Út fyrir boxið Orri Hauksson skrifar 29. maí 2018 07:00 Samkvæmt árlegri mælingu Sameinuðu þjóðanna njóta Íslendingar nú bestu fjarskipta- og tölvutækni á byggðu bóli. Þetta eru frábærar fréttir fyrir lífsgæði og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Enn þarf að gera betur. Reykjavíkurborg og dótturfyrirtæki hennar hafa fjárfest myndarlega í ljósleiðaraneti undanfarna tvo áratugi, en veita einungis skertan aðgang endursöluaðila að þessu neti borgarbúa. Ólíkt öðrum sveitarfélaganetum, skilyrðir Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtæki þess aðgang að neti sínu við heildarþjónustu sem er veitt inni í þeirra eigin lokaða tækniheimi, þar sem allur virkur miðlægur búnaður er óumbreytanlegur og fyrir vikið er ekkert svigrúm til nýsköpunar og nýrrar hugsunar. Þessi flækjufótur kemur meðal annars í veg fyrir að Síminn geti veitt þjónustu um innviðina sem borgarbúar eiga saman. Þetta er mjög óheppileg aðgangshindrun af hálfu Orkuveitunnar því auðvitað vill Síminn geta boðið öllum neytendum á Íslandi þær stafrænu lausnir sem þeir óska eftir. Núverandi staða kemur til dæmis í veg fyrir að stór hluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu hafi aðgang að öllum möguleikum sjónvarpsþjónustu Símans. Til að bregðast við því höfum við hjá Símanum útbúið lausn sem kemur til móts við áhugasama áhorfendur. Þjónustan tengist beint yfir hið opna internet, óháð því hvar er tengst, og verður boðin til viðbótar hinu sérhannaða sjónvarpsafþreyingarkerfi Símans. Þannig verður hægt að nýta öll aðgangskerfi, farsímakerfi eða fastlínunet, til aðgangs að Sjónvarpi Símans Premium og annarri slíkri afþreyingu. Enn eru þó ekki allir meinbugir úr sögunni, fjöldi þjónustuþátta og þróunarmöguleika er ekki í boði um innviði almennings, á meðan skammtað er inn á þá í hinu boxaða núverandi kerfi. En einhvers staðar þarf að byrja. Við höfum sjálf getu til að bjóða nýju afurðina óháð stefnu Orkuveitu Reykjavíkur og hlökkum til að kynna þessa sveigjanlega viðbót fyrir fólki, hvar sem það er í viðskiptum eða statt. Góðu fréttirnar eru svo þær, að aðgangshindrun Orkuveitunnar má auðveldlega aflétta með einu pennastriki og koma þannig í veg fyrir frekari sóun og vannýttar fjárfestingar. Það hlýtur að gerast á kjörtímabilinu fram undan.Höfundur er forstjóri Símans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt árlegri mælingu Sameinuðu þjóðanna njóta Íslendingar nú bestu fjarskipta- og tölvutækni á byggðu bóli. Þetta eru frábærar fréttir fyrir lífsgæði og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Enn þarf að gera betur. Reykjavíkurborg og dótturfyrirtæki hennar hafa fjárfest myndarlega í ljósleiðaraneti undanfarna tvo áratugi, en veita einungis skertan aðgang endursöluaðila að þessu neti borgarbúa. Ólíkt öðrum sveitarfélaganetum, skilyrðir Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtæki þess aðgang að neti sínu við heildarþjónustu sem er veitt inni í þeirra eigin lokaða tækniheimi, þar sem allur virkur miðlægur búnaður er óumbreytanlegur og fyrir vikið er ekkert svigrúm til nýsköpunar og nýrrar hugsunar. Þessi flækjufótur kemur meðal annars í veg fyrir að Síminn geti veitt þjónustu um innviðina sem borgarbúar eiga saman. Þetta er mjög óheppileg aðgangshindrun af hálfu Orkuveitunnar því auðvitað vill Síminn geta boðið öllum neytendum á Íslandi þær stafrænu lausnir sem þeir óska eftir. Núverandi staða kemur til dæmis í veg fyrir að stór hluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu hafi aðgang að öllum möguleikum sjónvarpsþjónustu Símans. Til að bregðast við því höfum við hjá Símanum útbúið lausn sem kemur til móts við áhugasama áhorfendur. Þjónustan tengist beint yfir hið opna internet, óháð því hvar er tengst, og verður boðin til viðbótar hinu sérhannaða sjónvarpsafþreyingarkerfi Símans. Þannig verður hægt að nýta öll aðgangskerfi, farsímakerfi eða fastlínunet, til aðgangs að Sjónvarpi Símans Premium og annarri slíkri afþreyingu. Enn eru þó ekki allir meinbugir úr sögunni, fjöldi þjónustuþátta og þróunarmöguleika er ekki í boði um innviði almennings, á meðan skammtað er inn á þá í hinu boxaða núverandi kerfi. En einhvers staðar þarf að byrja. Við höfum sjálf getu til að bjóða nýju afurðina óháð stefnu Orkuveitu Reykjavíkur og hlökkum til að kynna þessa sveigjanlega viðbót fyrir fólki, hvar sem það er í viðskiptum eða statt. Góðu fréttirnar eru svo þær, að aðgangshindrun Orkuveitunnar má auðveldlega aflétta með einu pennastriki og koma þannig í veg fyrir frekari sóun og vannýttar fjárfestingar. Það hlýtur að gerast á kjörtímabilinu fram undan.Höfundur er forstjóri Símans
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar