaupi og voru fljótir að gera þetta aftur að nærri 30 stiga leik. Lokatölur í Boston urðu 108-83. Brown skoraði 23 stig í liði Celtic, Marcus Morris 21 og Horford 20. Kevin Love skoraði 17 stig fyrir Cleveland og LeBron James 15. Gestirnir misnotuðu fyrstu 14 þriggja stiga skot sín í leiknum og heildarskotnýting þeirra í fyrri hálfleik var aðeins 32 prósent. 26 stiga munurinn sem var á liðunum í hálfleik er sá mesti sem LeBron hefur verið að tapa með í hálfleik í úrslitakeppni á hans ferli. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld.Rozier kicks to Marcus Morris for his 3rd triple!#CUsRise 101 | #WhateverItTakes 79 3:30 remaining in the 4th on #NBAonABCpic.twitter.com/RjgnTNCnJB — NBA (@NBA) May 13, 2018Jeff Green as time expires! #WhateverItTakes#NBAonABCpic.twitter.com/uDMZAnnVeO — NBA (@NBA) May 13, 2018 NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira
Boston Celtic tók forystuna í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta gegn Cleveland Cavaliers í kvöld. Sigur Boston var aldrei í hættu og forystan verðskulduð. Gestirnir frá Cleveland komust í þriggja stiga forystu snemma leiks en eftir það sáu þeir vart til sólar allt til endaloka. Boston fór í 17 stiga áhlaup og breytti stöðunni úr 4-7 í 21-7. Aron Baynes kom muninum upp í 20 stig í 29-9 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og þegar honum lauk var Boston með tvöfalt fleiri stig en Cleveland, staðan 18-36. Munurinn hélst við 20 stigin í öðrum leikhluta, liðin voru þar nokkuð jöfn í stigaskorun. Þegar stutt var til hálfleiks setti Al Horford þriggja stiga skot sem kom forystu Celtics í 25 stig og lagði svo upp þriggja stiga körfu Jaylen Brown sem kom stöðunni í 33-61. Kyle Korver skoraði sárabótakörfu fyrir Cleveland, staðan í hálfleik var 35-61 og þrátt fyrir að allt geti gerst í körfubolta var orðið nokkuð ljóst hver úrslitin yrðu. Cleveland náði aðeins að laga stöðuna í þriðja leikhluta, gestirnir unnu hann með 29 stigum gegn 17 og munaði aðeins fjórtán stigum á liðunum fyrir loka fjórðunginn. Heimamenn byrjuðu hann hins vegar á sjö stiga áhlaupi og voru fljótir að gera þetta aftur að nærri 30 stiga leik. Lokatölur í Boston urðu 108-83. Brown skoraði 23 stig í liði Celtic, Marcus Morris 21 og Horford 20. Kevin Love skoraði 17 stig fyrir Cleveland og LeBron James 15. Gestirnir misnotuðu fyrstu 14 þriggja stiga skot sín í leiknum og heildarskotnýting þeirra í fyrri hálfleik var aðeins 32 prósent. 26 stiga munurinn sem var á liðunum í hálfleik er sá mesti sem LeBron hefur verið að tapa með í hálfleik í úrslitakeppni á hans ferli. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld.Rozier kicks to Marcus Morris for his 3rd triple!#CUsRise 101 | #WhateverItTakes 79 3:30 remaining in the 4th on #NBAonABCpic.twitter.com/RjgnTNCnJB — NBA (@NBA) May 13, 2018Jeff Green as time expires! #WhateverItTakes#NBAonABCpic.twitter.com/uDMZAnnVeO — NBA (@NBA) May 13, 2018
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira