Ófrjálsi lífeyrissjóðurinn Halldór Friðrik Þorsteinsson skrifar 23. maí 2018 07:00 Undanfarin misseri hafa málefni Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem rekinn er af Arion banka, verið í fréttum vegna fjárfestinga sjóðsins í fyrirtækinu United Silicon. Þá raunasögu þarf ekki að endursegja en ein afleiðing hennar var fjárhagstap tugþúsunda sjóðfélaga fyrir vel á annað þúsund milljónir króna. Það er umhugsunarvert að einu lífeyrissjóðirnir sem sáu ástæðu til að leggja lífeyrissparnað fólks í þetta áhættumikla tilraunaverkefni voru í umsjón Arion banka, að frátöldum Festu lífeyrissjóði sem starfar mestanpart á Suðurnesjum. En þetta undrar engan sem þekkir til innstu kima í fjárfestingarbönkum. Þeir eru í eðli sínu áhættusæknir og hagsmunaárekstrar hljótast af nálægð ólíkra starfssviða. Ádrepur frá eftirlitsaðilum breyta því miður litlu um. Áföll sem þessi hafa hins vegar þær góðu hliðarverkanir, ef svo má segja, að sjóðfélagar ranka við sér og taka að spyrja réttu spurninganna, með lýðræðislegum rétti sínum. Það gerðu til dæmis sjóðfélagar í Almenna lífeyrissjóðnum skömmu eftir hrun og ári síðar slitu þeir sambúðinni með Íslandsbanka. Sjóðurinn var orðinn of stór fyrir bankann og nú starfar Almenni lífeyrissjóðurinn frjáls og óháður.Aðalfundur fram undan Eftir eina viku verður aðalfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins og hann verður að sjálfsögðu haldinn í húsakynnum Arion banka. Kosnir verða tveir af sjö stjórnarmönnum til tveggja ára. Undirritaður hefur verið sjóðsfélagi í 24 ár og starfaði í 20 ár á verðbréfamarkaði, fyrst hjá Kaupþingi, en síðar með eigið verðbréfafyrirtæki, H.F. Verðbréf, sem þjónustaði meðal annars flesta lífeyrissjóði landsins um árabil. Þá stofnaði ég upplýsingasíðuna Kelduna svo meðal annars mætti bera saman ávöxtun verðbréfa- og lífeyrissjóða ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum og aðgangi að opinberum skrám. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins og vil þannig leggja mitt lóð á vogarskálar nýrra vinnubragða. Þá hef ég lagt fram tillögu til aðalfundar um að grein 4.9. í samþykktum sjóðsins verði afnumin en hún kveður á um að Arion banki annist daglegan rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins samkvæmt rekstrarsamningi. Slíkt ákvæði í samþykktum er öfugmæli hjá sjóði sem kennir sig við frelsi. Rígbundinn sem hann er í báða skó. Mætum og höfum áhrif Aðalfundir lífeyrissjóða eru allajafna fámennar samkomur og einstaka sjóðsfélagar finna til lítilla áhrifa. Dræm kosningaþátttaka viðheldur óbreyttu fyrirkomulagi. Ég hvet þá sjóðfélaga, sem vilja ný og nútímaleg vinnubrögð, til að fjölmenna á aðalfundinn miðvikudaginn 30. maí kl. 17.15. Það verður áhugavert að heyra sjónarmið sjóðsfélaga. Sjálfum finnst mér klént að reka 200 milljarða lífeyrissjóð í eigu 55 þúsund sjóðfélaga, eins og skúffu í fjárfestingarbanka. Það er alfarið á valdi sjóðfélaganna að breyta því úrelta fyrirkomulagi.Höfundur er sjóðsfélagi í Frjálsa lífeyrissjónum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa málefni Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem rekinn er af Arion banka, verið í fréttum vegna fjárfestinga sjóðsins í fyrirtækinu United Silicon. Þá raunasögu þarf ekki að endursegja en ein afleiðing hennar var fjárhagstap tugþúsunda sjóðfélaga fyrir vel á annað þúsund milljónir króna. Það er umhugsunarvert að einu lífeyrissjóðirnir sem sáu ástæðu til að leggja lífeyrissparnað fólks í þetta áhættumikla tilraunaverkefni voru í umsjón Arion banka, að frátöldum Festu lífeyrissjóði sem starfar mestanpart á Suðurnesjum. En þetta undrar engan sem þekkir til innstu kima í fjárfestingarbönkum. Þeir eru í eðli sínu áhættusæknir og hagsmunaárekstrar hljótast af nálægð ólíkra starfssviða. Ádrepur frá eftirlitsaðilum breyta því miður litlu um. Áföll sem þessi hafa hins vegar þær góðu hliðarverkanir, ef svo má segja, að sjóðfélagar ranka við sér og taka að spyrja réttu spurninganna, með lýðræðislegum rétti sínum. Það gerðu til dæmis sjóðfélagar í Almenna lífeyrissjóðnum skömmu eftir hrun og ári síðar slitu þeir sambúðinni með Íslandsbanka. Sjóðurinn var orðinn of stór fyrir bankann og nú starfar Almenni lífeyrissjóðurinn frjáls og óháður.Aðalfundur fram undan Eftir eina viku verður aðalfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins og hann verður að sjálfsögðu haldinn í húsakynnum Arion banka. Kosnir verða tveir af sjö stjórnarmönnum til tveggja ára. Undirritaður hefur verið sjóðsfélagi í 24 ár og starfaði í 20 ár á verðbréfamarkaði, fyrst hjá Kaupþingi, en síðar með eigið verðbréfafyrirtæki, H.F. Verðbréf, sem þjónustaði meðal annars flesta lífeyrissjóði landsins um árabil. Þá stofnaði ég upplýsingasíðuna Kelduna svo meðal annars mætti bera saman ávöxtun verðbréfa- og lífeyrissjóða ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum og aðgangi að opinberum skrám. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins og vil þannig leggja mitt lóð á vogarskálar nýrra vinnubragða. Þá hef ég lagt fram tillögu til aðalfundar um að grein 4.9. í samþykktum sjóðsins verði afnumin en hún kveður á um að Arion banki annist daglegan rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins samkvæmt rekstrarsamningi. Slíkt ákvæði í samþykktum er öfugmæli hjá sjóði sem kennir sig við frelsi. Rígbundinn sem hann er í báða skó. Mætum og höfum áhrif Aðalfundir lífeyrissjóða eru allajafna fámennar samkomur og einstaka sjóðsfélagar finna til lítilla áhrifa. Dræm kosningaþátttaka viðheldur óbreyttu fyrirkomulagi. Ég hvet þá sjóðfélaga, sem vilja ný og nútímaleg vinnubrögð, til að fjölmenna á aðalfundinn miðvikudaginn 30. maí kl. 17.15. Það verður áhugavert að heyra sjónarmið sjóðsfélaga. Sjálfum finnst mér klént að reka 200 milljarða lífeyrissjóð í eigu 55 þúsund sjóðfélaga, eins og skúffu í fjárfestingarbanka. Það er alfarið á valdi sjóðfélaganna að breyta því úrelta fyrirkomulagi.Höfundur er sjóðsfélagi í Frjálsa lífeyrissjónum
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun