Þjóðarsjúkrahús að Keldum Jón Hjaltalín skrifar 24. maí 2018 07:00 Fagna ber að hreyfing er loksins komin á byggingu meðferðarkjarna við Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut þótt mikill meirihluti Reykvíkinga og þjóðarinnar telji mun skynsamlegra að byggja þess í stað nýtt Þjóðarsjúkrahús á betri stað eins og á Keldum. Miðflokkurinn hefur lagt fram tillögu á Alþingi um alvöru staðarvalsgreiningu spítala á Keldum eða Vífilsstöðum borið saman við Hringbrautina. Þessi tillaga hefur verið „svæfð“ í velferðarnefnd Alþingis af fulltrúa VG svo umræður og afgreiðsla tillögunnar frestast fram á haustið.Staðarvalsgreining og forhönnun á að taka 12 mánuði Helstu fylgismenn byggingar Landspítala við Hringbraut bera fyrir sig þá þvælu að það muni seinka byggingu spítalans um 10-15 ár að hugleiða annan stað, einkum vegna tíma við staðarvalsgreiningu, deiliskipulag og opinberar leyfisveitingar! Þann 11. maí sl. efndu samtökin Betri spítali á betri stað til málþings um byggingu þjóðarsjúkrahúss og flutti íslenski arkitektinn Hallgrímur Þór Sigurðsson, meðeigandi Nordic arkitektastofunnar í Ósló, þar erindi um staðarvalsgreiningu, hönnun og byggingu 10 spítala í Noregi og Danmörku. En arkitektastofa hans hefur mikla sérfræðiþekkingu með um 50 arkitekta sem vinna eingöngu við staðarvalsgreiningu, hönnun og skipulagningu spítala og heilsutengdra verkefna. Í erindi sínu taldi Hallgrímur upp átta nýleg sjúkrahús sem hafa verið byggð eða sem verið er að byggja í Danmörku og Noregi þar sem heildartími staðarvals, hönnunar og byggingar spítalanna er 5-10 ár eftir stærð þeirra og staðsetningu. Athyglisvert var að allir þessir spítalar hafa verið byggðir á nýjum stað í útjaðri viðkomandi borga í staðinn fyrir við gömlu spítalana í miðborginni. Hallgrímur kynnti sérstaklega verkefni sem hann er að vinna að sem er nýtt háskólasjúkrahús í Stavanger í Noregi sem á að þjóna 360.000 íbúum svæðisins en íbúar Stavanger í dag eru um 140.000 eða svipað og á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Sjúkrahúsið verður 205.000 fm með 650 rúmum. Staðarvalsgreining var gerð á þremur stöðum í Stavanger og fór fram árin 2015-2016 sem fólst í 6 mánaða staðarvalsgreiningu og forhönnunarferli og 6 mánaða pólitísku ferli (deiliskipulag og leyfisveitingar). Hönnun og bygging sjúkrahússins á þeim stað sem valinn var tekur sjö ár og verður það tekið í notkun 2023. Staðarvalsgreiningin sýndi fram á að það var tveimur árum skemmri tími og mun ódýrara en að byggja við gömlu spítalana í miðborg Stavanger. Kjósandi góður, hvers vegna tekur staðarvalsgreining sjúkrahúsa, deiliskipulag og leyfisveitingar tíu ár á Íslandi en aðeins eitt ár í Noregi?Höfundur er verkfræðingur og frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kosningar 2018 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fagna ber að hreyfing er loksins komin á byggingu meðferðarkjarna við Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut þótt mikill meirihluti Reykvíkinga og þjóðarinnar telji mun skynsamlegra að byggja þess í stað nýtt Þjóðarsjúkrahús á betri stað eins og á Keldum. Miðflokkurinn hefur lagt fram tillögu á Alþingi um alvöru staðarvalsgreiningu spítala á Keldum eða Vífilsstöðum borið saman við Hringbrautina. Þessi tillaga hefur verið „svæfð“ í velferðarnefnd Alþingis af fulltrúa VG svo umræður og afgreiðsla tillögunnar frestast fram á haustið.Staðarvalsgreining og forhönnun á að taka 12 mánuði Helstu fylgismenn byggingar Landspítala við Hringbraut bera fyrir sig þá þvælu að það muni seinka byggingu spítalans um 10-15 ár að hugleiða annan stað, einkum vegna tíma við staðarvalsgreiningu, deiliskipulag og opinberar leyfisveitingar! Þann 11. maí sl. efndu samtökin Betri spítali á betri stað til málþings um byggingu þjóðarsjúkrahúss og flutti íslenski arkitektinn Hallgrímur Þór Sigurðsson, meðeigandi Nordic arkitektastofunnar í Ósló, þar erindi um staðarvalsgreiningu, hönnun og byggingu 10 spítala í Noregi og Danmörku. En arkitektastofa hans hefur mikla sérfræðiþekkingu með um 50 arkitekta sem vinna eingöngu við staðarvalsgreiningu, hönnun og skipulagningu spítala og heilsutengdra verkefna. Í erindi sínu taldi Hallgrímur upp átta nýleg sjúkrahús sem hafa verið byggð eða sem verið er að byggja í Danmörku og Noregi þar sem heildartími staðarvals, hönnunar og byggingar spítalanna er 5-10 ár eftir stærð þeirra og staðsetningu. Athyglisvert var að allir þessir spítalar hafa verið byggðir á nýjum stað í útjaðri viðkomandi borga í staðinn fyrir við gömlu spítalana í miðborginni. Hallgrímur kynnti sérstaklega verkefni sem hann er að vinna að sem er nýtt háskólasjúkrahús í Stavanger í Noregi sem á að þjóna 360.000 íbúum svæðisins en íbúar Stavanger í dag eru um 140.000 eða svipað og á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Sjúkrahúsið verður 205.000 fm með 650 rúmum. Staðarvalsgreining var gerð á þremur stöðum í Stavanger og fór fram árin 2015-2016 sem fólst í 6 mánaða staðarvalsgreiningu og forhönnunarferli og 6 mánaða pólitísku ferli (deiliskipulag og leyfisveitingar). Hönnun og bygging sjúkrahússins á þeim stað sem valinn var tekur sjö ár og verður það tekið í notkun 2023. Staðarvalsgreiningin sýndi fram á að það var tveimur árum skemmri tími og mun ódýrara en að byggja við gömlu spítalana í miðborg Stavanger. Kjósandi góður, hvers vegna tekur staðarvalsgreining sjúkrahúsa, deiliskipulag og leyfisveitingar tíu ár á Íslandi en aðeins eitt ár í Noregi?Höfundur er verkfræðingur og frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavík
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar