Engar tilviljanir hjá Real Madrid: Sjáið bara þessar tvær liðsmyndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2018 10:30 Liðsmenn Real Madrid fagna sigri á móti Liverpool. Vísir/Getty Real Madrid vann Meistaradeildina þriðja árið í röð eftir 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik í Kiev um síðustu helgi en liðsmynd Real fyrir leikinn hefur vakið nokkra athygli. Zinedine Zidane ákvað að stilla upp nákvæmlega sama byrjunarliði í úrslitaleiknum og hafði unnið 4-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum ári fyrr en sá leikur fór fram í Cardiff í Wales. Þeir Keylor Navas, Dani Carvajal, Raphaël Varane, Sergio Ramos, Marcelo, Casemiro, Toni Kroos, Luka Modric, Isco, Karim Benzema, Cristiano Ronaldo voru allir í byrjunarliðinu og stilltu sér upp á liðsmynd fyrir leikinn. Sænska blaðamanninum Niklas Hermansson datt í hug að bera þessa liðsmynd saman við þá sem var tekin í Cardiff fyrir ári síðan. Þar komst hann að stórmerkilegum hlut og það er hægt að halda því fram að það séu engar tilviljanir hjá Real Madrid.Den här är rätt sjuk. Bilder från final i Cardiff ifjol och från finalen i Kiev igår. Exakt samma startelva. Exakt samma positioner på fotot. Nära på exakt samma positioner av händerna på fotot också.. pic.twitter.com/PA2nyuGRKE — Niklas Hermansson (@Nikche) May 27, 2018 Þegar þessar tvær liðsmyndir, teknar með eins árs millibili, eru bornar saman þá kemur í ljós að þessi ellefu leikmenn stilla sér upp á sama stað á báðum myndum. Hendur þeirra og staða er líka nákvæmlega eins með einni undantekningu þó. Fyrirliðinn Sergio Ramos, sem nokkrum mínútum síðar átti eftir að stuðla að meiðslum Liverpool mannsins Mo Salah, er sá eini sem er ekki með hendurnar á nákvæmlega sama stað. Hinir tíu eru aftur á móti eins og ljósrit af sjálfum sér fyrir ári síðan. Hvort að Real Madrid menn æfi að stilla sér upp á liðsmynd er ekki vitað en kannski er bara um hreina hjátrú að ræða. Maður leiksins var þó ekki á þessari mynd. Gareth Bale byrjaði úrslitaleikinn 2016 en hann hefur verið á varamannabekknum undanfarin tvö ár. Að þessu sinni kom hann inná og tryggði Real Madrid sigurinn með tveimur mörkum en fyrra markið skoraði hann með magnaðri hjólhestaspyrnu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira
Real Madrid vann Meistaradeildina þriðja árið í röð eftir 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik í Kiev um síðustu helgi en liðsmynd Real fyrir leikinn hefur vakið nokkra athygli. Zinedine Zidane ákvað að stilla upp nákvæmlega sama byrjunarliði í úrslitaleiknum og hafði unnið 4-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum ári fyrr en sá leikur fór fram í Cardiff í Wales. Þeir Keylor Navas, Dani Carvajal, Raphaël Varane, Sergio Ramos, Marcelo, Casemiro, Toni Kroos, Luka Modric, Isco, Karim Benzema, Cristiano Ronaldo voru allir í byrjunarliðinu og stilltu sér upp á liðsmynd fyrir leikinn. Sænska blaðamanninum Niklas Hermansson datt í hug að bera þessa liðsmynd saman við þá sem var tekin í Cardiff fyrir ári síðan. Þar komst hann að stórmerkilegum hlut og það er hægt að halda því fram að það séu engar tilviljanir hjá Real Madrid.Den här är rätt sjuk. Bilder från final i Cardiff ifjol och från finalen i Kiev igår. Exakt samma startelva. Exakt samma positioner på fotot. Nära på exakt samma positioner av händerna på fotot också.. pic.twitter.com/PA2nyuGRKE — Niklas Hermansson (@Nikche) May 27, 2018 Þegar þessar tvær liðsmyndir, teknar með eins árs millibili, eru bornar saman þá kemur í ljós að þessi ellefu leikmenn stilla sér upp á sama stað á báðum myndum. Hendur þeirra og staða er líka nákvæmlega eins með einni undantekningu þó. Fyrirliðinn Sergio Ramos, sem nokkrum mínútum síðar átti eftir að stuðla að meiðslum Liverpool mannsins Mo Salah, er sá eini sem er ekki með hendurnar á nákvæmlega sama stað. Hinir tíu eru aftur á móti eins og ljósrit af sjálfum sér fyrir ári síðan. Hvort að Real Madrid menn æfi að stilla sér upp á liðsmynd er ekki vitað en kannski er bara um hreina hjátrú að ræða. Maður leiksins var þó ekki á þessari mynd. Gareth Bale byrjaði úrslitaleikinn 2016 en hann hefur verið á varamannabekknum undanfarin tvö ár. Að þessu sinni kom hann inná og tryggði Real Madrid sigurinn með tveimur mörkum en fyrra markið skoraði hann með magnaðri hjólhestaspyrnu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira