„Samgönguás“ varð að „Borgarlínu“ á síðasta fundi bæjarstjórnar Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2018 22:44 Það var ýmislegt gert á síðasta fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Vísir/Daníel Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í kvöld að fresta afgreiðslu á deiliskipulagi sem varðar framkvæmdir á Ásvallabraut. Einnig var samþykkt að breyta orðinu „Samgönguás“ í aðalskipulagsbreytingu á „Fimm mínútna hverfinu“ í Hafnarfirði í „Borgarlína“. Um var að ræða síðasta fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardag.Sjá einnig: „Andlit“ Hafnarfjarðar verði fimm mínútna hverfið Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta í Hafnarfirði í upphafi kjörtímabilsins en það voru fulltrúar minnihlutans, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, sem lögðu fram þá tillögu í kvöld að breyta orðalagi í breytingu á aðalskipulaginu sem varðar fimm mínútna hverfið. Þrír fulltrúar Samfylkingarinnar, einn fulltrúi Vinstri grænna og fulltrúi Bjartrar framtíðar greiddu atkvæði með þessari tillögu en þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Rósa Guðbjartsdóttir og Kristinn Andersen úr Sjálfstæðisflokki greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt forseta bæjarstjórnarinnar Guðlaugu Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur. Guðlaug var kjörin í bæjarstjórn fyrir hönd Bjartrar framtíðar en býður sig fram núna undir merkjum Bæjarmálalistans. Einar Birkir Einarsson var einnig kjörin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar undir merkjum Bjartrar framtíðar í síðustu kosningum. Hann sagði sig úr Bjartri framtíð í apríl síðastliðnum en hélt sæti sínu í bæjarstjórn sem óháður bæjarfulltrúi. Fyrir fundinn í kvöld tilkynnti hann um fjarveru sínu því hann hefði glatað kjörgengi sínu í Hafnarfjarðarbæ eftir að Þjóðskrá Íslands hafði úrskurðað lögheimili hans í Kópavogi en ekki Hafnarfirði.Sjá einnig: Iðnaðarsvæði breytist í 2.300 íbúða hverfi Varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, Borghildur Sturludóttir, tók sæti hans í bæjarstjórn í kvöld en hún greiddi atkvæði með þessari tillögu um breytingu á orðalaginu „Samgönguás“ yfir í „Borgarlínu“. „Fimm mínútna hverfið“ er í rauninni vesturhluti Hraunahverfisins í Hafnarfirði en hugmyndin er sú að breyta hverfinu úr þjónustuhverfi í blandaða byggð þar sem íbúar geta fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins. Á fundi bæjarstjórnar í kvöld átti að ljúka afgreiðslu á deiliskipulagsbreytingu sem varðar svokallaða Ásvallabraut. Málið varðar nýtt hverfi sem er að byggjast upp í Skarðshlíð við Vellina en íbúar í Áslandi í Hafnarfirði hafa lýst yfir óánægju sinni vegna fyrirhugaðrar Ásvallarbrautar sem er ætluð þessu nýja hverfi. Var ákveðið að fresta málinu þar sem bæjarstjórn þótti ekki hafa umboð til að afgreiða deiliskipulagsbreytinguna svo skömmu fyrir kosningar og binda þannig hendur næstu bæjarstjórnar í umdeildu máli. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sex flokkar næðu inn fulltrúum í Hafnarfirði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í Hafnarfirði halda fylgi sínu að mestu, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Annar flokkanna gæti misst fulltrúa. 15. maí 2018 06:00 Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. 11. maí 2018 06:00 Ágreiningur um nýtt knatthús í Hafnarfirði Pétur Óskarsson, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega að honum hafi ásamt Borghildi Sturludóttur, sem einnig er varabæjarfulltrúi BF, verið vikið úr nefndum og ráðum í bæjarstjórninni vegna ágreinings við meirihlutann eða Sjálfstæðisflokk og tvo bæjarfulltrúa um byggingu á knatthúsi í bænum. 13. apríl 2018 21:30 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í kvöld að fresta afgreiðslu á deiliskipulagi sem varðar framkvæmdir á Ásvallabraut. Einnig var samþykkt að breyta orðinu „Samgönguás“ í aðalskipulagsbreytingu á „Fimm mínútna hverfinu“ í Hafnarfirði í „Borgarlína“. Um var að ræða síðasta fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardag.Sjá einnig: „Andlit“ Hafnarfjarðar verði fimm mínútna hverfið Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta í Hafnarfirði í upphafi kjörtímabilsins en það voru fulltrúar minnihlutans, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, sem lögðu fram þá tillögu í kvöld að breyta orðalagi í breytingu á aðalskipulaginu sem varðar fimm mínútna hverfið. Þrír fulltrúar Samfylkingarinnar, einn fulltrúi Vinstri grænna og fulltrúi Bjartrar framtíðar greiddu atkvæði með þessari tillögu en þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Rósa Guðbjartsdóttir og Kristinn Andersen úr Sjálfstæðisflokki greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt forseta bæjarstjórnarinnar Guðlaugu Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur. Guðlaug var kjörin í bæjarstjórn fyrir hönd Bjartrar framtíðar en býður sig fram núna undir merkjum Bæjarmálalistans. Einar Birkir Einarsson var einnig kjörin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar undir merkjum Bjartrar framtíðar í síðustu kosningum. Hann sagði sig úr Bjartri framtíð í apríl síðastliðnum en hélt sæti sínu í bæjarstjórn sem óháður bæjarfulltrúi. Fyrir fundinn í kvöld tilkynnti hann um fjarveru sínu því hann hefði glatað kjörgengi sínu í Hafnarfjarðarbæ eftir að Þjóðskrá Íslands hafði úrskurðað lögheimili hans í Kópavogi en ekki Hafnarfirði.Sjá einnig: Iðnaðarsvæði breytist í 2.300 íbúða hverfi Varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, Borghildur Sturludóttir, tók sæti hans í bæjarstjórn í kvöld en hún greiddi atkvæði með þessari tillögu um breytingu á orðalaginu „Samgönguás“ yfir í „Borgarlínu“. „Fimm mínútna hverfið“ er í rauninni vesturhluti Hraunahverfisins í Hafnarfirði en hugmyndin er sú að breyta hverfinu úr þjónustuhverfi í blandaða byggð þar sem íbúar geta fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins. Á fundi bæjarstjórnar í kvöld átti að ljúka afgreiðslu á deiliskipulagsbreytingu sem varðar svokallaða Ásvallabraut. Málið varðar nýtt hverfi sem er að byggjast upp í Skarðshlíð við Vellina en íbúar í Áslandi í Hafnarfirði hafa lýst yfir óánægju sinni vegna fyrirhugaðrar Ásvallarbrautar sem er ætluð þessu nýja hverfi. Var ákveðið að fresta málinu þar sem bæjarstjórn þótti ekki hafa umboð til að afgreiða deiliskipulagsbreytinguna svo skömmu fyrir kosningar og binda þannig hendur næstu bæjarstjórnar í umdeildu máli.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sex flokkar næðu inn fulltrúum í Hafnarfirði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í Hafnarfirði halda fylgi sínu að mestu, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Annar flokkanna gæti misst fulltrúa. 15. maí 2018 06:00 Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. 11. maí 2018 06:00 Ágreiningur um nýtt knatthús í Hafnarfirði Pétur Óskarsson, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega að honum hafi ásamt Borghildi Sturludóttur, sem einnig er varabæjarfulltrúi BF, verið vikið úr nefndum og ráðum í bæjarstjórninni vegna ágreinings við meirihlutann eða Sjálfstæðisflokk og tvo bæjarfulltrúa um byggingu á knatthúsi í bænum. 13. apríl 2018 21:30 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Sex flokkar næðu inn fulltrúum í Hafnarfirði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í Hafnarfirði halda fylgi sínu að mestu, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Annar flokkanna gæti misst fulltrúa. 15. maí 2018 06:00
Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16
Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. 11. maí 2018 06:00
Ágreiningur um nýtt knatthús í Hafnarfirði Pétur Óskarsson, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega að honum hafi ásamt Borghildi Sturludóttur, sem einnig er varabæjarfulltrúi BF, verið vikið úr nefndum og ráðum í bæjarstjórninni vegna ágreinings við meirihlutann eða Sjálfstæðisflokk og tvo bæjarfulltrúa um byggingu á knatthúsi í bænum. 13. apríl 2018 21:30
Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00
Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09