Ef Obama komst heim í kvöldmat – af hverju þá ekki þú? Herdís Pála Pálsdóttir skrifar 23. maí 2018 06:00 Ert þú enn á þeim stað að telja að starfsmaðurinn sem mætir fyrstur á morgnana og fer síðastur heim sé sá starfsmaður sem vinni mest og sé tryggastur vinnustaðnum? Ert þú enn á þeim stað að telja að álag í vinnu sé bara mælt í fjölda skráðra vinnustunda? Ert þú enn á þeim stað að telja að það að taka tíma á vinnustaðnum til að fjalla um streitu, svefn og andlega heilsu sé óþarfi og lýsi einhverri óþarfa linkind? Nýlega var haldin afmælisráðstefna Virk og þar var ég með erindi þar sem ég talaði til forstjóra framtíðarinnar. Því var bæði beint til þeirra sem eru forstjórar í dag og ætla sér að vera það áfram og þeirra sem eiga eftir að setjast í forstjórastóla. Fram er kominn fjöldi rannsókna og fjöldi útgefinna bóka virtra fræðimanna sem tala á nýjan hátt um vinnusambönd, starfsánægju og framleiðni. Í framtíðinni, sem kannski er bara þegar komin, gerir starfsfólk aðrar kröfur en áður fyrr. Kannski ekki síst þar sem margt í fortíðinni, og kannski nútíðinni, er ekki að skila þeim árangri sem við höldum eða vonumst eftir. Vinnuveitendur leita eftir aukinni framleiðni og bættum rekstrarniðurstöðum – starfsfólk leitar eftir auknum lífsgæðum. Það eru til leiðir til að láta þetta fara saman. Það er kominn tími á að stýra með nýjum hætti. Stjórnendur, og þá kannski ekki síst forstjórar, kunna að þurfa að endurmennta sig, endurskoða eldri hugmyndir sínar og hafa sjálfstraust til að sjá að aukinn sveigjanleiki í starfshlutfalli og vinnutíma, fjarvinna og samtöl um andlega heilsu og almenna vellíðan mun skila árangri. Vinnustaðir þar sem mannauðsstjórnun er sinnt með faglegum hætti, þar sem forstjóri og mannauðsstjóri vinna vel saman, að því að skapa heilbrigðan og eftirsóknarverðan vinnustað hlýtur að vera nokkuð sem alla fyrirtækjaeigendur dreymir um. Hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Enda fer samkeppni um hæft og gott starfsfólk bara vaxandi og mönnun og menning vinnustaða hefur mjög mikil áhrif á árangur og rekstrarniðurstöður á hverjum tíma.Höfundur er FKA-félagskona, fyrirlesari og áhugamanneskja um stjórnun og árangur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ert þú enn á þeim stað að telja að starfsmaðurinn sem mætir fyrstur á morgnana og fer síðastur heim sé sá starfsmaður sem vinni mest og sé tryggastur vinnustaðnum? Ert þú enn á þeim stað að telja að álag í vinnu sé bara mælt í fjölda skráðra vinnustunda? Ert þú enn á þeim stað að telja að það að taka tíma á vinnustaðnum til að fjalla um streitu, svefn og andlega heilsu sé óþarfi og lýsi einhverri óþarfa linkind? Nýlega var haldin afmælisráðstefna Virk og þar var ég með erindi þar sem ég talaði til forstjóra framtíðarinnar. Því var bæði beint til þeirra sem eru forstjórar í dag og ætla sér að vera það áfram og þeirra sem eiga eftir að setjast í forstjórastóla. Fram er kominn fjöldi rannsókna og fjöldi útgefinna bóka virtra fræðimanna sem tala á nýjan hátt um vinnusambönd, starfsánægju og framleiðni. Í framtíðinni, sem kannski er bara þegar komin, gerir starfsfólk aðrar kröfur en áður fyrr. Kannski ekki síst þar sem margt í fortíðinni, og kannski nútíðinni, er ekki að skila þeim árangri sem við höldum eða vonumst eftir. Vinnuveitendur leita eftir aukinni framleiðni og bættum rekstrarniðurstöðum – starfsfólk leitar eftir auknum lífsgæðum. Það eru til leiðir til að láta þetta fara saman. Það er kominn tími á að stýra með nýjum hætti. Stjórnendur, og þá kannski ekki síst forstjórar, kunna að þurfa að endurmennta sig, endurskoða eldri hugmyndir sínar og hafa sjálfstraust til að sjá að aukinn sveigjanleiki í starfshlutfalli og vinnutíma, fjarvinna og samtöl um andlega heilsu og almenna vellíðan mun skila árangri. Vinnustaðir þar sem mannauðsstjórnun er sinnt með faglegum hætti, þar sem forstjóri og mannauðsstjóri vinna vel saman, að því að skapa heilbrigðan og eftirsóknarverðan vinnustað hlýtur að vera nokkuð sem alla fyrirtækjaeigendur dreymir um. Hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Enda fer samkeppni um hæft og gott starfsfólk bara vaxandi og mönnun og menning vinnustaða hefur mjög mikil áhrif á árangur og rekstrarniðurstöður á hverjum tíma.Höfundur er FKA-félagskona, fyrirlesari og áhugamanneskja um stjórnun og árangur
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar