„Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2018 11:50 Felix Bergsson var fararstjóri íslenska hópsins í Portúgal í ár. Hann hefur fylgt íslensku hópunum út í Eurovision um nokkurt skeið. Vísir/Stefán Felix Bergsson, sem hefur gegnt starfi fararstjóra íslenska hópsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva undanfarin ár, segir hverfandi líkur á því að Sádi-Arabía verði með í keppninni á næsta ári. Landið uppfylli ekki nauðsynleg þátttökuskilyrði og þá beri ekki að túlka boð ísraelska samskiptaráðherrans sem formlegt. Vísir greindi frá því í morgun að samskiptaráðherra Ísrael, Ayoob Kara, hefði boðið Sádi-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári.Nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast Felix segir þó ekkert formlegt boð um þátttöku þessara ríkja hafa borist og að ef til þess komi séu hverfandi líkur á því að þátttakan verði samþykkt. „Það er ekkert formlegt boð komið og þetta er í rauninni bara ráðherra í ísraelsku ríkisstjórninni sem er búinn að tjá sig um þetta, að hann ætli sér að bjóða Sádi-Arabíu, en það eru litlar sem engar líkur á því að það gangi eftir,“ segir Felix. „Þetta er í rauninni bara frétt sem kemur innan úr ísraelska stjórnkerfinu, frá einum lágtsettum ráðherra en að öllum líkindum er þetta stormur í vatnsglasi. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast.“Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári.VÍSIR/APUpfylla ekki þátttökuskilyrði Þá er aðild að Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, SES (EBU á ensku), skilyrði fyrir þátttöku í keppninni en Sádi-Arabía er ekki aðili að sambandinu. „Þau geta ekki verið með einfaldlega vegna þess að Sádi-Arabía er ekki inn á EBU-svæðinu. Það er fullt af múslimaríkjum sem eru innan EBU sem gætu tekið þátt og hafa í rauninni alltaf haft til þess leyfi ef þau vilja. En þau hafa ekki viljað vera með út af Ísrael,“ segir Felix. Á meðal ríkja sem hafa þátttökurétt í Eurovision, en hafa venjulega ekki nýtt sér hann, eru Jórdanía, Líbanon, Libía, Marokkó, Túnis og Vatíkanið. Marokkó tók þátt í keppninni í fyrsta og eina skiptið árið 1980, en hét því að keppa aldrei aftur eftir slæmt gengi, og árið 2005 valdi Líbanon sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið.Þó hefur það komið fyrir að ríkjum, sem ekki eiga aðild að SES, hafi verið boðin þátttaka í keppninni. Árið 2015 var Ástralíu veittur þátttökuréttur en í því tilviki var um að ræða sérstakt boð frá sambandinu, sem fékk auk þess vilyrði frá sérstakri umsagnarnefnd Söngvakeppninnar. Eurovision Tengdar fréttir Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. 23. maí 2018 07:41 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Felix Bergsson, sem hefur gegnt starfi fararstjóra íslenska hópsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva undanfarin ár, segir hverfandi líkur á því að Sádi-Arabía verði með í keppninni á næsta ári. Landið uppfylli ekki nauðsynleg þátttökuskilyrði og þá beri ekki að túlka boð ísraelska samskiptaráðherrans sem formlegt. Vísir greindi frá því í morgun að samskiptaráðherra Ísrael, Ayoob Kara, hefði boðið Sádi-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári.Nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast Felix segir þó ekkert formlegt boð um þátttöku þessara ríkja hafa borist og að ef til þess komi séu hverfandi líkur á því að þátttakan verði samþykkt. „Það er ekkert formlegt boð komið og þetta er í rauninni bara ráðherra í ísraelsku ríkisstjórninni sem er búinn að tjá sig um þetta, að hann ætli sér að bjóða Sádi-Arabíu, en það eru litlar sem engar líkur á því að það gangi eftir,“ segir Felix. „Þetta er í rauninni bara frétt sem kemur innan úr ísraelska stjórnkerfinu, frá einum lágtsettum ráðherra en að öllum líkindum er þetta stormur í vatnsglasi. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast.“Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári.VÍSIR/APUpfylla ekki þátttökuskilyrði Þá er aðild að Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, SES (EBU á ensku), skilyrði fyrir þátttöku í keppninni en Sádi-Arabía er ekki aðili að sambandinu. „Þau geta ekki verið með einfaldlega vegna þess að Sádi-Arabía er ekki inn á EBU-svæðinu. Það er fullt af múslimaríkjum sem eru innan EBU sem gætu tekið þátt og hafa í rauninni alltaf haft til þess leyfi ef þau vilja. En þau hafa ekki viljað vera með út af Ísrael,“ segir Felix. Á meðal ríkja sem hafa þátttökurétt í Eurovision, en hafa venjulega ekki nýtt sér hann, eru Jórdanía, Líbanon, Libía, Marokkó, Túnis og Vatíkanið. Marokkó tók þátt í keppninni í fyrsta og eina skiptið árið 1980, en hét því að keppa aldrei aftur eftir slæmt gengi, og árið 2005 valdi Líbanon sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið.Þó hefur það komið fyrir að ríkjum, sem ekki eiga aðild að SES, hafi verið boðin þátttaka í keppninni. Árið 2015 var Ástralíu veittur þátttökuréttur en í því tilviki var um að ræða sérstakt boð frá sambandinu, sem fékk auk þess vilyrði frá sérstakri umsagnarnefnd Söngvakeppninnar.
Eurovision Tengdar fréttir Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. 23. maí 2018 07:41 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. 23. maí 2018 07:41
Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53